Fordómar og COVID Eybjörg Hauksdóttir skrifar 23. október 2020 15:01 Í fyrstu bylgju COVID faraldursins varð um helmingur allra dauðsfalla í Evrópu inni á hjúkrunarheimilum og langlegustofnunum. Sá hópur eldri borgara sem þar býr, var skilinn eftir afskiptalaus og óvarinn af yfirvöldum. Ekki nóg með það heldur berast nú fregnir af því að í Svíþjóð hafi læknisþjónusta m.a.s. verið tekin af þessum hóp aldraðra með markvissum hætti og þeim meinaður aðgangur að spítalanum í samræmi við opinber fyrirmæli stjórnvalda í Stokkhólmi. Væntanlega hefur ætlunin verið að geyma plássið handa yngra fólki. Mikil umræða er um það innan öldrunarþjónustunnar að COVID faraldurinn hafi að mörgu leyti afhjúpað þá öldrunarfordóma sem eru til staðar í vestrænum samfélögum. Þeir fordómar eru einnig innan heilbrigðisþjónustunnar og gagnvart öldrunarþjónustu almennt. Hér á Íslandi virðast þessir fordómar birtast með öðrum hætti. Hérlendis komu upp sáralítið af smitum inni á öldrunarstofnunum í fyrstu bylgju faraldursins, m.a. vegna mikils dugnaðar og árverkni starfsfólks í öldrunarþjónustu. Starfsfólk, íbúar og aðstandendur lögðust á eitt til að verja þjónustuna. En hvað svo? Mikill kostnaður varð til vegna hólfaskiptingar á hjúkrunarheimilum, sóttkví starfsmanna, sóttvarna o.fl. en engar viðbótargreiðslur bárust til heimilanna. Þvert á móti fengu mörg hjúkrunarheimili lægri tekjur en í venjulegu árferði, þar sem nýting hjúkrunarrýma datt niður vegna COVID og ríkið sparaði sér greiðslur til hjúkrunarheimilanna. Ríkið greiddi sérstakar álagsgreiðslur til heilbrigðisstarfsfólks en bara á opinberum heilbrigðisstofnunum, ekki á hjúkrunarheimilum. Heimilin takast nú á við þriðju bylgju faraldursins löskuð og sum hver komin að þrotum fjárhagslega. Fjárlög ársins 2021 hafa nú verið lögð fram. Fjórða árið í röð er ,,aðhaldskrafa“ á rekstrarfé hjúkrunarheimilanna. Öll svið heilbrigðisþjónustunnar, nema öldrunarþjónusta og endurhæfing, hafa undanfarin ár fengið hluta af ,,góðærinu“. Fengið nauðsynlegt viðbótarfjármagn til að styrkja reksturinn, koma til móts við erfiðleika við mönnun, bæta þjónustuna o.frv. En ekki öldrunarþjónustan. Landssamband eldri borgara segir að öldrunarfordómar séu rótgrónir í samfélaginu okkar og þá sé víða að finna. Er þá kannski líka að finna í fjárlagafrumvörpum ? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Í fyrstu bylgju COVID faraldursins varð um helmingur allra dauðsfalla í Evrópu inni á hjúkrunarheimilum og langlegustofnunum. Sá hópur eldri borgara sem þar býr, var skilinn eftir afskiptalaus og óvarinn af yfirvöldum. Ekki nóg með það heldur berast nú fregnir af því að í Svíþjóð hafi læknisþjónusta m.a.s. verið tekin af þessum hóp aldraðra með markvissum hætti og þeim meinaður aðgangur að spítalanum í samræmi við opinber fyrirmæli stjórnvalda í Stokkhólmi. Væntanlega hefur ætlunin verið að geyma plássið handa yngra fólki. Mikil umræða er um það innan öldrunarþjónustunnar að COVID faraldurinn hafi að mörgu leyti afhjúpað þá öldrunarfordóma sem eru til staðar í vestrænum samfélögum. Þeir fordómar eru einnig innan heilbrigðisþjónustunnar og gagnvart öldrunarþjónustu almennt. Hér á Íslandi virðast þessir fordómar birtast með öðrum hætti. Hérlendis komu upp sáralítið af smitum inni á öldrunarstofnunum í fyrstu bylgju faraldursins, m.a. vegna mikils dugnaðar og árverkni starfsfólks í öldrunarþjónustu. Starfsfólk, íbúar og aðstandendur lögðust á eitt til að verja þjónustuna. En hvað svo? Mikill kostnaður varð til vegna hólfaskiptingar á hjúkrunarheimilum, sóttkví starfsmanna, sóttvarna o.fl. en engar viðbótargreiðslur bárust til heimilanna. Þvert á móti fengu mörg hjúkrunarheimili lægri tekjur en í venjulegu árferði, þar sem nýting hjúkrunarrýma datt niður vegna COVID og ríkið sparaði sér greiðslur til hjúkrunarheimilanna. Ríkið greiddi sérstakar álagsgreiðslur til heilbrigðisstarfsfólks en bara á opinberum heilbrigðisstofnunum, ekki á hjúkrunarheimilum. Heimilin takast nú á við þriðju bylgju faraldursins löskuð og sum hver komin að þrotum fjárhagslega. Fjárlög ársins 2021 hafa nú verið lögð fram. Fjórða árið í röð er ,,aðhaldskrafa“ á rekstrarfé hjúkrunarheimilanna. Öll svið heilbrigðisþjónustunnar, nema öldrunarþjónusta og endurhæfing, hafa undanfarin ár fengið hluta af ,,góðærinu“. Fengið nauðsynlegt viðbótarfjármagn til að styrkja reksturinn, koma til móts við erfiðleika við mönnun, bæta þjónustuna o.frv. En ekki öldrunarþjónustan. Landssamband eldri borgara segir að öldrunarfordómar séu rótgrónir í samfélaginu okkar og þá sé víða að finna. Er þá kannski líka að finna í fjárlagafrumvörpum ? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun