„Eitthvað sem er ekki mér að kenna“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. október 2020 19:13 Birna og Kristófer eiga von á dreng í næstu viku. Þeim þykir ákvörðun um að neita þeim um lengingu fæðingarorlofsgreiðslna óskiljanlega, enda sé neitunin tilkomin vegna aðgerða stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum. Vísir/Sigurjón Þunguð kona gagnrýnir Fæðingarorlofssjóð fyrir að neita sér um veikindagreiðslur á grundvelli þess að hún hafi ekki verið í vinnu í apríl. Ástæðan fyrir því að hún fékk ekki tekjur í apríl var fyrirskipun stjórnvalda um að loka hárgreiðslustofum, hvar hún starfaði þar til hertar sóttvarnarreglur tóku gildi. Hún hefði fengið greitt úr sjóðnum ef stofunni hefði ekki verið gert að loka. Birna Bergsdóttir er gengin þrjátíu og níu vikur af öðru barni sínu. Hún starfaði á hárgreiðslustofu með fram námi, eða allt þar til hárgreiðslustofum var fyrirskipað að loka í kórónuveirufaraldrinum. Eftir það fór grindargliðnun að gera vart við sig og Birna gat því ekki snúið aftur til starfa. Hún óskaði því eftir lengingu greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði en var hafnað á grundvelli þess að hún fékk ekki laun í apríl. Ástæðan fyrir því að hún fékk ekki laun í apríl var fyrirskipuð lokun hárgreiðslustofa. „Þetta er óréttlátt af því að ástæðan fyrir því að ég fékk neitun var af því að stofunum var lokað, þannig að ef Covid hefði ekki verið þá hefðu stofurnar verið opnar, ég verið að vinna og líklegast hefði ég fengið þennan styrk frá Fæðingarorlofssjóði,“ segir Birna. „En þau neituðu af því að það voru engar tekjur hjá mér. Sem er eitthvað sem er ekki mér að kenna.“ Auður Harðardóttir, móðir Birnu, hefur verið henni innan handar í samskiptum við Vinnumálastofnun og Fæðingarorlofssjóð. Hún hefur sent inn fjölda gagna, veikindavottorð, staðfestingu á hvers vegna Birna var ekki störf og svo mætti lengi telja. „Okkur var bara sagt að þrátt fyrir þessar skýringar þá hafi hún ekki verið með laun í apríl. Computer says no,“ segir Auður. Birna hefur reynt að fá ákvörðuninni hnekkt, en fær alltaf sama svarið: Viðbótargögnin breyta ekki fyrri afgreiðslu. Til að eiga rétt á lengingu þarf viðkomandi að vera í að minnsta kosti 25 prósent starfi síðustu sex mánuði áður en lenging getur hafist. Hún lét einnig reyna á hlutabótaleiðina en starfshlutfallið dugði ekki til að hún ætti rétt á bótum. Birna og barnsfaðir hennar, Kristófer Svavarsson, hafa þar af leiðandi verið tekjulaus undanfarna tvo mánuði, en Kristófer er sjálfur námsmaður. „Það er bara óþægilegt að vera tekjulaus. Það veldur manni áhyggjum og stressi. Óþarfa stressi. Þetta er bara eins og þetta sé leikur hjá þeim. Þangað til þú gefst upp. Og þá eru þau í rauninni búin að vinna,“ segir Kristófer. Bæði eru þau þó afar þakklát fyrir sitt bakland. „Þetta væri ekkert hægt nema því við erum með gott stuðningsnet en fullt af fólki hefur það náttúrlega ekki. Ég veit ekki hvað við myndum gera ef við hefðum ekki hjálp. Þá hefðum við ekkert,“ segir Birna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fæðingarorlof Vinnumarkaður Félagsmál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Þunguð kona gagnrýnir Fæðingarorlofssjóð fyrir að neita sér um veikindagreiðslur á grundvelli þess að hún hafi ekki verið í vinnu í apríl. Ástæðan fyrir því að hún fékk ekki tekjur í apríl var fyrirskipun stjórnvalda um að loka hárgreiðslustofum, hvar hún starfaði þar til hertar sóttvarnarreglur tóku gildi. Hún hefði fengið greitt úr sjóðnum ef stofunni hefði ekki verið gert að loka. Birna Bergsdóttir er gengin þrjátíu og níu vikur af öðru barni sínu. Hún starfaði á hárgreiðslustofu með fram námi, eða allt þar til hárgreiðslustofum var fyrirskipað að loka í kórónuveirufaraldrinum. Eftir það fór grindargliðnun að gera vart við sig og Birna gat því ekki snúið aftur til starfa. Hún óskaði því eftir lengingu greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði en var hafnað á grundvelli þess að hún fékk ekki laun í apríl. Ástæðan fyrir því að hún fékk ekki laun í apríl var fyrirskipuð lokun hárgreiðslustofa. „Þetta er óréttlátt af því að ástæðan fyrir því að ég fékk neitun var af því að stofunum var lokað, þannig að ef Covid hefði ekki verið þá hefðu stofurnar verið opnar, ég verið að vinna og líklegast hefði ég fengið þennan styrk frá Fæðingarorlofssjóði,“ segir Birna. „En þau neituðu af því að það voru engar tekjur hjá mér. Sem er eitthvað sem er ekki mér að kenna.“ Auður Harðardóttir, móðir Birnu, hefur verið henni innan handar í samskiptum við Vinnumálastofnun og Fæðingarorlofssjóð. Hún hefur sent inn fjölda gagna, veikindavottorð, staðfestingu á hvers vegna Birna var ekki störf og svo mætti lengi telja. „Okkur var bara sagt að þrátt fyrir þessar skýringar þá hafi hún ekki verið með laun í apríl. Computer says no,“ segir Auður. Birna hefur reynt að fá ákvörðuninni hnekkt, en fær alltaf sama svarið: Viðbótargögnin breyta ekki fyrri afgreiðslu. Til að eiga rétt á lengingu þarf viðkomandi að vera í að minnsta kosti 25 prósent starfi síðustu sex mánuði áður en lenging getur hafist. Hún lét einnig reyna á hlutabótaleiðina en starfshlutfallið dugði ekki til að hún ætti rétt á bótum. Birna og barnsfaðir hennar, Kristófer Svavarsson, hafa þar af leiðandi verið tekjulaus undanfarna tvo mánuði, en Kristófer er sjálfur námsmaður. „Það er bara óþægilegt að vera tekjulaus. Það veldur manni áhyggjum og stressi. Óþarfa stressi. Þetta er bara eins og þetta sé leikur hjá þeim. Þangað til þú gefst upp. Og þá eru þau í rauninni búin að vinna,“ segir Kristófer. Bæði eru þau þó afar þakklát fyrir sitt bakland. „Þetta væri ekkert hægt nema því við erum með gott stuðningsnet en fullt af fólki hefur það náttúrlega ekki. Ég veit ekki hvað við myndum gera ef við hefðum ekki hjálp. Þá hefðum við ekkert,“ segir Birna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fæðingarorlof Vinnumarkaður Félagsmál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira