Fann fyrir útlitspressu og endaði með átröskun Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2020 11:30 Ragnheiður Ragnarsdóttir var í mörg ár ein besta sundkona landsins og hefur meðal annars farið á tvenna Ólympíuleika. vísir/vilhelm Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. Ragnheiður hefur farið á tvenna Ólympíuleika og var í mörg ár ein allra besta sundkona landsins. Ragnheiður Ragnarsdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu en undanfarin ár hefur hún starfað töluvert sem fyrirsæta. Í sundinu og fyrirsætubransanum fylgir mikil pressa og þá sérstaklega þegar kemur að útliti og þyngd. Ragnheiður segist hafa lent í vandræðum með það. „Þetta er því miður vandamál sem er ekki bara hjá leikkonum, fyrirsætum, íþróttamönnum, heldur bara hjá konum. Að finna fyrir þessari pressu að vera í ákveðnu formi eða líta út svona eða hinsegin. Átraskanir eru því miður algengari heldur en maður vill að þær séu,“ segir Ragnheiður og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Ragnheiður Ragnarsdóttir „Ég höndlaði þetta ekki nægilega vel og á tíma var ég með átröskun. Þú ert með þjálfara, umboðsmenn og hina og þessa að segja manni að gera ekki hlutina svona og maður fer í einhvern graut inni í sér. Ég fór í afmæli og langaði að fá mér köku og þá fer maður í samviskubitið og borðar ekki neitt í tvo daga. Maður fer í búlimíu, anorexíu eða hvað það er,“ segir Ragnheiður sem kastaði oft á tíðum matnum upp rétt eftir að hafa fengið sér að borða. „Það er víst algengara en ég hélt hjá sundkonum og ég komst að því. Ég veit kannski meira um sundkonur heldur en aðrar íþróttakonur. Í íþróttum er þetta kannski algengara en maður myndi halda. Ég fór mjög snemma að huga að matarræði og borða eftir ákveðnu prógrammi. Rosalega fjölbreytt og hollt og ég var ekki að hakka í mig pasta eða sykri. Þegar það síðan gerðist, þá kom samviskubitið og maður fór alveg í kleinu. Ég hef lært mikið af þessu og vildi að ég gæti sagt fleiri íþróttakonum að kynna sér þetta vel og ekki detta í þessa gryfju því það er hræðilegt að díla við svona og ströggla við svona.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Ragnheiður einnig um sundferilinn, leiklistina, Hollywood, Ólympíuleikana og þegar hún kynntist Kobe Bryant, fyrirsætuferilinn, tónlistina og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. Ragnheiður hefur farið á tvenna Ólympíuleika og var í mörg ár ein allra besta sundkona landsins. Ragnheiður Ragnarsdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu en undanfarin ár hefur hún starfað töluvert sem fyrirsæta. Í sundinu og fyrirsætubransanum fylgir mikil pressa og þá sérstaklega þegar kemur að útliti og þyngd. Ragnheiður segist hafa lent í vandræðum með það. „Þetta er því miður vandamál sem er ekki bara hjá leikkonum, fyrirsætum, íþróttamönnum, heldur bara hjá konum. Að finna fyrir þessari pressu að vera í ákveðnu formi eða líta út svona eða hinsegin. Átraskanir eru því miður algengari heldur en maður vill að þær séu,“ segir Ragnheiður og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Ragnheiður Ragnarsdóttir „Ég höndlaði þetta ekki nægilega vel og á tíma var ég með átröskun. Þú ert með þjálfara, umboðsmenn og hina og þessa að segja manni að gera ekki hlutina svona og maður fer í einhvern graut inni í sér. Ég fór í afmæli og langaði að fá mér köku og þá fer maður í samviskubitið og borðar ekki neitt í tvo daga. Maður fer í búlimíu, anorexíu eða hvað það er,“ segir Ragnheiður sem kastaði oft á tíðum matnum upp rétt eftir að hafa fengið sér að borða. „Það er víst algengara en ég hélt hjá sundkonum og ég komst að því. Ég veit kannski meira um sundkonur heldur en aðrar íþróttakonur. Í íþróttum er þetta kannski algengara en maður myndi halda. Ég fór mjög snemma að huga að matarræði og borða eftir ákveðnu prógrammi. Rosalega fjölbreytt og hollt og ég var ekki að hakka í mig pasta eða sykri. Þegar það síðan gerðist, þá kom samviskubitið og maður fór alveg í kleinu. Ég hef lært mikið af þessu og vildi að ég gæti sagt fleiri íþróttakonum að kynna sér þetta vel og ekki detta í þessa gryfju því það er hræðilegt að díla við svona og ströggla við svona.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Ragnheiður einnig um sundferilinn, leiklistina, Hollywood, Ólympíuleikana og þegar hún kynntist Kobe Bryant, fyrirsætuferilinn, tónlistina og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira