Samherji bætir aftur við sig í Eimskip og gerir yfirtökutilboð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2020 12:11 Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja. Vísir/Egill Samherji Holding ehf., annar helmingur Samherjasamstæðunnar, hefur á ný eignast meira en 30 prósenta hlut í Eimskipafélagi Íslands og mun félagið gera yfirtökutilboð til allra hluthafa Eimskipafélagsins. Ekki er stefnt að afskráningu félagsins úr kauphöllinni. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallar sem Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja undirritar. Þar er greint frá því að Samherji Holding hafi bætt við sig 2,93 prósent hlut í Eimskipi og þar með farið úr 27,35 prósenta hlut í 30,28 prósenta hlut. Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti er Samherja Holding skylt að gera öðrum hluthöfum Eimskipafélagsins yfirtökutilboð innan fjögurra vikna, en slík skylda myndast þegar aðili eignast að minnsta kosti 30 prósent atkvæðisréttar í félagi. Óskuðu síðast eftir undanþágu Þetta er því í annað sinn á árinu sem Samherji Holding fer yfir 30 prósenta hlut í Eimskipafélaginu en í mars var tilkynnt um að félagið hygðist gera öðrum hluthöfum Eimskipafélagsins tilboð, á sama grundvelli og nú. Samherji óskaði hins vegar skömmu síðar eftir undanþágu frá tilboðsskyldu í Eimskipafélagið, vegna aðstæðna á fjármálamarkaði í ljósi COVD-19, bæði hér á landi og erlendis. Fjármálaeftirlitið féllst á undanþáguna. Áður en undanþágan var veitt hafði Samherji Holding þó losað sig við tilboðsskylduna með því að fara undir 30 prósenta hlut í Eimskipafélaginu. Félagið seldi þá 2,93 prósent hlut í Eimskipafélaginu og fór þá niður í 29,99 prósenta hlut. Vilja Eimskip áfram á hlutabréfamarkaði Í annarri tilkynningu til Kauphallar er haft eftir Þorsteini Má að tilgangur kaupanna nú sé að ljúka tilboðsskyldunni sem undanþága fékkst fyrir í mars. Kaupin endurspegli þá trú sem stjórnendur Samherja Holding hafi á rekstri Eimskips. „Eimskip er í meirihlutaeigu íslenskra lífeyrissjóða sem saman fara með rúmlega helming hlutafjár. Samherji Holding telur Eimskip vel til þess fallið að vera áfram skráð á almennan hlutabréfamarkað og stjórnendur Samherja Holding binda vonir við að eiga áfram gott samstarf við aðra hluthafa Eimskips.“ Markaðir Sjávarútvegur Skipaflutningar Mest lesið Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Sjá meira
Samherji Holding ehf., annar helmingur Samherjasamstæðunnar, hefur á ný eignast meira en 30 prósenta hlut í Eimskipafélagi Íslands og mun félagið gera yfirtökutilboð til allra hluthafa Eimskipafélagsins. Ekki er stefnt að afskráningu félagsins úr kauphöllinni. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallar sem Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja undirritar. Þar er greint frá því að Samherji Holding hafi bætt við sig 2,93 prósent hlut í Eimskipi og þar með farið úr 27,35 prósenta hlut í 30,28 prósenta hlut. Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti er Samherja Holding skylt að gera öðrum hluthöfum Eimskipafélagsins yfirtökutilboð innan fjögurra vikna, en slík skylda myndast þegar aðili eignast að minnsta kosti 30 prósent atkvæðisréttar í félagi. Óskuðu síðast eftir undanþágu Þetta er því í annað sinn á árinu sem Samherji Holding fer yfir 30 prósenta hlut í Eimskipafélaginu en í mars var tilkynnt um að félagið hygðist gera öðrum hluthöfum Eimskipafélagsins tilboð, á sama grundvelli og nú. Samherji óskaði hins vegar skömmu síðar eftir undanþágu frá tilboðsskyldu í Eimskipafélagið, vegna aðstæðna á fjármálamarkaði í ljósi COVD-19, bæði hér á landi og erlendis. Fjármálaeftirlitið féllst á undanþáguna. Áður en undanþágan var veitt hafði Samherji Holding þó losað sig við tilboðsskylduna með því að fara undir 30 prósenta hlut í Eimskipafélaginu. Félagið seldi þá 2,93 prósent hlut í Eimskipafélaginu og fór þá niður í 29,99 prósenta hlut. Vilja Eimskip áfram á hlutabréfamarkaði Í annarri tilkynningu til Kauphallar er haft eftir Þorsteini Má að tilgangur kaupanna nú sé að ljúka tilboðsskyldunni sem undanþága fékkst fyrir í mars. Kaupin endurspegli þá trú sem stjórnendur Samherja Holding hafi á rekstri Eimskips. „Eimskip er í meirihlutaeigu íslenskra lífeyrissjóða sem saman fara með rúmlega helming hlutafjár. Samherji Holding telur Eimskip vel til þess fallið að vera áfram skráð á almennan hlutabréfamarkað og stjórnendur Samherja Holding binda vonir við að eiga áfram gott samstarf við aðra hluthafa Eimskips.“
Markaðir Sjávarútvegur Skipaflutningar Mest lesið Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Sjá meira