Rússar neita ásökunum um tölvuárásir á Ólympíuleika Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2020 09:01 Rússnesk stjórnvöld hafa haft horn í síðu Ólympíuleikanna eftir að þeim var gerð refsing fyrir umfangsmikla ólöglega lyjfanotkun íþróttamanna. Vísir/EPA Sendifulltrúar Rússlands í Bandaríkjunum hafna ásökunum bandarískra og breskra stjórnvalda um að rússneska leyniþjónustan hafi staðið að fjölda tölvuárása, þar á meðal til þess að setja Ólympíuleikana í Tókýó úr skorðum. Sex Rússar sem starfa fyrir rússnesku herleyniþjónustuna GRU er ákærðir fyrir röð tölvuárása undanfarin ár. Bandaríska dómsmálaráðuneytið kynnti ákærurnar í gær en þær beinst meðal annars að árásum á orkudreifikerfi Úkraína og forsetaframboð Emmanuels Macron í Frakklandi í aðdraganda kosninga árið 2017. Rússnesk yfirvöld hafa iðulega borið af sér allar sakir og ásakanirnar nú voru engin undantekning. Ríkisfréttastofan RIA hefur eftir embættismanni í rússneska sendiráðinu í Washington-borg að þær hafi „augljóslega“ ekkert með raunveruleikann að gera og þeim sé ætlað að „ala á andúð á Rússum í bandarísku samfélagi og að leiða til nornaveiða og njósnaótta“. Í ákærunni í Bandaríkjunum eru tölvuárásir GRU sagðar hafa beinst að þeim sem hafi gagnrýnt rússnesk stjórnvöld, jafnt fyrrverandi Sovétlýðveldi sem vestræn ríki. Bresk stjórnvöld sökuðu í framhaldinu sömu sveit manna innan GRU um að reyna að brjótast inn í tölvur einstaklinga og stofnana sem tengjast Ólympíuleikunum og Ólympíuleikum fatlaðra í Tókýó sem áttu að fara fram á þessu ári, að sögn Washington Post. Innbrot rússnesku leyniþjónustunnar í tölvukerfi fyrirtækis sem tengdist Vetrarólympíuleikunum árið 2018 er sagt hafa verið hefnd rússneskra stjórnvalda eftir að Alþjóðaólympíunefndin bannaði Rússum að senda lið þegar upp komst um umfangsmikla og kerfisbundna lyfjamisnotkun rússneskra íþróttamanna. Tölvuþrjótar rússnesku leyniþjónustunnar eru einnig sakaðir um að hafa staðið að gíslatökuspilliforritinu NotPetya sem sérfræðingar telja skaðlegustu tölvuárás frá upphafi. Hugbúnaðurinn læsti meðal annars tölvum á sjúkrahúsum, stofnunum og fyrirtækjum í Bandaríkjunum. Tjónið var metið á milljarða dollara, jafnvirði hundruð milljóna íslenskra króna. Einn rússnesku leyniþjónustumannanna var einnig ákærður í rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, fyrir að hafa reynt að brjótast inn í kosningakerfi í Bandaríkjunum fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Rússland Bretland Bandaríkin Tölvuárásir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Sendifulltrúar Rússlands í Bandaríkjunum hafna ásökunum bandarískra og breskra stjórnvalda um að rússneska leyniþjónustan hafi staðið að fjölda tölvuárása, þar á meðal til þess að setja Ólympíuleikana í Tókýó úr skorðum. Sex Rússar sem starfa fyrir rússnesku herleyniþjónustuna GRU er ákærðir fyrir röð tölvuárása undanfarin ár. Bandaríska dómsmálaráðuneytið kynnti ákærurnar í gær en þær beinst meðal annars að árásum á orkudreifikerfi Úkraína og forsetaframboð Emmanuels Macron í Frakklandi í aðdraganda kosninga árið 2017. Rússnesk yfirvöld hafa iðulega borið af sér allar sakir og ásakanirnar nú voru engin undantekning. Ríkisfréttastofan RIA hefur eftir embættismanni í rússneska sendiráðinu í Washington-borg að þær hafi „augljóslega“ ekkert með raunveruleikann að gera og þeim sé ætlað að „ala á andúð á Rússum í bandarísku samfélagi og að leiða til nornaveiða og njósnaótta“. Í ákærunni í Bandaríkjunum eru tölvuárásir GRU sagðar hafa beinst að þeim sem hafi gagnrýnt rússnesk stjórnvöld, jafnt fyrrverandi Sovétlýðveldi sem vestræn ríki. Bresk stjórnvöld sökuðu í framhaldinu sömu sveit manna innan GRU um að reyna að brjótast inn í tölvur einstaklinga og stofnana sem tengjast Ólympíuleikunum og Ólympíuleikum fatlaðra í Tókýó sem áttu að fara fram á þessu ári, að sögn Washington Post. Innbrot rússnesku leyniþjónustunnar í tölvukerfi fyrirtækis sem tengdist Vetrarólympíuleikunum árið 2018 er sagt hafa verið hefnd rússneskra stjórnvalda eftir að Alþjóðaólympíunefndin bannaði Rússum að senda lið þegar upp komst um umfangsmikla og kerfisbundna lyfjamisnotkun rússneskra íþróttamanna. Tölvuþrjótar rússnesku leyniþjónustunnar eru einnig sakaðir um að hafa staðið að gíslatökuspilliforritinu NotPetya sem sérfræðingar telja skaðlegustu tölvuárás frá upphafi. Hugbúnaðurinn læsti meðal annars tölvum á sjúkrahúsum, stofnunum og fyrirtækjum í Bandaríkjunum. Tjónið var metið á milljarða dollara, jafnvirði hundruð milljóna íslenskra króna. Einn rússnesku leyniþjónustumannanna var einnig ákærður í rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, fyrir að hafa reynt að brjótast inn í kosningakerfi í Bandaríkjunum fyrir forsetakosningarnar árið 2016.
Rússland Bretland Bandaríkin Tölvuárásir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira