Fengu hvorki ferðamenn né „eðlilegt líf“ innanlands Sylvía Hall skrifar 19. október 2020 19:00 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Arnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir stöðuna erfiða hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafi komur ferðamanna verið mun færri en undanfarin ár og staðan aðeins versnað þegar aðgerðir á landamærunum voru hertar í ágúst. Nú sé þeim tilmælum beint til fólks að ferðast sem minnst innanlands, sem bæti gráu ofan á svart. „Auðvitað verðum við að sýna þessu skilning og reyna að fara eftir þessum fyrirmælum sem er verið að gefa okkur, og ég vona að fólk geri það sem best. Þetta eykur samt á þann vanda sem okkar fyrirtæki standa frammi fyrir; tekjuleysi að miklu leyti til yfir allan veturinn,“ sagði Jóhannes Þór í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Að sögn Jóhannesar koma þessi nýjustu tilmæli sérstaklega illa niður á þeim rekstraraðilum sem hafa treyst á Íslendinga yfir vetrartímann og boðið upp á gistingu og mat á sérstökum tilboðum. Það sé sérstaklega algengt á Suðurlandi og norður á Akureyri, enda margir sem fari í helgarferðir þangað frá höfuðborgarsvæðinu. „En um allt land eru fyrirtæki að reyna að gera það besta úr stöðunni sem þau geta. Þessi tilmæli og staðan undanfarnar tvær vikur hafa gert það að verkum að þessi fyrirtæki hafa sum hver þurft að loka og segja gestum að þau geti því miður ekki uppfyllt þessi tilboð sem þau hafa verið að gefa.“ Innanlandsfaraldur skömmu eftir hertar aðgerðir Jóhannes segir sömu sögu vera að segja af veitingahúsarekstri um allt land. Staðan sé þó afar erfið á höfuðborgarsvæðinu, því rekstrarkostnaður sé hár en tekjurnar mun minni en áður. Þá sé ákveðið svekkelsi að sú áætlun, að herða aðgerðir á landamærunum til þess að viðhalda nokkuð „eðlilegu“ lífi innanlands, hafi ekki gengið upp. „Við erum kannski svekktust með að eftir að það var lokað hér í ágúst á komur ferðamanna, með því fororði að við gætum haft eðlilegt líf, eins og það var orðað, hér innanlands. Við höfum samt sem áður fengið hér heilmikinn innanlandsfaraldur, sem þýðir að við höfum kannski fengið í rauninni það versta út úr hvoru tveggja,“ segir Jóhannes. Það hafi þó verið viðbúið að faraldurinn tæki sig upp á ný. „Við gerðum alltaf ráð fyrir því að faraldurinn myndi að einhverju leyti koma aftur að hausti. Með svona veirufaraldra þarf maður að gera ráð fyrir því að þeir hagi sér eins og til dæmis inflúensufaraldrarnir gera, þegar kólnar í lofti þá koma þeir aftur á haustin og vorin.“ Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn hjá aðilum í ferðaþjónustu, enda fæstir á faraldsfæti.Vísir/Vilhelm Ákveðinn hópur sem ferðast enn Að sögn Jóhannesar var búist við mögulega 550 til 600 þúsund ferðamönnum til landsins í ár, mun færri en undanfarin ár, en með hertum aðgerðum á landamærunum hafi sú spá lækkað um næstum 100 þúsund ferðamenn. Það sé gríðarlegt tap fyrir fyrirtækin sem hlaupi á tugum milljarða. Hann segir alls ekki svo að enginn vilji ferðast. „Menn segja nú stundum: Bíddu er fólk eitthvað að ferðast? Er ekki faraldur á uppleið um alla Evrópu? Þá höfum við séð það að sá hópur sem við vorum að flytja til landsins í sumar og sá hópur sem er enn að ferðast um Evrópu og hefur þá áfram verið að koma til Íslands, það er fólk sem er tilbúið að ferðast þrátt fyrir faraldurinn,“ segir Jóhannes og bætir við að það geti skipt verulegu máli fyrir þau fyrirtæki sem berjast í bökkum. Það er kannski ekki stór hópur, en við þurfum ekkert gríðarlegan fjölda til þess að fá eitthvað af tekjum inn sem hefði hjálpað mjög við að halda svona grunnþjónustu, að halda fyrirtækjunum í öndunarvél í vetur.“ Hann segir ótrúlegt hversu lengi sum fyrirtæki hafa þraukað, en hann kveðst þó ekki bjartsýnn á næstu mánuði: „Þetta verður gríðarlega erfiður vetur.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Jóhannes Þór í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir stöðuna erfiða hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafi komur ferðamanna verið mun færri en undanfarin ár og staðan aðeins versnað þegar aðgerðir á landamærunum voru hertar í ágúst. Nú sé þeim tilmælum beint til fólks að ferðast sem minnst innanlands, sem bæti gráu ofan á svart. „Auðvitað verðum við að sýna þessu skilning og reyna að fara eftir þessum fyrirmælum sem er verið að gefa okkur, og ég vona að fólk geri það sem best. Þetta eykur samt á þann vanda sem okkar fyrirtæki standa frammi fyrir; tekjuleysi að miklu leyti til yfir allan veturinn,“ sagði Jóhannes Þór í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Að sögn Jóhannesar koma þessi nýjustu tilmæli sérstaklega illa niður á þeim rekstraraðilum sem hafa treyst á Íslendinga yfir vetrartímann og boðið upp á gistingu og mat á sérstökum tilboðum. Það sé sérstaklega algengt á Suðurlandi og norður á Akureyri, enda margir sem fari í helgarferðir þangað frá höfuðborgarsvæðinu. „En um allt land eru fyrirtæki að reyna að gera það besta úr stöðunni sem þau geta. Þessi tilmæli og staðan undanfarnar tvær vikur hafa gert það að verkum að þessi fyrirtæki hafa sum hver þurft að loka og segja gestum að þau geti því miður ekki uppfyllt þessi tilboð sem þau hafa verið að gefa.“ Innanlandsfaraldur skömmu eftir hertar aðgerðir Jóhannes segir sömu sögu vera að segja af veitingahúsarekstri um allt land. Staðan sé þó afar erfið á höfuðborgarsvæðinu, því rekstrarkostnaður sé hár en tekjurnar mun minni en áður. Þá sé ákveðið svekkelsi að sú áætlun, að herða aðgerðir á landamærunum til þess að viðhalda nokkuð „eðlilegu“ lífi innanlands, hafi ekki gengið upp. „Við erum kannski svekktust með að eftir að það var lokað hér í ágúst á komur ferðamanna, með því fororði að við gætum haft eðlilegt líf, eins og það var orðað, hér innanlands. Við höfum samt sem áður fengið hér heilmikinn innanlandsfaraldur, sem þýðir að við höfum kannski fengið í rauninni það versta út úr hvoru tveggja,“ segir Jóhannes. Það hafi þó verið viðbúið að faraldurinn tæki sig upp á ný. „Við gerðum alltaf ráð fyrir því að faraldurinn myndi að einhverju leyti koma aftur að hausti. Með svona veirufaraldra þarf maður að gera ráð fyrir því að þeir hagi sér eins og til dæmis inflúensufaraldrarnir gera, þegar kólnar í lofti þá koma þeir aftur á haustin og vorin.“ Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn hjá aðilum í ferðaþjónustu, enda fæstir á faraldsfæti.Vísir/Vilhelm Ákveðinn hópur sem ferðast enn Að sögn Jóhannesar var búist við mögulega 550 til 600 þúsund ferðamönnum til landsins í ár, mun færri en undanfarin ár, en með hertum aðgerðum á landamærunum hafi sú spá lækkað um næstum 100 þúsund ferðamenn. Það sé gríðarlegt tap fyrir fyrirtækin sem hlaupi á tugum milljarða. Hann segir alls ekki svo að enginn vilji ferðast. „Menn segja nú stundum: Bíddu er fólk eitthvað að ferðast? Er ekki faraldur á uppleið um alla Evrópu? Þá höfum við séð það að sá hópur sem við vorum að flytja til landsins í sumar og sá hópur sem er enn að ferðast um Evrópu og hefur þá áfram verið að koma til Íslands, það er fólk sem er tilbúið að ferðast þrátt fyrir faraldurinn,“ segir Jóhannes og bætir við að það geti skipt verulegu máli fyrir þau fyrirtæki sem berjast í bökkum. Það er kannski ekki stór hópur, en við þurfum ekkert gríðarlegan fjölda til þess að fá eitthvað af tekjum inn sem hefði hjálpað mjög við að halda svona grunnþjónustu, að halda fyrirtækjunum í öndunarvél í vetur.“ Hann segir ótrúlegt hversu lengi sum fyrirtæki hafa þraukað, en hann kveðst þó ekki bjartsýnn á næstu mánuði: „Þetta verður gríðarlega erfiður vetur.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Jóhannes Þór í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira