Segja fámennt í samtökunum en aðhaldið nauðsynlegt Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2020 14:30 Hjörvar Hafliðason og Þorkell Máni Pétursson ræddu ýmislegt í Pepsi Max stúkunni í gærkvöld. stöð 2 sport Formaður Leikmannasamtaka Íslands hefur gagnrýnt stjórn KSÍ fyrir að hafa leikmenn ekki með í ráðum. Sérfræðingar Pepsi Max stúkunnar segja samtökin þurfa að vera sterk en hins vegar séu fáir leikmenn úr efstu deild karla meðlimir. Formaður samtakanna, Arnar Sveinn Geirsson, gagnrýndi KSÍ í vikunni fyrir að taka ákvörðun um framhald Íslandsmótsins án alls samráðs við leikmenn. Hann gagnrýndi KSÍ einnig í sumar þegar sóttvarnareglur sambandsins voru settar án samráðs við leikmenn, en þar er leikmönnum meðal annars uppálagt að halda sig fjarri fjölmenni og forðast það að fara í verslanir og á veitingastaði. Þá líkt og nú talaði Arnar fyrir daufum eyrum. "Við stöndum saman þegar á reynir og látum úrslitin ráðast á vellinum ef mögulegt er." - svona lýkur yfirlýsingu frá stjórn KSÍ varðandi ákvörðun KSÍ um að klára mótin. Hverjir eru þetta sem eru að standa saman? Til hvaða aðila var leitað til þess að komast að þessari niðurstöðu?— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) October 21, 2020 Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Pepsi Max stúkunnar, velti fyrir sér styrk samtakanna. Hann fékk þær upplýsingar frá framkvæmdastjóra leikmannasamtakanna, Kristni Björgúlfssyni, að 181 leikmaður úr efstu deild karla væri í samtökunum. Aðeins 0-5 leikmenn úr hverju liði í samtökunum? Tólf félög eru í deildinni og því ættu að meðaltali 15 leikmenn úr hverju félagi að vera í samtökunum. Það rímar engan veginn við upplýsingar Guðmundar og Hjörvars Hafliðasonar úr liðunum: „Nú er ég búinn að tala við meira en helminginn af liðunum, þar sem ég hef fengið upplýsingar um það að það eru 0-5 leikmenn í hverjum leikmannahópi í samtökunum. Mest hef ég fengið fimm leikmenn í einum leikmannahópi sem segja „já, ég er í samtökunum“. Ég skil ekki af hverju þessar tölur fara ekki saman,“ sagði Guðmundur, og bætti við: Arnar Sveinn Geirsson er formaður Leikmannasamtaka Íslands og leikmaður Fylkis. „Ég velti fyrir mér því samtökin eru mjög hávær, eða Arnar Sveinn er alla vega víða og mikið að velta fyrir sér af hverju leikmenn fái ekkert að segja um þetta, en það virðist ekki vera mikill áhugi hjá leikmönnum að vera í samtökunum.“ Arnar gert fína hluti og veitt aðhald Hjörvar tók í sama streng: „Ég tók svipuð símtöl og það eru hreinar línur miðað við þau samtöl að það eru ekki margir leikmenn í þessum samtökum. En ég held að það megi hins vegar ekki gera lítið úr þessum vinkli. Arnar er að gera fína hluti og veita ákveðið aðhald, því ég er alveg sammála Arnari með að þetta er mjög erfitt fyrir leikmenn, og fyrir þjálfara líka.“ Þorkell Máni Pétursson benti á að Arnar Sveinn hefði nú væntanlega ekki tekið það upp alfarið hjá sjálfum sér að setja út á það að mótið héldi áfram, án samráðs við leikmenn: „Arnar Sveinn er klárlega að tala um þessi mál vegna þess að einhverjir hafa samband við hann. Það eru einhverjir leikmenn sem vilja ekki spila eða eru hræddir við það. Við sjáum yfirlýsingar frá liðum úti á landi sem eru beinlínis hrædd við að koma til Reykjavíkur,“ sagði Máni. „Þið megið ekki misskilja mig. Leikmannasamtök eiga að vera til staðar, og vera sterk,“ sagði Guðmundur, og Máni bætti við: „Og auðvitað á að ræða þetta mál við þau líka. Ef þau eru með 181 meðlim þá hefði alltaf verið ástæða til að ræða við þau um hvernig ætti að starta þessu móti.“ Klippa: Pepsi Max stúkan: Umræða um leikmannasamtökin Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Formaður Leikmannasamtaka Íslands hefur gagnrýnt stjórn KSÍ fyrir að hafa leikmenn ekki með í ráðum. Sérfræðingar Pepsi Max stúkunnar segja samtökin þurfa að vera sterk en hins vegar séu fáir leikmenn úr efstu deild karla meðlimir. Formaður samtakanna, Arnar Sveinn Geirsson, gagnrýndi KSÍ í vikunni fyrir að taka ákvörðun um framhald Íslandsmótsins án alls samráðs við leikmenn. Hann gagnrýndi KSÍ einnig í sumar þegar sóttvarnareglur sambandsins voru settar án samráðs við leikmenn, en þar er leikmönnum meðal annars uppálagt að halda sig fjarri fjölmenni og forðast það að fara í verslanir og á veitingastaði. Þá líkt og nú talaði Arnar fyrir daufum eyrum. "Við stöndum saman þegar á reynir og látum úrslitin ráðast á vellinum ef mögulegt er." - svona lýkur yfirlýsingu frá stjórn KSÍ varðandi ákvörðun KSÍ um að klára mótin. Hverjir eru þetta sem eru að standa saman? Til hvaða aðila var leitað til þess að komast að þessari niðurstöðu?— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) October 21, 2020 Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Pepsi Max stúkunnar, velti fyrir sér styrk samtakanna. Hann fékk þær upplýsingar frá framkvæmdastjóra leikmannasamtakanna, Kristni Björgúlfssyni, að 181 leikmaður úr efstu deild karla væri í samtökunum. Aðeins 0-5 leikmenn úr hverju liði í samtökunum? Tólf félög eru í deildinni og því ættu að meðaltali 15 leikmenn úr hverju félagi að vera í samtökunum. Það rímar engan veginn við upplýsingar Guðmundar og Hjörvars Hafliðasonar úr liðunum: „Nú er ég búinn að tala við meira en helminginn af liðunum, þar sem ég hef fengið upplýsingar um það að það eru 0-5 leikmenn í hverjum leikmannahópi í samtökunum. Mest hef ég fengið fimm leikmenn í einum leikmannahópi sem segja „já, ég er í samtökunum“. Ég skil ekki af hverju þessar tölur fara ekki saman,“ sagði Guðmundur, og bætti við: Arnar Sveinn Geirsson er formaður Leikmannasamtaka Íslands og leikmaður Fylkis. „Ég velti fyrir mér því samtökin eru mjög hávær, eða Arnar Sveinn er alla vega víða og mikið að velta fyrir sér af hverju leikmenn fái ekkert að segja um þetta, en það virðist ekki vera mikill áhugi hjá leikmönnum að vera í samtökunum.“ Arnar gert fína hluti og veitt aðhald Hjörvar tók í sama streng: „Ég tók svipuð símtöl og það eru hreinar línur miðað við þau samtöl að það eru ekki margir leikmenn í þessum samtökum. En ég held að það megi hins vegar ekki gera lítið úr þessum vinkli. Arnar er að gera fína hluti og veita ákveðið aðhald, því ég er alveg sammála Arnari með að þetta er mjög erfitt fyrir leikmenn, og fyrir þjálfara líka.“ Þorkell Máni Pétursson benti á að Arnar Sveinn hefði nú væntanlega ekki tekið það upp alfarið hjá sjálfum sér að setja út á það að mótið héldi áfram, án samráðs við leikmenn: „Arnar Sveinn er klárlega að tala um þessi mál vegna þess að einhverjir hafa samband við hann. Það eru einhverjir leikmenn sem vilja ekki spila eða eru hræddir við það. Við sjáum yfirlýsingar frá liðum úti á landi sem eru beinlínis hrædd við að koma til Reykjavíkur,“ sagði Máni. „Þið megið ekki misskilja mig. Leikmannasamtök eiga að vera til staðar, og vera sterk,“ sagði Guðmundur, og Máni bætti við: „Og auðvitað á að ræða þetta mál við þau líka. Ef þau eru með 181 meðlim þá hefði alltaf verið ástæða til að ræða við þau um hvernig ætti að starta þessu móti.“ Klippa: Pepsi Max stúkan: Umræða um leikmannasamtökin
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira