Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason áttu báðir virkilega góðan leik er Valencia vann níu stiga sigur á Zaragoza, 93-84, í spænska boltanum í dag.
Zaragoza hafði yfirhöndina í fyrri hálfleik og þeir voru sextán stigum yfir er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, 55-39.
Valencia náði hægt og rólega að vinna sig inn í leikinn en munurinn var enn tólf stig fyrir fjórða leikhlutann. Þá stigu hins vegar heimamenn í Valencia á bensíngjöfina.
Hálfleikur. Tölfræði Tryggva:
— Kjartan Atli (@kjartansson4) October 24, 2020
10 stig
7 fráköst
2 stoðsendingar
1 varið skot
12:46 mínútur
5/5 í skotum.
Þeir unnu síðasta leikhlutann 31-10 og leikinn að lokum með níu stiga mun. Lokatölur 93-84.
Íslendingarnir báðir áttu góðan leik. Martin skoraði sextán stig, tók þrjú fráköst og gaf tvær stoðsendingar fyrir Valencia.
Tryggvi Snær Hlinason skoraði ellefu stig, hitti úr öllum fimm skotum sínum í opnum leik og tók níu fráköst.
Incredible Martin Hermannsson @hermannsson15 scored 16 points in 22 minutes with 4/5 FG to lead @valenciabasket to a massive come back win against @CasademontZGZ in @ACBCOM with an amazing +23 with him on the court @TangramSports
— Christos Lazarou (@ChristosLazarou) October 24, 2020