„Við erum dottin inn í aðeins rólegra tímabil í hrinunni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. október 2020 07:37 Upptök skjálftans á þriðjudag, sem mældist 5,6, voru á Núphlíðarhálsi, skammt frá Krýsuvík. Vísir/Vilhelm Um 2.300 eftirskjálftar hafa mælst í kjölfar stórs jarðskjálfta sem varð á Núphlíðarhálsi á Reykjanesskaga á þriðjudag. Þar hafa um þrjátíu skjálftar verið yfir þrír að stærð en töluvert hefur nú dregið úr skjálftavirkninni á svæðinu. Þannig mældust í nótt um sextíu jarðskjálftar um land allt og var um helmingurinn úti á Reykjanesi að sögn Einars Bessa Gestssonar, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Það eru mun færri skjálftar en mældust á svæðinu í fyrrinótt og nóttina þar á undan. „Við erum dottin inn í aðeins rólegra tímabil í hrinunni,“ segir Einar Bessi. Hann bendir þó á að virknin geti hæglega tekið sig upp aftur, eins og sést hafi til dæmis á Tjörnesbrotabeltinu í sumar og á Reykjanesskaganum nánast allt þetta ár. „Þannig að það eru ennþá allar viðvaranir og tilmæli í gildi sem við höfum gefið út,“ segir Einar Bessi. Óstöðugleiki sé á Reykjanesskaganum eftir þessa hrinu. „Þótt það hafi róast núna í nótt og svolítið í gær miðað við dagana á undan þá er ekkert útilokað að það byrji aftur svona meiri virkni, að hún taki sig aftur upp. Svo getur þetta líka dáið út en það er bara miklu betra að fólk hafi varann á heldur en ekki.“ Þannig er enn varað við aukinni hættu á grjóthruni úr bröttum hlíðum á Reykjanesskaga og er ferðafólk beðið að sýna sérstaka aðgát undir bröttum hlíðum. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Sjá meira
Um 2.300 eftirskjálftar hafa mælst í kjölfar stórs jarðskjálfta sem varð á Núphlíðarhálsi á Reykjanesskaga á þriðjudag. Þar hafa um þrjátíu skjálftar verið yfir þrír að stærð en töluvert hefur nú dregið úr skjálftavirkninni á svæðinu. Þannig mældust í nótt um sextíu jarðskjálftar um land allt og var um helmingurinn úti á Reykjanesi að sögn Einars Bessa Gestssonar, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Það eru mun færri skjálftar en mældust á svæðinu í fyrrinótt og nóttina þar á undan. „Við erum dottin inn í aðeins rólegra tímabil í hrinunni,“ segir Einar Bessi. Hann bendir þó á að virknin geti hæglega tekið sig upp aftur, eins og sést hafi til dæmis á Tjörnesbrotabeltinu í sumar og á Reykjanesskaganum nánast allt þetta ár. „Þannig að það eru ennþá allar viðvaranir og tilmæli í gildi sem við höfum gefið út,“ segir Einar Bessi. Óstöðugleiki sé á Reykjanesskaganum eftir þessa hrinu. „Þótt það hafi róast núna í nótt og svolítið í gær miðað við dagana á undan þá er ekkert útilokað að það byrji aftur svona meiri virkni, að hún taki sig aftur upp. Svo getur þetta líka dáið út en það er bara miklu betra að fólk hafi varann á heldur en ekki.“ Þannig er enn varað við aukinni hættu á grjóthruni úr bröttum hlíðum á Reykjanesskaga og er ferðafólk beðið að sýna sérstaka aðgát undir bröttum hlíðum.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Sjá meira