Tugmilljóna kröfu Sjóvár vegna vanhertra bolta vísað frá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2020 14:20 Hermann Björnsson hefur verið forstjóri Sjóvár frá árinu 2011. Sjóvá Tugmilljóna fjárkröfu tryggingafélagsins Sjóvár á hendur vélsmiðjunni Hamri og tryggingafélaginu VÍS hefur verið vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur, þrátt fyrir að dómurinn telji að vélsmiðjan hafi borið fulla ábyrgð á bilun í skipinu Birtingi sem deilt var um í málinu. Krafa Sjóvár í málinu var svo vanreifuð að mati héraðsdóms að vísa varð málinu frá dómi án kröfu. Vélsmiðjan Hamar, sem Síldarvinnslan sem eigandi skipsins leitaði til, sendi menn til þess að vinna taka upp vél skipsins sumarið 2015. Mönnunum fylgdi hins vegar ekki verkstjóri. Fimm dögum eftir að vélarupptektinni lauk bilaði vélin þegar skipið var á hafi úti. Sjóvá, tryggingafélag útgerðarinnar greiddi fyrir viðgerðina á vélinni. Það höfðaði mál á hendur vélsmiðjunni og VÍS, tryggingafélagi vélsmiðjunnar, til þess að fá kostnað sinn greiddan með þeim rökum að vélsmiðjan bæri húsbóndaábyrgð á stöfum viðgerðarmannanna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Vélsmiðjan taldi ekki sannað að bilunin yrði rakin til verka viðgerðarmannanna. Í öðru lagi taldi hún útgerðina hafa stýrt verkinu í reynd. Auk þess bæri vélstjóri skips ætíð ábyrgð á viðgerð vélar þess að lögum. Vélsmiðjan byggði enn fremur á því að bilun vélarinnar yrði rakin til aðgæsluleysis vélstjóra. Að lokum byggði hún á því að fjárkrafa tryggingafélags útgerðarinnar væri vanreifuð. Tjónið rakið til þess að tilteknir boltar hafi ekki verið nægjanlega hertir Dómurinn taldi þó nægjanlega í ljós leitt að bilunin í vélinni yrði rakin til þess að viðgerðarmennirnir sem tóku vélina upp hefðu ekki hert tiltekna bolta nægjanlega. Dómurinn hafnaði öllum rökum vélsmiðjunnar fyrir ábyrgð útgerðarinnar og taldi vélsmiðjuna bera húsbóndaábyrgð á störfum viðgerðarmannanna. Þrátt fyrir að Hamar hafi verið talið ábyrgt fyrir tjóninu vísaði héraðsdómur málinu hins vegar frá þar sem fjárhæð kröfunnar var svo vanreifuð af hálfu Sjóvár að vísa þurfti kröfunni sjálfkrafa frá, samkvæmt lögum um meðferð einkamála Í dómi héraðsdóms er það rakið að til sönnunar fjárhæð tjónsins hafi Sjóvá lagt fram ódagsett yfirlit yfir reikninga vegna viðgerða vélarinnar, þar á meðal vegna launa áhafnar, orkukostnað og hafnargjalda. VÍS og Hamar svöruðu þessu yfirliti í greinargerð vegna málsins þar sem því var mótmælt að einhliða yfirlit á borð við þetta sannaði umfang tjónsins, það væri ekki stutt neinum gögnum og því væri ómögulegt að taka afstöðu til réttmætis þeirra fjárhæða sem taldar voru upp í yfirlitinu. Í dóminum segir á þeim átján mánuðum sem liðu frá því að greinargerðin var sett fram hafi Sjóvá ekki gert neinn reka að því að leggja fram einhvern þeirra reikninga sem sagt var mynda fjárhæð kröfunnar. Því mat dómurinn fjárhæð dómkröfunnar svo vanreifaða að vísa þurfi málinu sjálfkrafa frá dómi. Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Tugmilljóna fjárkröfu tryggingafélagsins Sjóvár á hendur vélsmiðjunni Hamri og tryggingafélaginu VÍS hefur verið vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur, þrátt fyrir að dómurinn telji að vélsmiðjan hafi borið fulla ábyrgð á bilun í skipinu Birtingi sem deilt var um í málinu. Krafa Sjóvár í málinu var svo vanreifuð að mati héraðsdóms að vísa varð málinu frá dómi án kröfu. Vélsmiðjan Hamar, sem Síldarvinnslan sem eigandi skipsins leitaði til, sendi menn til þess að vinna taka upp vél skipsins sumarið 2015. Mönnunum fylgdi hins vegar ekki verkstjóri. Fimm dögum eftir að vélarupptektinni lauk bilaði vélin þegar skipið var á hafi úti. Sjóvá, tryggingafélag útgerðarinnar greiddi fyrir viðgerðina á vélinni. Það höfðaði mál á hendur vélsmiðjunni og VÍS, tryggingafélagi vélsmiðjunnar, til þess að fá kostnað sinn greiddan með þeim rökum að vélsmiðjan bæri húsbóndaábyrgð á stöfum viðgerðarmannanna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Vélsmiðjan taldi ekki sannað að bilunin yrði rakin til verka viðgerðarmannanna. Í öðru lagi taldi hún útgerðina hafa stýrt verkinu í reynd. Auk þess bæri vélstjóri skips ætíð ábyrgð á viðgerð vélar þess að lögum. Vélsmiðjan byggði enn fremur á því að bilun vélarinnar yrði rakin til aðgæsluleysis vélstjóra. Að lokum byggði hún á því að fjárkrafa tryggingafélags útgerðarinnar væri vanreifuð. Tjónið rakið til þess að tilteknir boltar hafi ekki verið nægjanlega hertir Dómurinn taldi þó nægjanlega í ljós leitt að bilunin í vélinni yrði rakin til þess að viðgerðarmennirnir sem tóku vélina upp hefðu ekki hert tiltekna bolta nægjanlega. Dómurinn hafnaði öllum rökum vélsmiðjunnar fyrir ábyrgð útgerðarinnar og taldi vélsmiðjuna bera húsbóndaábyrgð á störfum viðgerðarmannanna. Þrátt fyrir að Hamar hafi verið talið ábyrgt fyrir tjóninu vísaði héraðsdómur málinu hins vegar frá þar sem fjárhæð kröfunnar var svo vanreifuð af hálfu Sjóvár að vísa þurfti kröfunni sjálfkrafa frá, samkvæmt lögum um meðferð einkamála Í dómi héraðsdóms er það rakið að til sönnunar fjárhæð tjónsins hafi Sjóvá lagt fram ódagsett yfirlit yfir reikninga vegna viðgerða vélarinnar, þar á meðal vegna launa áhafnar, orkukostnað og hafnargjalda. VÍS og Hamar svöruðu þessu yfirliti í greinargerð vegna málsins þar sem því var mótmælt að einhliða yfirlit á borð við þetta sannaði umfang tjónsins, það væri ekki stutt neinum gögnum og því væri ómögulegt að taka afstöðu til réttmætis þeirra fjárhæða sem taldar voru upp í yfirlitinu. Í dóminum segir á þeim átján mánuðum sem liðu frá því að greinargerðin var sett fram hafi Sjóvá ekki gert neinn reka að því að leggja fram einhvern þeirra reikninga sem sagt var mynda fjárhæð kröfunnar. Því mat dómurinn fjárhæð dómkröfunnar svo vanreifaða að vísa þurfi málinu sjálfkrafa frá dómi.
Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira