Fleiri geta fengið uppsagnarstyrki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. október 2020 17:19 Alþingi samþykkti í dag frumvarp er rýmkar skilyrði til greiðslna á uppsagnarfresti. Alþingi samþykkti í dag frumvarp meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar sem kveður á um að fyrirtæki sem skiluðu ekki umsóknum um uppsagnarstyrki á réttum tíma geti samt sem áður fengið styrkinn. Lög um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslna á uppsagnarfesti voru samþykkt í vor en þau voru hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Stuðningurinn nemur að hámarki 85 prósentum af launum starfsmanns á uppsagnarfesti og nær til þeirra sem sagt var upp störfum frá 1. maí til 1. október 2020. Fyrirtæki hafa þurft að skila umsókn um greiðsluna mánaðarlega til Skattsins og eigi síðar en 20. hvers mánaðar. Í frumvarpinu sem samþykkt var í dag segir að komið hafi í ljós að tímafresturinn hafi reynst óþarflega knappur og að ábendingar hafi komið fram um að atvinnurekendur hafi ekki náð að skila inn umsóknum í tæka tíð. „Með hliðsjón af markmiði laganna um að tryggja atvinnurekendum sem horfa fram á umfangsmikið tekjutap stuðning vegna faraldurs kórónuveiru og aðgerða sem honum tengjast er lagt til að atvinnurekendum verði veitt ríkara svigrúm við skil á umsóknum,“ segir í frumvarpinu. Lögin hafa afturvirkt gildi og gefst þeim sem uppfylla skilyrði greiðslunnar en náðu af einhverjum sökum ekki að skila inn umsókn innan tímarammans því kostur á að fá afgreiðslu á sinni umsókn. Stór hluti af uppsagnargreiðslum hefur farið til Icelandair.Vísir/Vilhelm Samkvæmt lista Skattsins hafa 312 fyrirtæki fengið greiðslur á uppsagnarfresti og nema þær alls um 9,4 milljörðum króna. Tæpur þriðjungur þess hefur farið til Icelandair, eða tæpir þrír milljarðar króna. Eigi ekki að auðvelda uppsagnir Þingmenn Samfylkingar sátu hjá við atkvæðagreiðslu. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingar, sagði í umræðu um frumvarpið í dag að flokkurinn hefði greitt atkvæði gegn málinu á sínum tíma og talið að leggja ætti áherslu á að hjálpa fyrirtækjum að viðhalda ráðningarsambandi fremur en að segja fólki upp. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tók í sama streng og sagði flokkinn hvorki styðja þetta frumvarp né það sem samþykkt var í vor. „Við lítum ekki svo á að það eigi að auðvelda fyrirtækum að segja upp fólki. Sama hvaða stærðar þau eru og sama í hvaða formi það er. Þannig við segjum nei.“ Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Fleiri fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag frumvarp meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar sem kveður á um að fyrirtæki sem skiluðu ekki umsóknum um uppsagnarstyrki á réttum tíma geti samt sem áður fengið styrkinn. Lög um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslna á uppsagnarfesti voru samþykkt í vor en þau voru hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Stuðningurinn nemur að hámarki 85 prósentum af launum starfsmanns á uppsagnarfesti og nær til þeirra sem sagt var upp störfum frá 1. maí til 1. október 2020. Fyrirtæki hafa þurft að skila umsókn um greiðsluna mánaðarlega til Skattsins og eigi síðar en 20. hvers mánaðar. Í frumvarpinu sem samþykkt var í dag segir að komið hafi í ljós að tímafresturinn hafi reynst óþarflega knappur og að ábendingar hafi komið fram um að atvinnurekendur hafi ekki náð að skila inn umsóknum í tæka tíð. „Með hliðsjón af markmiði laganna um að tryggja atvinnurekendum sem horfa fram á umfangsmikið tekjutap stuðning vegna faraldurs kórónuveiru og aðgerða sem honum tengjast er lagt til að atvinnurekendum verði veitt ríkara svigrúm við skil á umsóknum,“ segir í frumvarpinu. Lögin hafa afturvirkt gildi og gefst þeim sem uppfylla skilyrði greiðslunnar en náðu af einhverjum sökum ekki að skila inn umsókn innan tímarammans því kostur á að fá afgreiðslu á sinni umsókn. Stór hluti af uppsagnargreiðslum hefur farið til Icelandair.Vísir/Vilhelm Samkvæmt lista Skattsins hafa 312 fyrirtæki fengið greiðslur á uppsagnarfresti og nema þær alls um 9,4 milljörðum króna. Tæpur þriðjungur þess hefur farið til Icelandair, eða tæpir þrír milljarðar króna. Eigi ekki að auðvelda uppsagnir Þingmenn Samfylkingar sátu hjá við atkvæðagreiðslu. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingar, sagði í umræðu um frumvarpið í dag að flokkurinn hefði greitt atkvæði gegn málinu á sínum tíma og talið að leggja ætti áherslu á að hjálpa fyrirtækjum að viðhalda ráðningarsambandi fremur en að segja fólki upp. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tók í sama streng og sagði flokkinn hvorki styðja þetta frumvarp né það sem samþykkt var í vor. „Við lítum ekki svo á að það eigi að auðvelda fyrirtækum að segja upp fólki. Sama hvaða stærðar þau eru og sama í hvaða formi það er. Þannig við segjum nei.“
Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Fleiri fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Sjá meira