Fauci telur að bóluefni verði tilbúið fyrir árslok Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2020 19:46 Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, telur að bóluefni gegn kórónuveirunni geti verið tilbúið fyrir lok árs. Getty/Alex Edelman Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, telur að það verði komið á hreint fyrir árslok hvort bóluefni sem nú eru í þróun verði nothæf og virki gegn Covid-19 veirunni. Hann segir spurninguna þó vera, ef nothæft bóluefni verður tilbúið, hverjum eigi að gefa það fyrst og hvernig eigi að gefa það. Það sé ljóst að ekki verði hægt að bólusetja alla í einu. „Í desember verður sannarlega ekki til nóg af bóluefni til að bólusetja alla. Við munum þurfa að bíða í nokkra mánuði af næsta ári. Það sem hefur hins vegar verið gert er að það hefur verið forgangsraðað, þannig að einstaklingar líkt og heilbrigðisstarfsmenn verða líklegast þeir sem fá fyrstir bóluefnið,“ sagði Fauci í viðtali hjá breska ríkisútvarpinu. Næstir til að verða bólusettir verði svo líklega þeir sem eru í áhættuhópum. Hann telur að bólusetning þessara fyrstu hópa geti hafist í lok árs eða á fyrstu mánuðum 2021. „En þegar við tölum um að bólusetja nægilega stóran hóp fólks til þess að það hafi áhrif á þróun faraldursins tekst það að öllum líkindum ekki fyrr en seint á næsta ári,“ sagði Fauci. Átta bóluefni gegn Covid-19 eru nú á lokastigi prófana á heimsvísu. Sérfræðingar hafa sagt að fýsilegast væri ef bóluefnið myndi mótefni gegn kórónuveirunni hjá um 70 prósentum bólusettra. Aldrei megi minna en 50% bólusettra mynda mótefni við veirunni. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ætluðu að gefa jólasveinum forgang að bóluefni fyrir áróðursherferð Heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna hefur snarlega hætt við margra milljóna dollara opinbera kynningarherferð sem átti að vekja von á meðal almennings í kórónuveirufaraldrinum. 25. október 2020 14:33 Kappræður Trump og Biden: Biden talaði um veiruna en Trump um spillingu Trump lýsti sjálfan sig „minnsta rasistann“ á staðnum og hélt uppi hörðum en óljósum ásökunum um að Biden væri spilltur í síðustu kappræðum forsetaframbjóðendanna í nótt. 23. október 2020 04:30 Næðum ekki hjarðónæmi án alvarlegra afleiðinga Hjarðónæmi við kórónuveirunni næst ekki án alvarlegra afleiðinga og enginn vísindalegur rökstuðningur hefur verið settur fram fyrir hugmyndum um að aflétta sóttvarnaaðgerðum og treysta á náttúrulegt hjarðónæmi, að sögn íslenskra sérfræðinga. 21. október 2020 07:01 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, telur að það verði komið á hreint fyrir árslok hvort bóluefni sem nú eru í þróun verði nothæf og virki gegn Covid-19 veirunni. Hann segir spurninguna þó vera, ef nothæft bóluefni verður tilbúið, hverjum eigi að gefa það fyrst og hvernig eigi að gefa það. Það sé ljóst að ekki verði hægt að bólusetja alla í einu. „Í desember verður sannarlega ekki til nóg af bóluefni til að bólusetja alla. Við munum þurfa að bíða í nokkra mánuði af næsta ári. Það sem hefur hins vegar verið gert er að það hefur verið forgangsraðað, þannig að einstaklingar líkt og heilbrigðisstarfsmenn verða líklegast þeir sem fá fyrstir bóluefnið,“ sagði Fauci í viðtali hjá breska ríkisútvarpinu. Næstir til að verða bólusettir verði svo líklega þeir sem eru í áhættuhópum. Hann telur að bólusetning þessara fyrstu hópa geti hafist í lok árs eða á fyrstu mánuðum 2021. „En þegar við tölum um að bólusetja nægilega stóran hóp fólks til þess að það hafi áhrif á þróun faraldursins tekst það að öllum líkindum ekki fyrr en seint á næsta ári,“ sagði Fauci. Átta bóluefni gegn Covid-19 eru nú á lokastigi prófana á heimsvísu. Sérfræðingar hafa sagt að fýsilegast væri ef bóluefnið myndi mótefni gegn kórónuveirunni hjá um 70 prósentum bólusettra. Aldrei megi minna en 50% bólusettra mynda mótefni við veirunni.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ætluðu að gefa jólasveinum forgang að bóluefni fyrir áróðursherferð Heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna hefur snarlega hætt við margra milljóna dollara opinbera kynningarherferð sem átti að vekja von á meðal almennings í kórónuveirufaraldrinum. 25. október 2020 14:33 Kappræður Trump og Biden: Biden talaði um veiruna en Trump um spillingu Trump lýsti sjálfan sig „minnsta rasistann“ á staðnum og hélt uppi hörðum en óljósum ásökunum um að Biden væri spilltur í síðustu kappræðum forsetaframbjóðendanna í nótt. 23. október 2020 04:30 Næðum ekki hjarðónæmi án alvarlegra afleiðinga Hjarðónæmi við kórónuveirunni næst ekki án alvarlegra afleiðinga og enginn vísindalegur rökstuðningur hefur verið settur fram fyrir hugmyndum um að aflétta sóttvarnaaðgerðum og treysta á náttúrulegt hjarðónæmi, að sögn íslenskra sérfræðinga. 21. október 2020 07:01 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Ætluðu að gefa jólasveinum forgang að bóluefni fyrir áróðursherferð Heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna hefur snarlega hætt við margra milljóna dollara opinbera kynningarherferð sem átti að vekja von á meðal almennings í kórónuveirufaraldrinum. 25. október 2020 14:33
Kappræður Trump og Biden: Biden talaði um veiruna en Trump um spillingu Trump lýsti sjálfan sig „minnsta rasistann“ á staðnum og hélt uppi hörðum en óljósum ásökunum um að Biden væri spilltur í síðustu kappræðum forsetaframbjóðendanna í nótt. 23. október 2020 04:30
Næðum ekki hjarðónæmi án alvarlegra afleiðinga Hjarðónæmi við kórónuveirunni næst ekki án alvarlegra afleiðinga og enginn vísindalegur rökstuðningur hefur verið settur fram fyrir hugmyndum um að aflétta sóttvarnaaðgerðum og treysta á náttúrulegt hjarðónæmi, að sögn íslenskra sérfræðinga. 21. október 2020 07:01