Tugmilljóna kröfu Sjóvár vegna vanhertra bolta vísað frá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2020 14:20 Hermann Björnsson hefur verið forstjóri Sjóvár frá árinu 2011. Sjóvá Tugmilljóna fjárkröfu tryggingafélagsins Sjóvár á hendur vélsmiðjunni Hamri og tryggingafélaginu VÍS hefur verið vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur, þrátt fyrir að dómurinn telji að vélsmiðjan hafi borið fulla ábyrgð á bilun í skipinu Birtingi sem deilt var um í málinu. Krafa Sjóvár í málinu var svo vanreifuð að mati héraðsdóms að vísa varð málinu frá dómi án kröfu. Vélsmiðjan Hamar, sem Síldarvinnslan sem eigandi skipsins leitaði til, sendi menn til þess að vinna taka upp vél skipsins sumarið 2015. Mönnunum fylgdi hins vegar ekki verkstjóri. Fimm dögum eftir að vélarupptektinni lauk bilaði vélin þegar skipið var á hafi úti. Sjóvá, tryggingafélag útgerðarinnar greiddi fyrir viðgerðina á vélinni. Það höfðaði mál á hendur vélsmiðjunni og VÍS, tryggingafélagi vélsmiðjunnar, til þess að fá kostnað sinn greiddan með þeim rökum að vélsmiðjan bæri húsbóndaábyrgð á stöfum viðgerðarmannanna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Vélsmiðjan taldi ekki sannað að bilunin yrði rakin til verka viðgerðarmannanna. Í öðru lagi taldi hún útgerðina hafa stýrt verkinu í reynd. Auk þess bæri vélstjóri skips ætíð ábyrgð á viðgerð vélar þess að lögum. Vélsmiðjan byggði enn fremur á því að bilun vélarinnar yrði rakin til aðgæsluleysis vélstjóra. Að lokum byggði hún á því að fjárkrafa tryggingafélags útgerðarinnar væri vanreifuð. Tjónið rakið til þess að tilteknir boltar hafi ekki verið nægjanlega hertir Dómurinn taldi þó nægjanlega í ljós leitt að bilunin í vélinni yrði rakin til þess að viðgerðarmennirnir sem tóku vélina upp hefðu ekki hert tiltekna bolta nægjanlega. Dómurinn hafnaði öllum rökum vélsmiðjunnar fyrir ábyrgð útgerðarinnar og taldi vélsmiðjuna bera húsbóndaábyrgð á störfum viðgerðarmannanna. Þrátt fyrir að Hamar hafi verið talið ábyrgt fyrir tjóninu vísaði héraðsdómur málinu hins vegar frá þar sem fjárhæð kröfunnar var svo vanreifuð af hálfu Sjóvár að vísa þurfti kröfunni sjálfkrafa frá, samkvæmt lögum um meðferð einkamála Í dómi héraðsdóms er það rakið að til sönnunar fjárhæð tjónsins hafi Sjóvá lagt fram ódagsett yfirlit yfir reikninga vegna viðgerða vélarinnar, þar á meðal vegna launa áhafnar, orkukostnað og hafnargjalda. VÍS og Hamar svöruðu þessu yfirliti í greinargerð vegna málsins þar sem því var mótmælt að einhliða yfirlit á borð við þetta sannaði umfang tjónsins, það væri ekki stutt neinum gögnum og því væri ómögulegt að taka afstöðu til réttmætis þeirra fjárhæða sem taldar voru upp í yfirlitinu. Í dóminum segir á þeim átján mánuðum sem liðu frá því að greinargerðin var sett fram hafi Sjóvá ekki gert neinn reka að því að leggja fram einhvern þeirra reikninga sem sagt var mynda fjárhæð kröfunnar. Því mat dómurinn fjárhæð dómkröfunnar svo vanreifaða að vísa þurfi málinu sjálfkrafa frá dómi. Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Tugmilljóna fjárkröfu tryggingafélagsins Sjóvár á hendur vélsmiðjunni Hamri og tryggingafélaginu VÍS hefur verið vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur, þrátt fyrir að dómurinn telji að vélsmiðjan hafi borið fulla ábyrgð á bilun í skipinu Birtingi sem deilt var um í málinu. Krafa Sjóvár í málinu var svo vanreifuð að mati héraðsdóms að vísa varð málinu frá dómi án kröfu. Vélsmiðjan Hamar, sem Síldarvinnslan sem eigandi skipsins leitaði til, sendi menn til þess að vinna taka upp vél skipsins sumarið 2015. Mönnunum fylgdi hins vegar ekki verkstjóri. Fimm dögum eftir að vélarupptektinni lauk bilaði vélin þegar skipið var á hafi úti. Sjóvá, tryggingafélag útgerðarinnar greiddi fyrir viðgerðina á vélinni. Það höfðaði mál á hendur vélsmiðjunni og VÍS, tryggingafélagi vélsmiðjunnar, til þess að fá kostnað sinn greiddan með þeim rökum að vélsmiðjan bæri húsbóndaábyrgð á stöfum viðgerðarmannanna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Vélsmiðjan taldi ekki sannað að bilunin yrði rakin til verka viðgerðarmannanna. Í öðru lagi taldi hún útgerðina hafa stýrt verkinu í reynd. Auk þess bæri vélstjóri skips ætíð ábyrgð á viðgerð vélar þess að lögum. Vélsmiðjan byggði enn fremur á því að bilun vélarinnar yrði rakin til aðgæsluleysis vélstjóra. Að lokum byggði hún á því að fjárkrafa tryggingafélags útgerðarinnar væri vanreifuð. Tjónið rakið til þess að tilteknir boltar hafi ekki verið nægjanlega hertir Dómurinn taldi þó nægjanlega í ljós leitt að bilunin í vélinni yrði rakin til þess að viðgerðarmennirnir sem tóku vélina upp hefðu ekki hert tiltekna bolta nægjanlega. Dómurinn hafnaði öllum rökum vélsmiðjunnar fyrir ábyrgð útgerðarinnar og taldi vélsmiðjuna bera húsbóndaábyrgð á störfum viðgerðarmannanna. Þrátt fyrir að Hamar hafi verið talið ábyrgt fyrir tjóninu vísaði héraðsdómur málinu hins vegar frá þar sem fjárhæð kröfunnar var svo vanreifuð af hálfu Sjóvár að vísa þurfti kröfunni sjálfkrafa frá, samkvæmt lögum um meðferð einkamála Í dómi héraðsdóms er það rakið að til sönnunar fjárhæð tjónsins hafi Sjóvá lagt fram ódagsett yfirlit yfir reikninga vegna viðgerða vélarinnar, þar á meðal vegna launa áhafnar, orkukostnað og hafnargjalda. VÍS og Hamar svöruðu þessu yfirliti í greinargerð vegna málsins þar sem því var mótmælt að einhliða yfirlit á borð við þetta sannaði umfang tjónsins, það væri ekki stutt neinum gögnum og því væri ómögulegt að taka afstöðu til réttmætis þeirra fjárhæða sem taldar voru upp í yfirlitinu. Í dóminum segir á þeim átján mánuðum sem liðu frá því að greinargerðin var sett fram hafi Sjóvá ekki gert neinn reka að því að leggja fram einhvern þeirra reikninga sem sagt var mynda fjárhæð kröfunnar. Því mat dómurinn fjárhæð dómkröfunnar svo vanreifaða að vísa þurfi málinu sjálfkrafa frá dómi.
Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira