Ísland farið af „gráa listanum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. október 2020 13:41 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra boðaði til blaðamannafundar vegna málsins klukkan 13:30 í dag. Vísir/vilhelm Ísland hefur verið fjarlægt af svokölluðum „gráum lista“ FATF, alþjóðlegs fjármálaaðgerðahóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þetta var ákveðið á aðalfundi hópsins í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins en Ísland var sett á listann í október í fyrra. Í tilkynningu segir að ákvörðunin hafi verið tekin í kjölfar vettvangsathugunar hér á landi í lok september. Þar hafi sérfræðingar FATF staðfest að lokið hefði verið „með fullnægjandi hætti við þær aðgerðir sem Íslandi var gert að grípa til í því skyni að komast af umræddum lista.“ „Við sama tilefni var jafnframt staðreynt af hálfu umræddra sérfæðinga að til staðar væri ríkur pólitískur vilji hjá íslenskum stjórnvöldum til að halda áfram vinnu við að styrkja varnir Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka,“ segir í tilkynningu. Haft er eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í tilkynningu að lyft hafi verið grettistaki í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka undanfarin tvö ár. Þá færir hún öllum sem komið hafa að því að fá Ísland af listanum þakkir og hamingjuóskir í tilefni dagsins. Ísland var sett á listann í október í fyrra og var málið litið alvarlegum augum af stjórnvöldum. Strax var tekið fram af þeirra hálfu að unnið hefði verið, og yrði áfram, ötullega að því að bæta varnir gegn peningaþvætti hér á landi. Þegar ljóst var að Ísland yrði mögulega sett á listann gaf dómsmálaráðherra út að það yrði vonandi aðeins til skamms tíma, sem varð raunin. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Vonar að Ísland komist af „gráa listanum“ Alþjóðlegur starfshópur sem vinnur gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, FATF-hópurinn svokallaði, mun koma saman á föstudag. 21. október 2020 06:46 Ísland lokið aðgerðum til þess að komast af gráa listanum Ísland hefur lokið aðgerðum sínum sem farið var í vegna flokkunar Íslands á gráa lista FATF yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka 24. júní 2020 17:35 Ísland áfram á gráa listanum Ísland verður áfram á gráum peningaþvættislista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) fram í júní hið minnsta. 24. febrúar 2020 14:29 Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Ísland hefur verið fjarlægt af svokölluðum „gráum lista“ FATF, alþjóðlegs fjármálaaðgerðahóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þetta var ákveðið á aðalfundi hópsins í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins en Ísland var sett á listann í október í fyrra. Í tilkynningu segir að ákvörðunin hafi verið tekin í kjölfar vettvangsathugunar hér á landi í lok september. Þar hafi sérfræðingar FATF staðfest að lokið hefði verið „með fullnægjandi hætti við þær aðgerðir sem Íslandi var gert að grípa til í því skyni að komast af umræddum lista.“ „Við sama tilefni var jafnframt staðreynt af hálfu umræddra sérfæðinga að til staðar væri ríkur pólitískur vilji hjá íslenskum stjórnvöldum til að halda áfram vinnu við að styrkja varnir Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka,“ segir í tilkynningu. Haft er eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í tilkynningu að lyft hafi verið grettistaki í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka undanfarin tvö ár. Þá færir hún öllum sem komið hafa að því að fá Ísland af listanum þakkir og hamingjuóskir í tilefni dagsins. Ísland var sett á listann í október í fyrra og var málið litið alvarlegum augum af stjórnvöldum. Strax var tekið fram af þeirra hálfu að unnið hefði verið, og yrði áfram, ötullega að því að bæta varnir gegn peningaþvætti hér á landi. Þegar ljóst var að Ísland yrði mögulega sett á listann gaf dómsmálaráðherra út að það yrði vonandi aðeins til skamms tíma, sem varð raunin.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Vonar að Ísland komist af „gráa listanum“ Alþjóðlegur starfshópur sem vinnur gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, FATF-hópurinn svokallaði, mun koma saman á föstudag. 21. október 2020 06:46 Ísland lokið aðgerðum til þess að komast af gráa listanum Ísland hefur lokið aðgerðum sínum sem farið var í vegna flokkunar Íslands á gráa lista FATF yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka 24. júní 2020 17:35 Ísland áfram á gráa listanum Ísland verður áfram á gráum peningaþvættislista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) fram í júní hið minnsta. 24. febrúar 2020 14:29 Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Vonar að Ísland komist af „gráa listanum“ Alþjóðlegur starfshópur sem vinnur gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, FATF-hópurinn svokallaði, mun koma saman á föstudag. 21. október 2020 06:46
Ísland lokið aðgerðum til þess að komast af gráa listanum Ísland hefur lokið aðgerðum sínum sem farið var í vegna flokkunar Íslands á gráa lista FATF yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka 24. júní 2020 17:35
Ísland áfram á gráa listanum Ísland verður áfram á gráum peningaþvættislista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) fram í júní hið minnsta. 24. febrúar 2020 14:29