Gefur fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar falleinkunn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. október 2020 12:05 Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. Vísir/Vilhelm BSRB segir nær öll þau störf sem skapa eigi með fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vera hefðbundin karlastörf. Því sé fyrirsjáanlegt að átakið muni auka á kynjamisrétti. BSRB gerir alvarlegar athugasemdir við þetta og kallar eftir því að ráðist verði í uppbyggingu innviða á borð við umönnun og þjónustu við börn, fatlað fólk og aldraða. Þetta kemur fram í umsögn BSRB um fjárlagafrumvarpið og tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir næstu fimm ár, sem send hefur verið Alþingi. Þar segir að um 85 prósent þeirra starfa sem verði til með átakinu verði hefðbundin karlastörf. „Niðurstaðan er að fjárfestingar- og uppbyggingarátak ríkisstjórnarinnar fær falleinkun út frá jafnréttissjónarmiðum,“ segir í umsögninni. Ríkisstjórnin á ríkisráðsfundi á Bessastöðum.Vísir/Vilhelm BSRB bendir á að á sama tíma og ráðast eigi í átak þar sem mikill meirihluti þeirra starfa sem skapast séu hefðbundin karlastörf sæti ýmsir málaflokkar hins opinbera þar sem konur starfa í meirihluta aðhaldskröfu. Þetta þýði að álagið á konur sem starfa í opinberri þjónustu muni aukast samhliða aukinni ólaunaðri vinnu kvenna vegna skertrar þjónustu við börn, aldraða og sjúka vegna sóttvarnaraðgerða. „Fljótlegasta leiðin til atvinnusköpunar fyrir konur er að auka framlög til opinberrar þjónustu,“ segir einnig í umsögninni. „Þetta er líka skynsamleg leið. Nýleg rannsókn sem gerð var í sjö aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sýnir að fjárfestingar í umönnun og velferð, svo sem öldrunarþjónustu, heilbrigðiskerfi og leikskólum, séu ekki síður árangursríkar og jafnvel vænlegri til árangurs en fjárfesting í starfsgreinum þar sem meirihluti starfsfólks eru karlar svo sem í opinberum framkvæmdum eða byggingariðnaði. Ávinningurinn er meiri þar sem fleiri störf skapast því nánast allur kostnaður umönnunar felst í launakostnaði öfugt við framkvæmdir þar sem mikið fjármagn fer í aðföng. Fjárfesting í umönnun og velferð leiðir til hærra atvinnustigs og eykur eftirspurn eftir vörum og þjónustu fyrirtækja sem aftur eykur tekjur ríkissjóðs.“ Ófjármögnuðum skattalækkunum mótmælt Í umsögn BSRB er einnig gagnrýnt að stjórnvöld ráðist í ófjármagnaðar skattalækkanir sem ekki tengjast heimsfaraldrinum og ítrekar bandalagið mótmæli sín við þessari stefnu. Þá hafnar BSRB alfarið þeirri stefnu sem endurspeglast í fjármálaáætluninni, þar sem gert er ráð fyrir því að umfang ríkisrekstrar í hagkerfinu verði minnkað frá árinu 2025 miðað 2019 með niðurskurði á útgjöldum og veikingu tekjustofna. BSRB kallar einnig eftir því að tekjustofnar sveitarfélaga verði efldir. Þá er því fagnað í umsögn bandalagsins að áfram eigi að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðisþjónustunni og draga úr greiðsluþátttöku almennings vegna heilbrigðisþjónustu. Sérlega ánægjulegt er að til standi að fara í átak til heilsueflingar í heimabyggð vegna heimsfaraldursins. Brúa þarf umönnunarbilið Í umsögn BSRB er því fagnað að fæðingarorlof verði lengt í tólf mánuði og kallað eftir því að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að brúa umönnunarbilið, bilið frá því fæðingarorlofi lýkur þar til barn kemst í dagvistunarúrræði. BSRB gerir einnig alvarlegar athugasemdir við það í umsögn sinni að ekki sé lögð ríkari áhersla á aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
BSRB segir nær öll þau störf sem skapa eigi með fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vera hefðbundin karlastörf. Því sé fyrirsjáanlegt að átakið muni auka á kynjamisrétti. BSRB gerir alvarlegar athugasemdir við þetta og kallar eftir því að ráðist verði í uppbyggingu innviða á borð við umönnun og þjónustu við börn, fatlað fólk og aldraða. Þetta kemur fram í umsögn BSRB um fjárlagafrumvarpið og tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir næstu fimm ár, sem send hefur verið Alþingi. Þar segir að um 85 prósent þeirra starfa sem verði til með átakinu verði hefðbundin karlastörf. „Niðurstaðan er að fjárfestingar- og uppbyggingarátak ríkisstjórnarinnar fær falleinkun út frá jafnréttissjónarmiðum,“ segir í umsögninni. Ríkisstjórnin á ríkisráðsfundi á Bessastöðum.Vísir/Vilhelm BSRB bendir á að á sama tíma og ráðast eigi í átak þar sem mikill meirihluti þeirra starfa sem skapast séu hefðbundin karlastörf sæti ýmsir málaflokkar hins opinbera þar sem konur starfa í meirihluta aðhaldskröfu. Þetta þýði að álagið á konur sem starfa í opinberri þjónustu muni aukast samhliða aukinni ólaunaðri vinnu kvenna vegna skertrar þjónustu við börn, aldraða og sjúka vegna sóttvarnaraðgerða. „Fljótlegasta leiðin til atvinnusköpunar fyrir konur er að auka framlög til opinberrar þjónustu,“ segir einnig í umsögninni. „Þetta er líka skynsamleg leið. Nýleg rannsókn sem gerð var í sjö aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sýnir að fjárfestingar í umönnun og velferð, svo sem öldrunarþjónustu, heilbrigðiskerfi og leikskólum, séu ekki síður árangursríkar og jafnvel vænlegri til árangurs en fjárfesting í starfsgreinum þar sem meirihluti starfsfólks eru karlar svo sem í opinberum framkvæmdum eða byggingariðnaði. Ávinningurinn er meiri þar sem fleiri störf skapast því nánast allur kostnaður umönnunar felst í launakostnaði öfugt við framkvæmdir þar sem mikið fjármagn fer í aðföng. Fjárfesting í umönnun og velferð leiðir til hærra atvinnustigs og eykur eftirspurn eftir vörum og þjónustu fyrirtækja sem aftur eykur tekjur ríkissjóðs.“ Ófjármögnuðum skattalækkunum mótmælt Í umsögn BSRB er einnig gagnrýnt að stjórnvöld ráðist í ófjármagnaðar skattalækkanir sem ekki tengjast heimsfaraldrinum og ítrekar bandalagið mótmæli sín við þessari stefnu. Þá hafnar BSRB alfarið þeirri stefnu sem endurspeglast í fjármálaáætluninni, þar sem gert er ráð fyrir því að umfang ríkisrekstrar í hagkerfinu verði minnkað frá árinu 2025 miðað 2019 með niðurskurði á útgjöldum og veikingu tekjustofna. BSRB kallar einnig eftir því að tekjustofnar sveitarfélaga verði efldir. Þá er því fagnað í umsögn bandalagsins að áfram eigi að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðisþjónustunni og draga úr greiðsluþátttöku almennings vegna heilbrigðisþjónustu. Sérlega ánægjulegt er að til standi að fara í átak til heilsueflingar í heimabyggð vegna heimsfaraldursins. Brúa þarf umönnunarbilið Í umsögn BSRB er því fagnað að fæðingarorlof verði lengt í tólf mánuði og kallað eftir því að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að brúa umönnunarbilið, bilið frá því fæðingarorlofi lýkur þar til barn kemst í dagvistunarúrræði. BSRB gerir einnig alvarlegar athugasemdir við það í umsögn sinni að ekki sé lögð ríkari áhersla á aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira