Alvarleg veikindi sonarins breyttu sýninni á lífið Stefán Árni Pálsson skrifar 26. október 2020 13:30 Guðmundur jarðaði föður sinn daginn fyrir viðtalið. Guðmundur Ebenezer Birgisson sagði upp vel launuðu starfi sem sálfræðingur í Noregi og hætti í doktorsnámi, til að elta drauminn og byrja með fyrirtæki sem þróar stafrænar lausnir í geðheilsu. Hann segir fagfólk í geðheilsu enn þá oft með fordóma sjálft og segist sjálfur hafa brennt sig á því. Guðmundur ræddi við Sölva Tryggvason á dögunum í hlaðvarpi hans. „Það eru ekki nema nokkur ár síðan ég var að halda stóran fyrirlestur fyrir nokkur hundruð manns og tala um geðheilsu í enn eitt skiptið, en hafði aldrei opnað á mína eigin sögu. Ég man að ég horfði í spegilinn eftir þennan fyrirlestur og hugsaði. Guð minn almáttugur, hvað er ég að hugsa. Ég er sjálfur með fordóma gagnvart hlutum sem ég er að þykjast hjálpa öðrum með,“ segir Guðmundur. Með alvarleg andleg veikindi „Frá og með þessum degi hef ég alltaf sagt mína sögu þegar það á við og ákvað að opna á þetta allt saman. Ég fer í sálfræðina í grunninn út af föður mínum, sem var með alvarleg andleg veikindi. Ég held að það hafi verið aðalástæðan fyrir því að ég leiddist á þessa braut. Ég veit hvað geðsjúkdómar geta gert þegar kemur að fjölskyldulífi og það var þungt að eiga föður með alvarlegan geðsjúkdóm. Þannig að það má segja að það sé mín köllun að vinna í þessum málaflokki.” Guðmundur, sem var við jarðarför föður síns daginn fyrir viðtalið við Sölva, segist oft sjá fordóma innan stétta geðlækna og sálfræðinga. „Það er oft þannig að við sem vinnum við þetta tölum um geðheilsu á þann hátt að það séu hinir sem eru með slæma geðheilsu, en ekki við sjálf, þannig að við erum að hjálpa hinum, en við erum svo góð. Ég hef sjálfur verið í þessum hópi. Ég var með bullandi stigma og taboo varðandi föður minn, af því að ég skammaðist mín fyrir hann og hans sögu.“ Guðmundur segir að alvarleg veikindi sonar hans hafi gjörbreytt sín hans á lífið, sem varð drifkrafturinn að því að hafa hugrekki til að skipta um takt og segja upp vinnunni og elta drauminn. „Ég vann hjá Sameinuðu Þjóðunum áður en ég fór til Noregs, en fór svo í að starfa sem sálfræðingur og var langt kominn með doktorsnám þegar ég eignaðist fyrsta son minn fyrir 5 árum. Honum var ekki hugað líf fyrstu dagana eftir fæðinguna og fyrsta vikan af lífi hans var gífurlega erfið. Hann var í öndunarvél og það var í raun bara 50/50 hvort hann myndi lifa af. Þarna fékk ég nokkra daga til að hugsa um lífið og tilgang lífsins. Fólk segist ekki vera trúað, en í þessum aðstæðum byrjar maður að biðja bænir og er til í að reyna allt. Þarna var sameiginlegt mötuneyti með börnum sem voru langveik, með krabbamein og fleiri alvarlega sjúkdóma. Ég byrjaði að spjalla við þessi börn og það gaf mér bara annað sjónarhorn á lífið. Þetta er rosalega hverfult allt saman og maður veit aldrei hvenær eitthvað er gjörbreytt. Strákurinn kom út úr þessu hraustur og braggast mjög vel og mér fannst ég koma út úr þessarri viku mun hugrakkari og óhræddari. Þetta er stuttur tími sem við höfum á lífi og ég ákvað að bíða ekki lengur með að láta drauminn rætast og sagði upp vinnunni og stofnaði fyrirtæki.“ Fyrsta landið til að bjóða sálfræðiþjónustu fyrir alla Fyrirtæki Guðmundar, Life Keys, er þegar með tugþúsundir skjólstæðinga, sem nýta sér sálfræðiþjónustu í gegnum netið. Fyrirtækið er leiðand í stafrænum lausnum innan geðheilsu á Evrópumarkaði og er starfrækt í 11 Evrópulöndum. „Ég tel að Ísland geti verið fyrsta landið í heiminum sem býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir alla þegna landsins og fólk þurfi ekki að bíða langtímum saman. Til þess þarf samstarf á milli hins opinbera og einkageirans, en það eru að verða til lausnir á flóknum vandamálum sem ekki voru mögulegar hér áður fyrr. Það myndi vekja athygli um allan heim ef Ísland yrði fyrsta landið til að bjóða aðgengi að sálfræðingum fyrir alla. Netið mun ekki leysa vanda þeirra sem eru komnir í mjög erfið geðræn vandamál, en þegar kemur að vægari geðrænum vandamálum er hægt að nýta tæknina til hins ítrasta.“ Guðmundur segir ótrúlega möguleika felast í tækninni, en ekkert muni koma í staðinn fyrir raunverulegt fólk þegar kemur að geðheilsu. „Það bendir mjög margt til þess að samtöl við fagaðila í gegnum netið geti gefið mjög mikinn árangur. Hins vegar tel ég að það muni alltaf þurfa raunverulegt fólk. Sumir í þessum geira eru á því að gervigreind muni geta komið í stað sálfræðinga, en ég sé það ekki fyrir mér. En það þýðir ekki að tæknin geti ekki leyst alls kyns vandamál og aukið aðgengi fólks að sálfræðiþjónustu.“ Guðmundur og Sölvi ræða í þættinum um mikilvægi þess að þora að elta draumana og setja sér háleit markmið. Þeir fara í þættinum yfir þróun sálfræði og geðheilsu og hvaða lausnir gætu nýst best á komandi árum til að bæta vellíðan og geðheilsu fólks. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Guðmundur Ebenezer Birgisson sagði upp vel launuðu starfi sem sálfræðingur í Noregi og hætti í doktorsnámi, til að elta drauminn og byrja með fyrirtæki sem þróar stafrænar lausnir í geðheilsu. Hann segir fagfólk í geðheilsu enn þá oft með fordóma sjálft og segist sjálfur hafa brennt sig á því. Guðmundur ræddi við Sölva Tryggvason á dögunum í hlaðvarpi hans. „Það eru ekki nema nokkur ár síðan ég var að halda stóran fyrirlestur fyrir nokkur hundruð manns og tala um geðheilsu í enn eitt skiptið, en hafði aldrei opnað á mína eigin sögu. Ég man að ég horfði í spegilinn eftir þennan fyrirlestur og hugsaði. Guð minn almáttugur, hvað er ég að hugsa. Ég er sjálfur með fordóma gagnvart hlutum sem ég er að þykjast hjálpa öðrum með,“ segir Guðmundur. Með alvarleg andleg veikindi „Frá og með þessum degi hef ég alltaf sagt mína sögu þegar það á við og ákvað að opna á þetta allt saman. Ég fer í sálfræðina í grunninn út af föður mínum, sem var með alvarleg andleg veikindi. Ég held að það hafi verið aðalástæðan fyrir því að ég leiddist á þessa braut. Ég veit hvað geðsjúkdómar geta gert þegar kemur að fjölskyldulífi og það var þungt að eiga föður með alvarlegan geðsjúkdóm. Þannig að það má segja að það sé mín köllun að vinna í þessum málaflokki.” Guðmundur, sem var við jarðarför föður síns daginn fyrir viðtalið við Sölva, segist oft sjá fordóma innan stétta geðlækna og sálfræðinga. „Það er oft þannig að við sem vinnum við þetta tölum um geðheilsu á þann hátt að það séu hinir sem eru með slæma geðheilsu, en ekki við sjálf, þannig að við erum að hjálpa hinum, en við erum svo góð. Ég hef sjálfur verið í þessum hópi. Ég var með bullandi stigma og taboo varðandi föður minn, af því að ég skammaðist mín fyrir hann og hans sögu.“ Guðmundur segir að alvarleg veikindi sonar hans hafi gjörbreytt sín hans á lífið, sem varð drifkrafturinn að því að hafa hugrekki til að skipta um takt og segja upp vinnunni og elta drauminn. „Ég vann hjá Sameinuðu Þjóðunum áður en ég fór til Noregs, en fór svo í að starfa sem sálfræðingur og var langt kominn með doktorsnám þegar ég eignaðist fyrsta son minn fyrir 5 árum. Honum var ekki hugað líf fyrstu dagana eftir fæðinguna og fyrsta vikan af lífi hans var gífurlega erfið. Hann var í öndunarvél og það var í raun bara 50/50 hvort hann myndi lifa af. Þarna fékk ég nokkra daga til að hugsa um lífið og tilgang lífsins. Fólk segist ekki vera trúað, en í þessum aðstæðum byrjar maður að biðja bænir og er til í að reyna allt. Þarna var sameiginlegt mötuneyti með börnum sem voru langveik, með krabbamein og fleiri alvarlega sjúkdóma. Ég byrjaði að spjalla við þessi börn og það gaf mér bara annað sjónarhorn á lífið. Þetta er rosalega hverfult allt saman og maður veit aldrei hvenær eitthvað er gjörbreytt. Strákurinn kom út úr þessu hraustur og braggast mjög vel og mér fannst ég koma út úr þessarri viku mun hugrakkari og óhræddari. Þetta er stuttur tími sem við höfum á lífi og ég ákvað að bíða ekki lengur með að láta drauminn rætast og sagði upp vinnunni og stofnaði fyrirtæki.“ Fyrsta landið til að bjóða sálfræðiþjónustu fyrir alla Fyrirtæki Guðmundar, Life Keys, er þegar með tugþúsundir skjólstæðinga, sem nýta sér sálfræðiþjónustu í gegnum netið. Fyrirtækið er leiðand í stafrænum lausnum innan geðheilsu á Evrópumarkaði og er starfrækt í 11 Evrópulöndum. „Ég tel að Ísland geti verið fyrsta landið í heiminum sem býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir alla þegna landsins og fólk þurfi ekki að bíða langtímum saman. Til þess þarf samstarf á milli hins opinbera og einkageirans, en það eru að verða til lausnir á flóknum vandamálum sem ekki voru mögulegar hér áður fyrr. Það myndi vekja athygli um allan heim ef Ísland yrði fyrsta landið til að bjóða aðgengi að sálfræðingum fyrir alla. Netið mun ekki leysa vanda þeirra sem eru komnir í mjög erfið geðræn vandamál, en þegar kemur að vægari geðrænum vandamálum er hægt að nýta tæknina til hins ítrasta.“ Guðmundur segir ótrúlega möguleika felast í tækninni, en ekkert muni koma í staðinn fyrir raunverulegt fólk þegar kemur að geðheilsu. „Það bendir mjög margt til þess að samtöl við fagaðila í gegnum netið geti gefið mjög mikinn árangur. Hins vegar tel ég að það muni alltaf þurfa raunverulegt fólk. Sumir í þessum geira eru á því að gervigreind muni geta komið í stað sálfræðinga, en ég sé það ekki fyrir mér. En það þýðir ekki að tæknin geti ekki leyst alls kyns vandamál og aukið aðgengi fólks að sálfræðiþjónustu.“ Guðmundur og Sölvi ræða í þættinum um mikilvægi þess að þora að elta draumana og setja sér háleit markmið. Þeir fara í þættinum yfir þróun sálfræði og geðheilsu og hvaða lausnir gætu nýst best á komandi árum til að bæta vellíðan og geðheilsu fólks.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira