Segir marga hafa verið í sóttkví við greiningu í gær sé áhöfnin tekin út fyrir mengið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. október 2020 21:50 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir lagði til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að líkamsræktarstöðvar yrðu áfram lokaðar, en nokkuð mörg smit hafa komið upp tengd líkamsræktarstöðvum. Sóttvarnalæknir telur að við séum að ná tökum á þriðju bylgju faraldursins þrátt fyrir að flestir þeirra sem greindust í gær hafi verið utan sóttkvíar við greiningu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til ráðherra að líkamsræktarstöðvar yrðu áfram lokaðar. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra heimilaði hins vegar opnun þeirra í nýju reglugerðinni, að uppfylltum ströngum skilyrðum. Rætt var við Þórólf Guðnason í Reykjavík síðdegis í dag. „Ég lagði til að líkamsræktarstöðvum yrði lokað áfram. Þá fóru menn að velta fyrir sér annars konar líkamsrækt. Hvort öll líkamsrækt væri þá bönnuð. Hvort það væri banna að fólk stundaði æfingar og færi út að hlaupa.“ „Þá komu þær hugmyndir upp hvort hægt væri að skilgreina krossfitt og jóga sem íþrótt eða ekki. Við það flæktist málið töluvert þannig að á endanum voru íþróttir sem ekki eru skilgreindar innan ÍSÍ, þar á meðal krossfitt og jóga, látnar falla undir venjulegar íþróttir þar sem væri gætt að nándarreglunni og öðru slíku,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalænknir. Mörg smit tengjast líkamsræktarstöðvum Hann segir nokkuð mörg smit hafa komið upp sem tengjast líkamsræktarstöðvum. „Í mínum huga var líkamsrækt algjörlega eitthvað sem við þurftum að stöðva áfram þangað til við værum búin að ná betri tökum á faraldrinum.“ Hann segir að tvær leiðir hafi verið í stöðunni fyrir ráðuneytið. Annað hvort að leyfa krossfitt, jóga og almenna líkamsrækt innan þessara marka líkt og ráðuneytið gerði. „Eða þá að skilgreina þetta allt sem starfsemi sem væri bönnuð. Ég lagði til að það yrði gert en hitt varð ofan á,“ sagði Þórólfur. 62 greindust innanlands í gær og var minnihluti þeirra í sóttkví við greiningu. Aðspurður hvort við séum að ná tökum á þessari þriðju bylgju faraldursins segir Þórólfur meta það sem svo. „Já ég met það þannig að þetta sé að fara niður. Við fengum að vísu enga sérstaka niðursveiflu frá tölunum í gær en það helgast af þessari skipshöfn á Ísafirði sem kom smituðu í höfn. Margir þar voru veikir um borð og bættu þannig í, en þetta eru einstaklingar sem eru ekki að smita út frá sér. Þannig að ef við tökum þá frá tölunni þá erum við með góða niðursveiflu í þessu og marga í sóttkví þannig að ég er nokkuð ánægður með það en auðvitað er ég ekki ánægður að sjá þennan fjölda um borð í þessu veiðiskipi,‘‘ sagði Þórólfur Guðnason. Segir tölur yfir þá sem voru í sóttkví við greiningu skakkar Upplýsingafulltrúi almannavarna tekur undir með Þórólfi og bætir við að tölur yfir þá sem eru í sóttkví séu skakkar í ljósi þess að í þeim sé heil áhöfn á skipi. „Tölurnar yfir þá sem eru í sóttkví í dag eru skakkar í ljósi þess að inni í þeim er áhöfn á skipi. Þeir teljast ekki í sóttkví í skilgreiningu þess orðs. Þannig ef við tökum þá frá tölum dagsins þá er þetta með besta hlutfalli sem við höfum séð í langan tíma,‘‘ sagði Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi almannavarna. Ekki í samræmi við það sem sóttvarnalæknir lagði upp með Hárgreiðslufólk hefur margt verið óánægt með að mega ekki hafa opið þegar líkamsræktarstöðvar hafa heimild til þess. „Þetta er ákveðið misræmi en ég bendi á að þetta er í reglugerð ráðuneytisins og það er ráðuneytið sem svarar fyrir það. Eins og ég sagði áðan þá er þetta ekki alveg í samræmi við það sem ég lagði upp með. Það er nú reyndar þannig að ég kem með ákveðnar tillögur til ráðherra og svo þurfa þau að setja endanlegar reglugerðir. Þá þarf að taka tillit til kannski annarra hluta þannig það er ekki sjálfgefið að reglugerðin verði nákvæmlega eins og mínar tillögur,‘‘ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir 110 smit rakin beint til líkamsræktarstöðva og annarra íþrótta Þar eru ekki meðtalin afleidd smit sem væntanlega hlaupa á hundruðum. 20. október 2020 16:39 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Sóttvarnalæknir lagði til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að líkamsræktarstöðvar yrðu áfram lokaðar, en nokkuð mörg smit hafa komið upp tengd líkamsræktarstöðvum. Sóttvarnalæknir telur að við séum að ná tökum á þriðju bylgju faraldursins þrátt fyrir að flestir þeirra sem greindust í gær hafi verið utan sóttkvíar við greiningu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til ráðherra að líkamsræktarstöðvar yrðu áfram lokaðar. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra heimilaði hins vegar opnun þeirra í nýju reglugerðinni, að uppfylltum ströngum skilyrðum. Rætt var við Þórólf Guðnason í Reykjavík síðdegis í dag. „Ég lagði til að líkamsræktarstöðvum yrði lokað áfram. Þá fóru menn að velta fyrir sér annars konar líkamsrækt. Hvort öll líkamsrækt væri þá bönnuð. Hvort það væri banna að fólk stundaði æfingar og færi út að hlaupa.“ „Þá komu þær hugmyndir upp hvort hægt væri að skilgreina krossfitt og jóga sem íþrótt eða ekki. Við það flæktist málið töluvert þannig að á endanum voru íþróttir sem ekki eru skilgreindar innan ÍSÍ, þar á meðal krossfitt og jóga, látnar falla undir venjulegar íþróttir þar sem væri gætt að nándarreglunni og öðru slíku,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalænknir. Mörg smit tengjast líkamsræktarstöðvum Hann segir nokkuð mörg smit hafa komið upp sem tengjast líkamsræktarstöðvum. „Í mínum huga var líkamsrækt algjörlega eitthvað sem við þurftum að stöðva áfram þangað til við værum búin að ná betri tökum á faraldrinum.“ Hann segir að tvær leiðir hafi verið í stöðunni fyrir ráðuneytið. Annað hvort að leyfa krossfitt, jóga og almenna líkamsrækt innan þessara marka líkt og ráðuneytið gerði. „Eða þá að skilgreina þetta allt sem starfsemi sem væri bönnuð. Ég lagði til að það yrði gert en hitt varð ofan á,“ sagði Þórólfur. 62 greindust innanlands í gær og var minnihluti þeirra í sóttkví við greiningu. Aðspurður hvort við séum að ná tökum á þessari þriðju bylgju faraldursins segir Þórólfur meta það sem svo. „Já ég met það þannig að þetta sé að fara niður. Við fengum að vísu enga sérstaka niðursveiflu frá tölunum í gær en það helgast af þessari skipshöfn á Ísafirði sem kom smituðu í höfn. Margir þar voru veikir um borð og bættu þannig í, en þetta eru einstaklingar sem eru ekki að smita út frá sér. Þannig að ef við tökum þá frá tölunni þá erum við með góða niðursveiflu í þessu og marga í sóttkví þannig að ég er nokkuð ánægður með það en auðvitað er ég ekki ánægður að sjá þennan fjölda um borð í þessu veiðiskipi,‘‘ sagði Þórólfur Guðnason. Segir tölur yfir þá sem voru í sóttkví við greiningu skakkar Upplýsingafulltrúi almannavarna tekur undir með Þórólfi og bætir við að tölur yfir þá sem eru í sóttkví séu skakkar í ljósi þess að í þeim sé heil áhöfn á skipi. „Tölurnar yfir þá sem eru í sóttkví í dag eru skakkar í ljósi þess að inni í þeim er áhöfn á skipi. Þeir teljast ekki í sóttkví í skilgreiningu þess orðs. Þannig ef við tökum þá frá tölum dagsins þá er þetta með besta hlutfalli sem við höfum séð í langan tíma,‘‘ sagði Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi almannavarna. Ekki í samræmi við það sem sóttvarnalæknir lagði upp með Hárgreiðslufólk hefur margt verið óánægt með að mega ekki hafa opið þegar líkamsræktarstöðvar hafa heimild til þess. „Þetta er ákveðið misræmi en ég bendi á að þetta er í reglugerð ráðuneytisins og það er ráðuneytið sem svarar fyrir það. Eins og ég sagði áðan þá er þetta ekki alveg í samræmi við það sem ég lagði upp með. Það er nú reyndar þannig að ég kem með ákveðnar tillögur til ráðherra og svo þurfa þau að setja endanlegar reglugerðir. Þá þarf að taka tillit til kannski annarra hluta þannig það er ekki sjálfgefið að reglugerðin verði nákvæmlega eins og mínar tillögur,‘‘ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir 110 smit rakin beint til líkamsræktarstöðva og annarra íþrótta Þar eru ekki meðtalin afleidd smit sem væntanlega hlaupa á hundruðum. 20. október 2020 16:39 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
110 smit rakin beint til líkamsræktarstöðva og annarra íþrótta Þar eru ekki meðtalin afleidd smit sem væntanlega hlaupa á hundruðum. 20. október 2020 16:39
Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03
Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Hún hefur farið yfir málið með sóttvarnalækni. 20. október 2020 12:03