Mikilvægt að efla sameiginlegar norrænar almannavarnir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. október 2020 11:29 Oddný Harðardóttir er varaforseti Norðurlandaráðs. Vísir/Vilhelm Til stóð að setja stærsta pólitíska fund ársins á Norðurlöndunum í Hörpu í dag. Hátt í eitt þúsund þingmenn, ráðherrar og aðrir gestir voru væntanlegir til landsins á þing Norðurlandaráðs en dagskráin verður heldur umfangsminni sökum faraldursins. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar og varaforseti ráðsins, segir að fundirnir verðir rafrænir í ár og hefur fimmtán manna forsætisnefnd verið falið að afgreiða praktísk mál, líkt og að skipa forseta ráðsins fyrir næsta ár. Stærsti viðburður þingsins verða opnar umræður með Atonio Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna. Fundurinn, sem hefst klukkan sex á morgun, fer fram í gegnum netið og taka forsætisráðherrar Norðurlandanna og forsætisnefndin meðal annars þátt. Að sögn Oddnýjar stendur einna helst til að ræða heimsfaraldurinn og loftslagsmál. Þá verða verðlaun Norðurlandaráðs einnig afhent í Hörpu í morgun. Ekki verða gestir í salnum en afhendingunni verður sjónvarpað. Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunnar Sameinuðu þjóðanna.Vísir/EPA Oddný segir almannavarnir rauða þráðinn á fundinum í ár og hafa ráðherrar sem sjá um þann málaflokk í hverju ríki verið boðaðir á fundi. „Við ætlum að ræða hvernig við hefðum mátt starfa betur saman. Við samþykktum í fyrra stefnu í samfélagsöryggismálum og það var ekki búið að innleiða hana þegar heimsfaraldurinn skellur á. Þannig við munum tala mjög ákveðið fyrir henni,“ segir Oddný. „Það er mjög mikilvægt norrænu ríkin standi saman þegar hætta steðjar að og að við séum tilbúin með ferla um hvernig eigi að bregðast við henni. Þar má nefnda netógnir, matvælaöryggi, ofsafengna veðráttu og náttúruhamfarir.“ Hér að neðan má lesa stefnu Norðurlandaráðs um samfélagsöryggi sem samþykkt var í fyrra: Alþingi Utanríkismál Almannavarnir Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Til stóð að setja stærsta pólitíska fund ársins á Norðurlöndunum í Hörpu í dag. Hátt í eitt þúsund þingmenn, ráðherrar og aðrir gestir voru væntanlegir til landsins á þing Norðurlandaráðs en dagskráin verður heldur umfangsminni sökum faraldursins. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar og varaforseti ráðsins, segir að fundirnir verðir rafrænir í ár og hefur fimmtán manna forsætisnefnd verið falið að afgreiða praktísk mál, líkt og að skipa forseta ráðsins fyrir næsta ár. Stærsti viðburður þingsins verða opnar umræður með Atonio Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna. Fundurinn, sem hefst klukkan sex á morgun, fer fram í gegnum netið og taka forsætisráðherrar Norðurlandanna og forsætisnefndin meðal annars þátt. Að sögn Oddnýjar stendur einna helst til að ræða heimsfaraldurinn og loftslagsmál. Þá verða verðlaun Norðurlandaráðs einnig afhent í Hörpu í morgun. Ekki verða gestir í salnum en afhendingunni verður sjónvarpað. Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunnar Sameinuðu þjóðanna.Vísir/EPA Oddný segir almannavarnir rauða þráðinn á fundinum í ár og hafa ráðherrar sem sjá um þann málaflokk í hverju ríki verið boðaðir á fundi. „Við ætlum að ræða hvernig við hefðum mátt starfa betur saman. Við samþykktum í fyrra stefnu í samfélagsöryggismálum og það var ekki búið að innleiða hana þegar heimsfaraldurinn skellur á. Þannig við munum tala mjög ákveðið fyrir henni,“ segir Oddný. „Það er mjög mikilvægt norrænu ríkin standi saman þegar hætta steðjar að og að við séum tilbúin með ferla um hvernig eigi að bregðast við henni. Þar má nefnda netógnir, matvælaöryggi, ofsafengna veðráttu og náttúruhamfarir.“ Hér að neðan má lesa stefnu Norðurlandaráðs um samfélagsöryggi sem samþykkt var í fyrra:
Alþingi Utanríkismál Almannavarnir Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira