Umferðarflæðið batnar þegar þessir þrír vegarkaflar klárast Kristján Már Unnarsson skrifar 19. október 2020 20:42 Reykjanesbraut í Hafnarfirði í dag. Breikkun úr tveimur akreinum í fjórar er á lokametrunum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Verulegar samgöngubætur eru framundan á stofnbrautum Reykjavíkursvæðisins. Þrír vegarkaflar, sem allir bæta umferðarflæði, eru að klárast og verða teknir í notkun á næstu vikum. Mestu munar um breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Breikkun Vesturlandsvegar í gegnum Mosfellsbæ er einn af þessum köflum en verkefnin þrjú eiga það sammerkt að þau eru öll unnin rösklega. Þannig eru aðeins liðnir fimm mánuðir frá því Vegagerðin samdi við lægstbjóðanda, fyrirtækið Loftorku, um að breikka 1.100 metra vegarkafla meðfram Lágafelli, milli Skarhólabrautar og Langatanga, fyrir 490 milljónir króna. Fá Vesturlandsvegi við Lágafell í Mosfellsbæ.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Reiknað er með að allar fjórar akreinar, með aðskildum akstursstefnum, verði komnar í notkun eftir tvær vikur eða svo, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Verkinu á að skila fullbúnu eigi síðar en 1. desember. Það eru einnig aðeins fimm mánuðir frá því Vegagerðin skrifaði upp á 402 milljóna króna verksamning við Óskatak um að breikka Suðurlandsveg norðan Rauðavatns, á 1.400 metra kafla næst Vesturlandsvegi. Þar er einnig verið að lengja undirgöng við Krókháls. Þessu verki lýkur í byrjun desember. Frá Suðurlandsvegi norðan Rauðavatns. Brúin fremst tengir Bæjarháls og Hádegismóa.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Breikkun 3,2 kílómetra kafla Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurgatnamótanna, er einnig á lokametrunum og umferð að hluta komin á báðar akreinar. Þar hljóðar verksamningur upp á 2,1 milljarð króna. Verktakinn Ístak hófst handa í maí í fyrra, fyrir sautján mánuðum, og er stefnt að formlegri opnun um miðjan nóvember. Það er kannski fátt jákvætt hægt að segja um covid. Og þó: Vegna faraldursins hafa umferðartafir verið mun minni en búast hefði mátt við vegna framkvæmdanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Tengdar fréttir Bæjarstjóri fagnar því að losna við flöskuhálsinn í Mosfellsbæ Einn umferðarmesti flöskuháls þjóðvegakerfisins, kafli Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ, heyrir brátt sögunni til en lægsta tilboð sem barst Vegagerðinni í endurbætur í dag reyndist aðeins sjötíu prósent af kostnaðaráætlun. 5. maí 2020 22:03 Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Verulegar samgöngubætur eru framundan á stofnbrautum Reykjavíkursvæðisins. Þrír vegarkaflar, sem allir bæta umferðarflæði, eru að klárast og verða teknir í notkun á næstu vikum. Mestu munar um breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Breikkun Vesturlandsvegar í gegnum Mosfellsbæ er einn af þessum köflum en verkefnin þrjú eiga það sammerkt að þau eru öll unnin rösklega. Þannig eru aðeins liðnir fimm mánuðir frá því Vegagerðin samdi við lægstbjóðanda, fyrirtækið Loftorku, um að breikka 1.100 metra vegarkafla meðfram Lágafelli, milli Skarhólabrautar og Langatanga, fyrir 490 milljónir króna. Fá Vesturlandsvegi við Lágafell í Mosfellsbæ.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Reiknað er með að allar fjórar akreinar, með aðskildum akstursstefnum, verði komnar í notkun eftir tvær vikur eða svo, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Verkinu á að skila fullbúnu eigi síðar en 1. desember. Það eru einnig aðeins fimm mánuðir frá því Vegagerðin skrifaði upp á 402 milljóna króna verksamning við Óskatak um að breikka Suðurlandsveg norðan Rauðavatns, á 1.400 metra kafla næst Vesturlandsvegi. Þar er einnig verið að lengja undirgöng við Krókháls. Þessu verki lýkur í byrjun desember. Frá Suðurlandsvegi norðan Rauðavatns. Brúin fremst tengir Bæjarháls og Hádegismóa.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Breikkun 3,2 kílómetra kafla Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurgatnamótanna, er einnig á lokametrunum og umferð að hluta komin á báðar akreinar. Þar hljóðar verksamningur upp á 2,1 milljarð króna. Verktakinn Ístak hófst handa í maí í fyrra, fyrir sautján mánuðum, og er stefnt að formlegri opnun um miðjan nóvember. Það er kannski fátt jákvætt hægt að segja um covid. Og þó: Vegna faraldursins hafa umferðartafir verið mun minni en búast hefði mátt við vegna framkvæmdanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Tengdar fréttir Bæjarstjóri fagnar því að losna við flöskuhálsinn í Mosfellsbæ Einn umferðarmesti flöskuháls þjóðvegakerfisins, kafli Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ, heyrir brátt sögunni til en lægsta tilboð sem barst Vegagerðinni í endurbætur í dag reyndist aðeins sjötíu prósent af kostnaðaráætlun. 5. maí 2020 22:03 Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Bæjarstjóri fagnar því að losna við flöskuhálsinn í Mosfellsbæ Einn umferðarmesti flöskuháls þjóðvegakerfisins, kafli Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ, heyrir brátt sögunni til en lægsta tilboð sem barst Vegagerðinni í endurbætur í dag reyndist aðeins sjötíu prósent af kostnaðaráætlun. 5. maí 2020 22:03
Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57