Töluverðar tafir hafa verið á umferð þar sem Sæbraut tengist við Reykjanesbraut í höfuðborginni í dag. Verið er að fræsa og malbika akrein á Reykjanesbrautinni í suðurátt á vegarkaflanum frá Miklubraut upp að Stekkjarbakka.

Framkvæmdir halda áfram á morgun en þá stendur til að fræsa og malbika hinar tvær akgreinarnar. Akreinunum verður lokað á meðan framkvæmdum stendur ásamt rampi frá Miklubraut til suðurs og beygjuakrein inn á Bústaðaveg að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.