Umdeildu fánarnir eiga hver sína sögu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. október 2020 15:15 Myndin umtalaða sem er þó þriggja ára gömul. Eggert Jóhannesson Mikil umræða hefur kviknað og reiði blossað upp vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu að störfum með þrjá fána á vesti sínu. Tveir fánanna hafa verið tengdir við hatursorðræðu. Fánarnir tveir sem um ræðir eru annars vegar grænn, svartur og hvítur krossfáni með merki myndasögupersónunnar Punisher og hins vegar krossfáni með láréttri, blárri línu. Nýnasistar eða þungarokkarar Sá fyrrnefndi svipar mjög til hins svokallaða Vínlandsfána. Hann skapaði Peter Steele heitinn, forsprakki goth-metal sveitarinnar Type O Negative, til þess að tákna norrænan uppruna sinn, sósíalisma og umhverfishyggju. Peter Steele á sviði í Eindhoven árið 1997. Hann lést árið 2010.Getty/Paul Bergen Eftir aldamótin tóku hópar hvítra þjóðernissinna og nýnasista hins vegar upp fánann og í seinni tíð hefur hann einkum verið kenndur við þessa öfgahópa. Nýnasistahópar á borð við Vinlanders Social Club hafa meðal annars nýtt fánann. Einnig útgáfufyrirtækið Vinlandic Werwolf Distribution sem hefur gefið út plötur hljómsveita á borð við Aryan Hammer, Wehrwolf SS og Aryan Blood. Fréttastofa hefur rætt við nokkra lögreglumenn sem sumir segja fráleitt að fáninn sem lögreglukonan bar sé þessi umræddi Vínlandsfáni. Frekar sé um einhvers konar norskan herfána að ræða. Punisher Punisher-merkið á græna fánanum er sömuleiðis umdeilt, meðal annars í Noregi. Verdens Gang greindi frá því árið 2010 að liðsmenn svokallaðrar Telemark-sveitar í norska hernum hefðu málað merkið á búnað sinn, jafnvel eftir að herforingjar bönnuðu notkun þess. Stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur hér Punisher-límmiða með hári forsetans á bifreið sinni í Arizona.Getty/Caitlin O'Hara The Punisher er persóna úr smiðju Gerrys Conways, sjálfskipaður lögreglumaður sem myrðir og pyntar meinta glæpamenn án dóms og laga. Conway hefur sjálfur gagnrýnt að lögregla og her noti merkið, enda sé persónan sjálf glæpamaður. Það vakti til dæmis nokkra reiði í í Kanada í september þegar mynd birtist af lögreglumanni sem bar Punisher-merkið í Toronto og var lögreglumaðurinn tekinn á beinið í kjölfarið. Fyrir neðan Punisher-merkið var kanadískur fáni með blárri rönd, svipaðri og þeirri sem sjá mátti á fánanum á íslensku lögreglukonunni. Íbúar í Los Angeles lýsa yfir stuðningi við lögreglu borgarinnar. Meðal annars með þessari umtöluðu bláu rönd.Getty/Ted Soqui Bláa röndin Þessi bláa rönd svipar til Thin Blue Line-fánans sem hefur verið áberandi í Bandaríkjunum síðustu misseri, einkum í tengslum við svokallaða Blue Lives Matter-hreyfingu en hún var stofnuð til höfuðs við Black Lives Matter hreyfinguna sem berst gegn lögregluofbeldi og kynþáttafordómum innan lögreglunnar. Deildar meiningar hafa verið um þessa bláu rönd. Lögreglumenn í Bandaríkjunum hafa sagt hana í virðingarskyni við fallna samstarfsmenn á meðan andstæðingar táknsins hafa sagt það í beinni andstöðu við Black Lives Matter hreyfinguna og baráttuna gegn lögregluofbeldi og rasisma. Kynþáttafordómar Lögreglan Bandaríkin Kanada Fréttaskýringar Tengdar fréttir Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58 „Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Mikil umræða hefur kviknað og reiði blossað upp vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu að störfum með þrjá fána á vesti sínu. Tveir fánanna hafa verið tengdir við hatursorðræðu. Fánarnir tveir sem um ræðir eru annars vegar grænn, svartur og hvítur krossfáni með merki myndasögupersónunnar Punisher og hins vegar krossfáni með láréttri, blárri línu. Nýnasistar eða þungarokkarar Sá fyrrnefndi svipar mjög til hins svokallaða Vínlandsfána. Hann skapaði Peter Steele heitinn, forsprakki goth-metal sveitarinnar Type O Negative, til þess að tákna norrænan uppruna sinn, sósíalisma og umhverfishyggju. Peter Steele á sviði í Eindhoven árið 1997. Hann lést árið 2010.Getty/Paul Bergen Eftir aldamótin tóku hópar hvítra þjóðernissinna og nýnasista hins vegar upp fánann og í seinni tíð hefur hann einkum verið kenndur við þessa öfgahópa. Nýnasistahópar á borð við Vinlanders Social Club hafa meðal annars nýtt fánann. Einnig útgáfufyrirtækið Vinlandic Werwolf Distribution sem hefur gefið út plötur hljómsveita á borð við Aryan Hammer, Wehrwolf SS og Aryan Blood. Fréttastofa hefur rætt við nokkra lögreglumenn sem sumir segja fráleitt að fáninn sem lögreglukonan bar sé þessi umræddi Vínlandsfáni. Frekar sé um einhvers konar norskan herfána að ræða. Punisher Punisher-merkið á græna fánanum er sömuleiðis umdeilt, meðal annars í Noregi. Verdens Gang greindi frá því árið 2010 að liðsmenn svokallaðrar Telemark-sveitar í norska hernum hefðu málað merkið á búnað sinn, jafnvel eftir að herforingjar bönnuðu notkun þess. Stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur hér Punisher-límmiða með hári forsetans á bifreið sinni í Arizona.Getty/Caitlin O'Hara The Punisher er persóna úr smiðju Gerrys Conways, sjálfskipaður lögreglumaður sem myrðir og pyntar meinta glæpamenn án dóms og laga. Conway hefur sjálfur gagnrýnt að lögregla og her noti merkið, enda sé persónan sjálf glæpamaður. Það vakti til dæmis nokkra reiði í í Kanada í september þegar mynd birtist af lögreglumanni sem bar Punisher-merkið í Toronto og var lögreglumaðurinn tekinn á beinið í kjölfarið. Fyrir neðan Punisher-merkið var kanadískur fáni með blárri rönd, svipaðri og þeirri sem sjá mátti á fánanum á íslensku lögreglukonunni. Íbúar í Los Angeles lýsa yfir stuðningi við lögreglu borgarinnar. Meðal annars með þessari umtöluðu bláu rönd.Getty/Ted Soqui Bláa röndin Þessi bláa rönd svipar til Thin Blue Line-fánans sem hefur verið áberandi í Bandaríkjunum síðustu misseri, einkum í tengslum við svokallaða Blue Lives Matter-hreyfingu en hún var stofnuð til höfuðs við Black Lives Matter hreyfinguna sem berst gegn lögregluofbeldi og kynþáttafordómum innan lögreglunnar. Deildar meiningar hafa verið um þessa bláu rönd. Lögreglumenn í Bandaríkjunum hafa sagt hana í virðingarskyni við fallna samstarfsmenn á meðan andstæðingar táknsins hafa sagt það í beinni andstöðu við Black Lives Matter hreyfinguna og baráttuna gegn lögregluofbeldi og rasisma.
Kynþáttafordómar Lögreglan Bandaríkin Kanada Fréttaskýringar Tengdar fréttir Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58 „Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58
„Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51