Fleiri geta fengið uppsagnarstyrki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. október 2020 17:19 Alþingi samþykkti í dag frumvarp er rýmkar skilyrði til greiðslna á uppsagnarfresti. Alþingi samþykkti í dag frumvarp meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar sem kveður á um að fyrirtæki sem skiluðu ekki umsóknum um uppsagnarstyrki á réttum tíma geti samt sem áður fengið styrkinn. Lög um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslna á uppsagnarfesti voru samþykkt í vor en þau voru hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Stuðningurinn nemur að hámarki 85 prósentum af launum starfsmanns á uppsagnarfesti og nær til þeirra sem sagt var upp störfum frá 1. maí til 1. október 2020. Fyrirtæki hafa þurft að skila umsókn um greiðsluna mánaðarlega til Skattsins og eigi síðar en 20. hvers mánaðar. Í frumvarpinu sem samþykkt var í dag segir að komið hafi í ljós að tímafresturinn hafi reynst óþarflega knappur og að ábendingar hafi komið fram um að atvinnurekendur hafi ekki náð að skila inn umsóknum í tæka tíð. „Með hliðsjón af markmiði laganna um að tryggja atvinnurekendum sem horfa fram á umfangsmikið tekjutap stuðning vegna faraldurs kórónuveiru og aðgerða sem honum tengjast er lagt til að atvinnurekendum verði veitt ríkara svigrúm við skil á umsóknum,“ segir í frumvarpinu. Lögin hafa afturvirkt gildi og gefst þeim sem uppfylla skilyrði greiðslunnar en náðu af einhverjum sökum ekki að skila inn umsókn innan tímarammans því kostur á að fá afgreiðslu á sinni umsókn. Stór hluti af uppsagnargreiðslum hefur farið til Icelandair.Vísir/Vilhelm Samkvæmt lista Skattsins hafa 312 fyrirtæki fengið greiðslur á uppsagnarfresti og nema þær alls um 9,4 milljörðum króna. Tæpur þriðjungur þess hefur farið til Icelandair, eða tæpir þrír milljarðar króna. Eigi ekki að auðvelda uppsagnir Þingmenn Samfylkingar sátu hjá við atkvæðagreiðslu. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingar, sagði í umræðu um frumvarpið í dag að flokkurinn hefði greitt atkvæði gegn málinu á sínum tíma og talið að leggja ætti áherslu á að hjálpa fyrirtækjum að viðhalda ráðningarsambandi fremur en að segja fólki upp. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tók í sama streng og sagði flokkinn hvorki styðja þetta frumvarp né það sem samþykkt var í vor. „Við lítum ekki svo á að það eigi að auðvelda fyrirtækum að segja upp fólki. Sama hvaða stærðar þau eru og sama í hvaða formi það er. Þannig við segjum nei.“ Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag frumvarp meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar sem kveður á um að fyrirtæki sem skiluðu ekki umsóknum um uppsagnarstyrki á réttum tíma geti samt sem áður fengið styrkinn. Lög um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslna á uppsagnarfesti voru samþykkt í vor en þau voru hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Stuðningurinn nemur að hámarki 85 prósentum af launum starfsmanns á uppsagnarfesti og nær til þeirra sem sagt var upp störfum frá 1. maí til 1. október 2020. Fyrirtæki hafa þurft að skila umsókn um greiðsluna mánaðarlega til Skattsins og eigi síðar en 20. hvers mánaðar. Í frumvarpinu sem samþykkt var í dag segir að komið hafi í ljós að tímafresturinn hafi reynst óþarflega knappur og að ábendingar hafi komið fram um að atvinnurekendur hafi ekki náð að skila inn umsóknum í tæka tíð. „Með hliðsjón af markmiði laganna um að tryggja atvinnurekendum sem horfa fram á umfangsmikið tekjutap stuðning vegna faraldurs kórónuveiru og aðgerða sem honum tengjast er lagt til að atvinnurekendum verði veitt ríkara svigrúm við skil á umsóknum,“ segir í frumvarpinu. Lögin hafa afturvirkt gildi og gefst þeim sem uppfylla skilyrði greiðslunnar en náðu af einhverjum sökum ekki að skila inn umsókn innan tímarammans því kostur á að fá afgreiðslu á sinni umsókn. Stór hluti af uppsagnargreiðslum hefur farið til Icelandair.Vísir/Vilhelm Samkvæmt lista Skattsins hafa 312 fyrirtæki fengið greiðslur á uppsagnarfresti og nema þær alls um 9,4 milljörðum króna. Tæpur þriðjungur þess hefur farið til Icelandair, eða tæpir þrír milljarðar króna. Eigi ekki að auðvelda uppsagnir Þingmenn Samfylkingar sátu hjá við atkvæðagreiðslu. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingar, sagði í umræðu um frumvarpið í dag að flokkurinn hefði greitt atkvæði gegn málinu á sínum tíma og talið að leggja ætti áherslu á að hjálpa fyrirtækjum að viðhalda ráðningarsambandi fremur en að segja fólki upp. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tók í sama streng og sagði flokkinn hvorki styðja þetta frumvarp né það sem samþykkt var í vor. „Við lítum ekki svo á að það eigi að auðvelda fyrirtækum að segja upp fólki. Sama hvaða stærðar þau eru og sama í hvaða formi það er. Þannig við segjum nei.“
Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira