Spellvirkjar skildu eftir sig eyðileggingu og brennivínsflöskur í Guðmundarlundi Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2020 14:36 Skemmdarvargarnir rifu upp járntunnur og flöttu þær út. Skógræktarfélag Kópavogs Miklar skemmdir voru unnar á aðstöðu á útivistarsvæðinu Guðmundarlundi í Kópavogi í nótt. Rústuðu skemmdarvargarnir meðal annars klósetti, brutu bekki og rifu upp þungar öskutunnur. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs segist telja að „einhvers konar óþroski“ hafi verið á ferðinni. Guðmundarlundur fyrir ofan Kórahverfi í Kópavogi er eitt fjölsóttasta útivistarsvæðið á höfuðborgarsvæðinu. Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs, segir að þegar fjölskyldu sem ætlaði að njóta útivistar bar þar að garði í morgun hafi allt verið úti í glerbrotum og viðbjóði. Spellvirkjarnir réðust meðal annars á öskutunnur úr þykku járni og sléttu úr þeim, að sögn Kristins. „Það hafa verið á ferð kraftmiklir menn því það þarf dálítið mikil átök til þess að skemma svona tunnur. Öskutunnurnar eru úr hnausþykku járni og boltaðar ofan í hellur. Þeir velta upp fjórum sinnum fjórum þykkum hellum þannig að þetta eru gríðarleg átök sem áttu sér stað þarna,“ segir hann við Vísi. Borð hlutu ekki náð fyrir augum skemmdarskrínanna.Skógræktarfélag KópavogsTöluvert virðist hafa fengið á þegar einhver eða einhverjir fóru um með eyðileggingarhendi í Guðmundarlundi í nótt.Skógræktarfélag KópavogsKlósettum í Guðmundarlundi var rústað.Skógræktarfélag KópavogsRúður vorur brotnar á gámaklósetti.Skógræktarfélag Kópavogs Mennirnir brutu bekk og borð, mölvuðu klósett, slitu krana, eyðilögðu innvols í vatnskössum og brutu rúður í gámaklósettum á svæðinu. „Svo voru bara brennivíns- og bjórflöskur og ýmislegt,“ segir Kristinn. Lögreglu hefur verið tilkynnt um skemmdarverkin og segir Kristinn að nú sé farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum. „Þetta er ekki á hverjum degi sem þetta gerist en það eru þó af og til alltaf einhverjar skemmdir. En þetta var náttúrulega alveg sorglega mikið í morgun eða nótt eða hvenær sem þeir hafa verið,“ segir hann. Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Miklar skemmdir voru unnar á aðstöðu á útivistarsvæðinu Guðmundarlundi í Kópavogi í nótt. Rústuðu skemmdarvargarnir meðal annars klósetti, brutu bekki og rifu upp þungar öskutunnur. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs segist telja að „einhvers konar óþroski“ hafi verið á ferðinni. Guðmundarlundur fyrir ofan Kórahverfi í Kópavogi er eitt fjölsóttasta útivistarsvæðið á höfuðborgarsvæðinu. Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs, segir að þegar fjölskyldu sem ætlaði að njóta útivistar bar þar að garði í morgun hafi allt verið úti í glerbrotum og viðbjóði. Spellvirkjarnir réðust meðal annars á öskutunnur úr þykku járni og sléttu úr þeim, að sögn Kristins. „Það hafa verið á ferð kraftmiklir menn því það þarf dálítið mikil átök til þess að skemma svona tunnur. Öskutunnurnar eru úr hnausþykku járni og boltaðar ofan í hellur. Þeir velta upp fjórum sinnum fjórum þykkum hellum þannig að þetta eru gríðarleg átök sem áttu sér stað þarna,“ segir hann við Vísi. Borð hlutu ekki náð fyrir augum skemmdarskrínanna.Skógræktarfélag KópavogsTöluvert virðist hafa fengið á þegar einhver eða einhverjir fóru um með eyðileggingarhendi í Guðmundarlundi í nótt.Skógræktarfélag KópavogsKlósettum í Guðmundarlundi var rústað.Skógræktarfélag KópavogsRúður vorur brotnar á gámaklósetti.Skógræktarfélag Kópavogs Mennirnir brutu bekk og borð, mölvuðu klósett, slitu krana, eyðilögðu innvols í vatnskössum og brutu rúður í gámaklósettum á svæðinu. „Svo voru bara brennivíns- og bjórflöskur og ýmislegt,“ segir Kristinn. Lögreglu hefur verið tilkynnt um skemmdarverkin og segir Kristinn að nú sé farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum. „Þetta er ekki á hverjum degi sem þetta gerist en það eru þó af og til alltaf einhverjar skemmdir. En þetta var náttúrulega alveg sorglega mikið í morgun eða nótt eða hvenær sem þeir hafa verið,“ segir hann.
Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira