Hvernig erum við búin undir þessa kreppu? Björn Berg Gunnarsson skrifar 20. október 2020 08:01 Kórónukreppan mun renna sitt skeið. Óvíst er þó hvenær viðspyrnan hefst og í hvaða ástandi íslenska hagkerfið verður þegar þar að kemur. Ólíkt fyrri kreppum höfum við óvenju mikið svigrúm til að draga úr neikvæðum áhrifum hennar að þessu sinni. Ástæðan er einna helst sú að ákveðið var, svona rétt einu sinni, að bregða út af vananum og læra af reynslunni. Þetta reddast í þetta skiptið Í stað þess að spenna bogann eins og mögulegt var meðan góðærið stóð sem hæst og raula með sjálfum okkur þjóðsönginn „þetta reddast“ var hagkerfið, nánast í heild sinni, búið duglega undir tíma sem þessa. Þess vegna lítur nú út fyrir að þetta muni, þegar allt kemur til alls, reddast. Vöxtur hagkerfisins undanfarinn áratug var meðal annars nýttur til niðurgreiðslu skulda, hvort sem litið er til opinberra aðila, fyrirtækja eða heimila og hefur erlend staða þjóðarbúsins á sama tíma snúist úr því að vera neikvæð sem nemur hundruðum milljarða í að vera jákvæð um mörg hundruð milljarða. Á sama tíma var safnað í digran gjaldeyrisvarasjóð í Seðlabankanum sem reynist vel nú þegar stærsta útflutningsgrein landsins liggur í dvala. Þessi fyrirhyggja hefur reynst okkur dýrmæt og kemur til með að vera það áfram í vetur. Hið opinbera getur ráðist í kröftugar mótvægisaðgerðir og keyrt á umtalsverðum halla um nokkurt skeið án þess að stefni í óefni. Aðgengi að fjármagni er gott og á góðum kjörum. Hvað skuldir heimila varðar hafa þær ekki stökkbreyst vegna óðaverðbólgu heldur hafa lánakjör batnað til muna með lækkandi vöxtum og verðbólgan haldist merkilega lág, þrátt fyrir talsverða veikingu krónunnar. Þetta hjálpar en breytir því ekki að veturinn verður erfiður og margir samlandar okkar munu verða fyrir miklu fjárhagslegu höggi. Þeim mun mikilvægara er að fjárhagslegt svigrúm sé til að grípa þá sem höllustum fæti standa og að viðspyrna atvinnulífsins verði kröftug. Við höfum notið mikils vaxtar á undanförnum árum, ekki síst vegna ferðaþjónustunnar, en það hefur haft í för með sér að íslenskt efnahagslíf er nú mjög samofið þeirri atvinnugrein. Með hliðsjón af því er áhugavert að sjá hvernig horfur eru í efnahagslífi nokkurra tiltekinna landa, þ.m.t. Íslands, samanborið við hlutfall ferðaþjónustu af landsframleiðslu. Þó hér stefni í heilmikinn samdrátt á árinu er staðan víða verri. Það hjálpar okkur kannski lítið í þeim verkefnum sem við stöndum frammi fyrir þessi dægrin en er þó vitnisburður um að okkur hafi, meðal annars með fyrirhyggju undanfarinna ára, tekist að mýkja nokkuð efnahagsskellinn í ár sem ella hefði getað orðið mun meiri og alvarlegri. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Kórónukreppan mun renna sitt skeið. Óvíst er þó hvenær viðspyrnan hefst og í hvaða ástandi íslenska hagkerfið verður þegar þar að kemur. Ólíkt fyrri kreppum höfum við óvenju mikið svigrúm til að draga úr neikvæðum áhrifum hennar að þessu sinni. Ástæðan er einna helst sú að ákveðið var, svona rétt einu sinni, að bregða út af vananum og læra af reynslunni. Þetta reddast í þetta skiptið Í stað þess að spenna bogann eins og mögulegt var meðan góðærið stóð sem hæst og raula með sjálfum okkur þjóðsönginn „þetta reddast“ var hagkerfið, nánast í heild sinni, búið duglega undir tíma sem þessa. Þess vegna lítur nú út fyrir að þetta muni, þegar allt kemur til alls, reddast. Vöxtur hagkerfisins undanfarinn áratug var meðal annars nýttur til niðurgreiðslu skulda, hvort sem litið er til opinberra aðila, fyrirtækja eða heimila og hefur erlend staða þjóðarbúsins á sama tíma snúist úr því að vera neikvæð sem nemur hundruðum milljarða í að vera jákvæð um mörg hundruð milljarða. Á sama tíma var safnað í digran gjaldeyrisvarasjóð í Seðlabankanum sem reynist vel nú þegar stærsta útflutningsgrein landsins liggur í dvala. Þessi fyrirhyggja hefur reynst okkur dýrmæt og kemur til með að vera það áfram í vetur. Hið opinbera getur ráðist í kröftugar mótvægisaðgerðir og keyrt á umtalsverðum halla um nokkurt skeið án þess að stefni í óefni. Aðgengi að fjármagni er gott og á góðum kjörum. Hvað skuldir heimila varðar hafa þær ekki stökkbreyst vegna óðaverðbólgu heldur hafa lánakjör batnað til muna með lækkandi vöxtum og verðbólgan haldist merkilega lág, þrátt fyrir talsverða veikingu krónunnar. Þetta hjálpar en breytir því ekki að veturinn verður erfiður og margir samlandar okkar munu verða fyrir miklu fjárhagslegu höggi. Þeim mun mikilvægara er að fjárhagslegt svigrúm sé til að grípa þá sem höllustum fæti standa og að viðspyrna atvinnulífsins verði kröftug. Við höfum notið mikils vaxtar á undanförnum árum, ekki síst vegna ferðaþjónustunnar, en það hefur haft í för með sér að íslenskt efnahagslíf er nú mjög samofið þeirri atvinnugrein. Með hliðsjón af því er áhugavert að sjá hvernig horfur eru í efnahagslífi nokkurra tiltekinna landa, þ.m.t. Íslands, samanborið við hlutfall ferðaþjónustu af landsframleiðslu. Þó hér stefni í heilmikinn samdrátt á árinu er staðan víða verri. Það hjálpar okkur kannski lítið í þeim verkefnum sem við stöndum frammi fyrir þessi dægrin en er þó vitnisburður um að okkur hafi, meðal annars með fyrirhyggju undanfarinna ára, tekist að mýkja nokkuð efnahagsskellinn í ár sem ella hefði getað orðið mun meiri og alvarlegri. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun