Fylgdust með æfingadegi hjá Katrínu Tönju og sáu hvernig er svindlað á okkar konu á æfingunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2020 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir var létt og skemmtilegt í viðtalinu við strákana en hún var þá á fullu að undirbúa sig undir heimsleikana í CrossFit en ofurúrslitin hefjast á föstudaginn. Skjámynd/Youtube Íslenska CrossFit drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir fékk góða heimsókn frá ButteryBros á dögunum þegar hún var að undirbúa sig fyrir heimsleikana sem hefjast á föstudaginn. ButteryBros sem við gætum kallað Smjörstrákana eru þeir Heber Cannon og Marston Sawyers og þeir birtu reglulega myndbönd sín á Youtube. Að þessu sinni heimsóttu þeir sleðahundinn til Massachusetts og hafa nú birt afrakstur heimsóknar sinnar. ButteryBros ræddu bæði við Katrínu Tönju sem og þjálfara hennar Ben Bergeron. Bergeron var greinilega spenntur fyrir keppninni um heimsmeistaratitilinn í Kaliforníu og sagði að það væri meiri óvissa um greinarnar í ár en síðustu ár á undan. Katrín Tanja byrjaði að fara með strákana í fjallahjólaferð og tók síðan góðar 25 mínútur í æfingahjólinu strax á eftir. Katrín Tanja var líka spennt fyrir morgunmatnum sínum en hún hefur verið mikið fyrir kanilrúsínubeyglur upp á síðkastið. Hún er hins vegar ekki mikið fyrir kaffið. View this post on Instagram What questions would you ask @katrintanja and @benbergeron if you could? @pqp.photo A post shared by ButteryBros (@butterybros) on Oct 18, 2020 at 3:12pm PDT Eftir morgunmatinn var farið á CrossFit æfingu í æfingasalnum hjá CrossFit New England. Strákarnir reyndu þar að leika eftir æfingu Katrínar Tönju en það var allt annað en auðvelt enda okkar kona í svakalegu formi. Strákarnir fengu líka að heyra enn eina leiðina sem Ben Bergeron þjálfari notar til að herða Katrínu Tönju upp andlega. Bergeron biður nefnilega stundum æfingafélaga hennar, Tori Dyson, að svindla viljandi þegar þær eru að gera sömu æfingu saman. Gera færri endurtekningar eða annað sem auðvitað hjálpar hennar að klára á undan Katrínu. „Stundum kemur Ben til mín og biður mig um að stytta mér leið eða gera færri endurtekningar. Ég er hér til að veita henni keppni á æfingunum. Þetta þýðir samt að ég þarf ekki alltaf að gera allar æfingarnar sem er gott. Þetta er umbeðið svindl,“ sagði Tori Dyson hlæjandi og Ben Bergeron viðurkenndi þetta fúslega. Bergeron þjálfari hefur oft fundið alls konar leiðir til að herða Katrínu Tönju á æfingum og það vakti athygli í sumar þegar hann hendi yfir hana sandi og drullu í miðri púlæfingu. Katrín Tanja ræddi líka endurkomu sína í fyrri hluta heimsleikanna þar sem hún átti stórkostlegan dag. Þar sagði hún meðal annars frá bakmeiðslum sínum og hvernig það hafi mikil áhrif hversu lítið hún gat æft lyftingar á fyrri hluta ársins. Katrín Tanja heillaði auðvitaða strákana upp úr skónum með jákvæðni sinni og orku. Það var líka gaman að heyra hana tala um hvernig hún lítur á mótherja sína í ofurúrslitunum. „Ég elska að keppa og fæddist sem keppniskona. Ég hef alltaf fundið leiðir til þess að keppa en ég er að reyna að nýta mér það núna,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir meðal annars við strákana þegar þeir gátu króað hana af í teygjunum. Hér fyrir neðan má sjá þessa skemmtilegu heimsókn strákanna til Katrínu Tönju og hvernig hún var að taka á því á æfingum síðustu vikurnar. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sjá meira
Íslenska CrossFit drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir fékk góða heimsókn frá ButteryBros á dögunum þegar hún var að undirbúa sig fyrir heimsleikana sem hefjast á föstudaginn. ButteryBros sem við gætum kallað Smjörstrákana eru þeir Heber Cannon og Marston Sawyers og þeir birtu reglulega myndbönd sín á Youtube. Að þessu sinni heimsóttu þeir sleðahundinn til Massachusetts og hafa nú birt afrakstur heimsóknar sinnar. ButteryBros ræddu bæði við Katrínu Tönju sem og þjálfara hennar Ben Bergeron. Bergeron var greinilega spenntur fyrir keppninni um heimsmeistaratitilinn í Kaliforníu og sagði að það væri meiri óvissa um greinarnar í ár en síðustu ár á undan. Katrín Tanja byrjaði að fara með strákana í fjallahjólaferð og tók síðan góðar 25 mínútur í æfingahjólinu strax á eftir. Katrín Tanja var líka spennt fyrir morgunmatnum sínum en hún hefur verið mikið fyrir kanilrúsínubeyglur upp á síðkastið. Hún er hins vegar ekki mikið fyrir kaffið. View this post on Instagram What questions would you ask @katrintanja and @benbergeron if you could? @pqp.photo A post shared by ButteryBros (@butterybros) on Oct 18, 2020 at 3:12pm PDT Eftir morgunmatinn var farið á CrossFit æfingu í æfingasalnum hjá CrossFit New England. Strákarnir reyndu þar að leika eftir æfingu Katrínar Tönju en það var allt annað en auðvelt enda okkar kona í svakalegu formi. Strákarnir fengu líka að heyra enn eina leiðina sem Ben Bergeron þjálfari notar til að herða Katrínu Tönju upp andlega. Bergeron biður nefnilega stundum æfingafélaga hennar, Tori Dyson, að svindla viljandi þegar þær eru að gera sömu æfingu saman. Gera færri endurtekningar eða annað sem auðvitað hjálpar hennar að klára á undan Katrínu. „Stundum kemur Ben til mín og biður mig um að stytta mér leið eða gera færri endurtekningar. Ég er hér til að veita henni keppni á æfingunum. Þetta þýðir samt að ég þarf ekki alltaf að gera allar æfingarnar sem er gott. Þetta er umbeðið svindl,“ sagði Tori Dyson hlæjandi og Ben Bergeron viðurkenndi þetta fúslega. Bergeron þjálfari hefur oft fundið alls konar leiðir til að herða Katrínu Tönju á æfingum og það vakti athygli í sumar þegar hann hendi yfir hana sandi og drullu í miðri púlæfingu. Katrín Tanja ræddi líka endurkomu sína í fyrri hluta heimsleikanna þar sem hún átti stórkostlegan dag. Þar sagði hún meðal annars frá bakmeiðslum sínum og hvernig það hafi mikil áhrif hversu lítið hún gat æft lyftingar á fyrri hluta ársins. Katrín Tanja heillaði auðvitaða strákana upp úr skónum með jákvæðni sinni og orku. Það var líka gaman að heyra hana tala um hvernig hún lítur á mótherja sína í ofurúrslitunum. „Ég elska að keppa og fæddist sem keppniskona. Ég hef alltaf fundið leiðir til þess að keppa en ég er að reyna að nýta mér það núna,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir meðal annars við strákana þegar þeir gátu króað hana af í teygjunum. Hér fyrir neðan má sjá þessa skemmtilegu heimsókn strákanna til Katrínu Tönju og hvernig hún var að taka á því á æfingum síðustu vikurnar. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sjá meira