Kynning CrossFit á Katrínu Tönju: Aldrei hægt að afskrifa fyrrum heimsmeistara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2020 10:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir með Mat Fraser og þjálfara sínum Ben Bergeron eftir síðasta sigur sinn á heimsleikunum í CrossFit árið 2016. Instagram/@katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur keppni um heimsmeistaratitilinn á morgun og CrossFit samtökin kynntu okkar konu til leiks á Youtube-síðu heimsleikanna í CrossFit. CrossFit sérfræðingarnir hafa verið duglegir að benda á þá staðreynd að síðasta konan til að vinna Tiu-Clair Toomey á heimsleikunum í CrossFit sé hin íslenska Katrín Tanja Davíðsdóttir. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð heimsmeistari árin 2015 og 2016 og í bæði skiptin eftir harða keppni við Tiu-Clair Toomey. Tia-Clair Toomey vann árið 2017 og hefur ekki sleppt heimsmeistaratitlinum síðan. Katrín sýndi styrk sinn og seiglu þegar hún tryggði sig inn í fimm kvenna lokaúrslit þrátt fyrir að vera í 22. sæti eftir tvær fyrstu greinarnar. View this post on Instagram 2020 Reebok CrossFit Games #FinalFive 1. @tiaclair1 611 pts 2. @brookewellss 580 pts 3. @haleyadamssss 497 pts 4. @katrintanja 490 pts 5. @karipearcecrossfit 451 pts #CrossFitGames @reebok #CrossFit #FittesonEarth Visit Games.CrossFit.com. A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Sep 19, 2020 at 3:29pm PDT „Það sem Katrín sýndi okkur að þú getur aldrei afskrifað fyrrum heimsmeistara. Það var magnað að sjá hvað hún náði að gera eftir að hafa grafið sér ágætist holu. Það þarf samt ekki að koma okkur á óvart því við erum að tala um Katrínu Davíðsdóttir,“ sagði Annie Sakamoto, sérfræðingur í útsendingu fyrri hluta heimsleikanna. „Hún lenti í smá vandræðum í byrjun en eftir það sýndi hún okkur af hverju hún er fyrrum hraustasta kona heims,“ sagði Sean Woodland sem sá um útsendinguna með Annie Sakamoto. „Hún var í 22. sæti eftir tvær greinar og þurfti ekkert minna en að vinna tvær greinar til að grafa sig upp úr holunni og komast í lokaúrslitin. Það var einmitt það sem hún gerði. Það var ekkert auðvelt þegar þú ert að keppa við þessar frábæru íþróttakonur. Henni tókst að vinna tvær fyrstu greinarnar á öðrum deginum sem kom henni upp í þriðja sætið,“ sagði Annie Sakamoto og bætti við: „Hún hefur ótrúlega hæfileika að bregðast rétt við þegar hún er komin með bakið upp við vegg. Þetta var mjög tilkomumikið en kom okkur heldur ekki á óvart vitandi hver hún er,“ sagði Sakamoto. Það mátti líka sjá stutt viðtal við Katrínu Tönju sem var tekið eftir sjöundu og síðustu greinina hennar í fyrri hlutanum. Sean Woodland varpaði síðan fram þeirri spurningu á Annie Sakamoto hvernig og hvort Katrín Tanja gæti endurheimt heimsmeistaratitilinn í Aromas. „Fyrir utan Tiu þá eru þetta jafnar íþróttakonur sem geta bæði gert mjög vel og ekki eins vel í harðri keppni. Þegar við förum í gegnum allar þessar greinar þá mun þetta snúast mikið um það hvað keppendur eru með á milli eyrnanna. Þegar er pressan er aftur á móti mest þá er Katrín Tanja líklegust,“ sagði Sakamoto sem hefur mikla trú á andlegum styrk okkar konu. „Það verða engir áhorfendur og bara fjórar aðrar konur að keppa. Andlega þátturinn mun því ráða miklu fyrir Katrínu Davíðsdóttir og hina keppendurna,“ sagði Sean Woodland en það má sjá alla kynninguna á Katrínu Tönju hér fyrir neðan. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur keppni um heimsmeistaratitilinn á morgun og CrossFit samtökin kynntu okkar konu til leiks á Youtube-síðu heimsleikanna í CrossFit. CrossFit sérfræðingarnir hafa verið duglegir að benda á þá staðreynd að síðasta konan til að vinna Tiu-Clair Toomey á heimsleikunum í CrossFit sé hin íslenska Katrín Tanja Davíðsdóttir. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð heimsmeistari árin 2015 og 2016 og í bæði skiptin eftir harða keppni við Tiu-Clair Toomey. Tia-Clair Toomey vann árið 2017 og hefur ekki sleppt heimsmeistaratitlinum síðan. Katrín sýndi styrk sinn og seiglu þegar hún tryggði sig inn í fimm kvenna lokaúrslit þrátt fyrir að vera í 22. sæti eftir tvær fyrstu greinarnar. View this post on Instagram 2020 Reebok CrossFit Games #FinalFive 1. @tiaclair1 611 pts 2. @brookewellss 580 pts 3. @haleyadamssss 497 pts 4. @katrintanja 490 pts 5. @karipearcecrossfit 451 pts #CrossFitGames @reebok #CrossFit #FittesonEarth Visit Games.CrossFit.com. A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Sep 19, 2020 at 3:29pm PDT „Það sem Katrín sýndi okkur að þú getur aldrei afskrifað fyrrum heimsmeistara. Það var magnað að sjá hvað hún náði að gera eftir að hafa grafið sér ágætist holu. Það þarf samt ekki að koma okkur á óvart því við erum að tala um Katrínu Davíðsdóttir,“ sagði Annie Sakamoto, sérfræðingur í útsendingu fyrri hluta heimsleikanna. „Hún lenti í smá vandræðum í byrjun en eftir það sýndi hún okkur af hverju hún er fyrrum hraustasta kona heims,“ sagði Sean Woodland sem sá um útsendinguna með Annie Sakamoto. „Hún var í 22. sæti eftir tvær greinar og þurfti ekkert minna en að vinna tvær greinar til að grafa sig upp úr holunni og komast í lokaúrslitin. Það var einmitt það sem hún gerði. Það var ekkert auðvelt þegar þú ert að keppa við þessar frábæru íþróttakonur. Henni tókst að vinna tvær fyrstu greinarnar á öðrum deginum sem kom henni upp í þriðja sætið,“ sagði Annie Sakamoto og bætti við: „Hún hefur ótrúlega hæfileika að bregðast rétt við þegar hún er komin með bakið upp við vegg. Þetta var mjög tilkomumikið en kom okkur heldur ekki á óvart vitandi hver hún er,“ sagði Sakamoto. Það mátti líka sjá stutt viðtal við Katrínu Tönju sem var tekið eftir sjöundu og síðustu greinina hennar í fyrri hlutanum. Sean Woodland varpaði síðan fram þeirri spurningu á Annie Sakamoto hvernig og hvort Katrín Tanja gæti endurheimt heimsmeistaratitilinn í Aromas. „Fyrir utan Tiu þá eru þetta jafnar íþróttakonur sem geta bæði gert mjög vel og ekki eins vel í harðri keppni. Þegar við förum í gegnum allar þessar greinar þá mun þetta snúast mikið um það hvað keppendur eru með á milli eyrnanna. Þegar er pressan er aftur á móti mest þá er Katrín Tanja líklegust,“ sagði Sakamoto sem hefur mikla trú á andlegum styrk okkar konu. „Það verða engir áhorfendur og bara fjórar aðrar konur að keppa. Andlega þátturinn mun því ráða miklu fyrir Katrínu Davíðsdóttir og hina keppendurna,“ sagði Sean Woodland en það má sjá alla kynninguna á Katrínu Tönju hér fyrir neðan. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira