Þórólfur sóttvarnalæknir og Gummi Gumm „alveg eins“ Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2020 10:00 Guðmundur Guðmundsson er á vinstri myndinni en Þórólfur Guðnason þeirri hægri. Samsett/Vilhelm „Þeir eru bara alveg eins,“ segir Rúnar Sigtryggsson um Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í handbolta. Guðmundur er þekktur fyrir að sýna hverju landsliðsverkefni sömu virðingu og forðast vanmat eins og hægt er, hversu lágt skrifaðir sem mótherjarnir eru. Varfærinn og vill ekki fagna sigri fyrir fram, frekar en Þórólfur í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Ísland er nú á leið í leiki við Litháen og Ísrael 4. og 7. nóvember, í undankeppni EM, en þar eru á ferð tvö lið sem örsjaldan hafa komist á stórmót á meðan að Ísland hefur verið fastagestur á stórmótum í mörg ár. „Verðum að vera meðvitaðir um eigin getu“ Landsliðið var til umræðu í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem Rúnar tók til máls: „Við getum ekki verið í tuttugu ár að tala einhver léleg lið upp á okkar „level“. Þá verðum við bara jafnlélegir og þau. Þetta er leikur þar sem við ætlumst til að okkar lið mæti og sýni úr hverju menn eru gerðir. Þetta er bara formsatriði, þannig lagað. Við þurfum að vera meðvitaðir um eigin getu. En við vitum alveg að Gummi mun tala þá [andstæðingana] upp, halda öllum á jörðinni og svo framvegis,“ sagði Rúnar. Rúnar er fyrrverandi landsliðsmaður og spilaði á sínum tíma undir stjórn Guðmundar. Hann segir gamla landsliðsfundi rifjast upp fyrir sér þessa dagana þegar hann horfi á upplýsingafundina í sjónvarpinu vegna kórónuveirufaraldursins. „Þórólfur sóttvarnalæknir minnir mig oft á Gumma Gumm. Hann heldur öllum niðri, engar væntingar, og þeir eru bara alveg eins. Manni finnst stundum þegar maður horfir á þessar útsendingar að maður sé kominn inn í búningsklefa fyrir 20 árum síðan,“ sagði Rúnar og uppskar mikinn hlátur. Klippa: Seinni bylgjan - Rúnar um landsliðsþjálfarann og væntingar Handbolti Seinni bylgjan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Strákarnir okkar fara á hótel og þurfa undanþágu til æfinga Handknattleikssamband Íslands mun sækja um undanþágu til að „strákarnir okkar“ í íslenska landsliðinu nái að æfa saman fyrir komandi landsleiki í nóvember. 20. október 2020 08:01 „Norskur“ nýliði í íslenska hópnum sem mætir Litháen og Ísrael Einn nýliði er í nýjasta landsliðshópi Íslands í handbolta og Oddur Gretarsson fær tækifæri í stöðu vinstri hornamanns, þegar Ísland mætir Litháen og Ísrael í nóvember. 16. október 2020 14:00 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Sjá meira
„Þeir eru bara alveg eins,“ segir Rúnar Sigtryggsson um Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í handbolta. Guðmundur er þekktur fyrir að sýna hverju landsliðsverkefni sömu virðingu og forðast vanmat eins og hægt er, hversu lágt skrifaðir sem mótherjarnir eru. Varfærinn og vill ekki fagna sigri fyrir fram, frekar en Þórólfur í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Ísland er nú á leið í leiki við Litháen og Ísrael 4. og 7. nóvember, í undankeppni EM, en þar eru á ferð tvö lið sem örsjaldan hafa komist á stórmót á meðan að Ísland hefur verið fastagestur á stórmótum í mörg ár. „Verðum að vera meðvitaðir um eigin getu“ Landsliðið var til umræðu í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem Rúnar tók til máls: „Við getum ekki verið í tuttugu ár að tala einhver léleg lið upp á okkar „level“. Þá verðum við bara jafnlélegir og þau. Þetta er leikur þar sem við ætlumst til að okkar lið mæti og sýni úr hverju menn eru gerðir. Þetta er bara formsatriði, þannig lagað. Við þurfum að vera meðvitaðir um eigin getu. En við vitum alveg að Gummi mun tala þá [andstæðingana] upp, halda öllum á jörðinni og svo framvegis,“ sagði Rúnar. Rúnar er fyrrverandi landsliðsmaður og spilaði á sínum tíma undir stjórn Guðmundar. Hann segir gamla landsliðsfundi rifjast upp fyrir sér þessa dagana þegar hann horfi á upplýsingafundina í sjónvarpinu vegna kórónuveirufaraldursins. „Þórólfur sóttvarnalæknir minnir mig oft á Gumma Gumm. Hann heldur öllum niðri, engar væntingar, og þeir eru bara alveg eins. Manni finnst stundum þegar maður horfir á þessar útsendingar að maður sé kominn inn í búningsklefa fyrir 20 árum síðan,“ sagði Rúnar og uppskar mikinn hlátur. Klippa: Seinni bylgjan - Rúnar um landsliðsþjálfarann og væntingar
Handbolti Seinni bylgjan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Strákarnir okkar fara á hótel og þurfa undanþágu til æfinga Handknattleikssamband Íslands mun sækja um undanþágu til að „strákarnir okkar“ í íslenska landsliðinu nái að æfa saman fyrir komandi landsleiki í nóvember. 20. október 2020 08:01 „Norskur“ nýliði í íslenska hópnum sem mætir Litháen og Ísrael Einn nýliði er í nýjasta landsliðshópi Íslands í handbolta og Oddur Gretarsson fær tækifæri í stöðu vinstri hornamanns, þegar Ísland mætir Litháen og Ísrael í nóvember. 16. október 2020 14:00 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Sjá meira
Strákarnir okkar fara á hótel og þurfa undanþágu til æfinga Handknattleikssamband Íslands mun sækja um undanþágu til að „strákarnir okkar“ í íslenska landsliðinu nái að æfa saman fyrir komandi landsleiki í nóvember. 20. október 2020 08:01
„Norskur“ nýliði í íslenska hópnum sem mætir Litháen og Ísrael Einn nýliði er í nýjasta landsliðshópi Íslands í handbolta og Oddur Gretarsson fær tækifæri í stöðu vinstri hornamanns, þegar Ísland mætir Litháen og Ísrael í nóvember. 16. október 2020 14:00