Rasísk skilaboð límd á biðskýli Strætó: „Hvet fólk til að tilkynna þau“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. október 2020 22:39 Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó segir Strætó fordæma skilaboðin. VÍSIR „Okkur finnst þetta ljót skilaboð sem vekja óhug,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó um límmiða sem límd hafa verið á biðskýli Strætó. Á límmiðana eru rituð rasísk skilaboð og hefur borið meira á slíkum skilaboðum nú en áður að sögn Guðmundar. Vá hvað þetta er sjúkt og ógeðslegt pic.twitter.com/GaGuZzD2Mb— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) October 18, 2020 „Við fordæmum svona skilaboð með öllu og viljum gera okkar besta til að fjarlægja þau um leið og við komum auga á slíkt,“ sagði Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó. Fjarlægði límmiðana sjálfur Guðmundur segist hafa séð ábendingu um límmiðana á Twitter í dag. Hann var þó í vandræðum með að staðsetja umrætt skýli. „Svo skoðaði ég myndina betur og sá þá byggingu sem ég kannast við. Þegar ég áttaði mig á því að þetta skýli væri á biðstöðinni að Gullinbrú, nálægt heimili mínu þá rölti ég þangað og skóf límmiðana af með lyklunum,“ sagði Guðmundur Heiðar. Svipuð skilaboð birtust á biðskýli Strætó fyrir helgi. Fannst í strætóskýli. Getum við hjálpast að við að spotta þennan viðbjóð og henda honum í ruslið þar sem hann á heima? @straetobs pic.twitter.com/mpSb0Yj3X4— Gunnhildur H. Carr (@gunncarr) October 13, 2020 Hann segir þetta ekki í fyrsta sinn sem Strætó hefur þurft að glíma við svipaðan áróður. „Skilaboðin eru yfirleitt rasísk og fordómafull sem við fordæmum með öllu. Hjá okkur er starfsmaður sem sinnir biðstöðvartöflum og hann fjarlægir skilaboð á borð við þessi þegar ábendingar berast,“ sagði Guðmundur Heiðar. Hvetur fólk til að tilkynna fordómafull skilaboð „Ég veit ekki hvort þessi skilaboð eru á fleiri stöðum en ég hvet fólk til að kroppa þetta af. Þó þarf að gæta varúðar þar sem dæmi eru um það erlendis að búið sé að líma eitthvað beitt undir límmiðana. Því hvet ég fólk til að hafa varann á en fylgjast með umhverfinu og tilkynna slíkt til Strætó,“ sagði Guðmundur Heiðar. Strætó Kynþáttafordómar Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
„Okkur finnst þetta ljót skilaboð sem vekja óhug,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó um límmiða sem límd hafa verið á biðskýli Strætó. Á límmiðana eru rituð rasísk skilaboð og hefur borið meira á slíkum skilaboðum nú en áður að sögn Guðmundar. Vá hvað þetta er sjúkt og ógeðslegt pic.twitter.com/GaGuZzD2Mb— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) October 18, 2020 „Við fordæmum svona skilaboð með öllu og viljum gera okkar besta til að fjarlægja þau um leið og við komum auga á slíkt,“ sagði Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó. Fjarlægði límmiðana sjálfur Guðmundur segist hafa séð ábendingu um límmiðana á Twitter í dag. Hann var þó í vandræðum með að staðsetja umrætt skýli. „Svo skoðaði ég myndina betur og sá þá byggingu sem ég kannast við. Þegar ég áttaði mig á því að þetta skýli væri á biðstöðinni að Gullinbrú, nálægt heimili mínu þá rölti ég þangað og skóf límmiðana af með lyklunum,“ sagði Guðmundur Heiðar. Svipuð skilaboð birtust á biðskýli Strætó fyrir helgi. Fannst í strætóskýli. Getum við hjálpast að við að spotta þennan viðbjóð og henda honum í ruslið þar sem hann á heima? @straetobs pic.twitter.com/mpSb0Yj3X4— Gunnhildur H. Carr (@gunncarr) October 13, 2020 Hann segir þetta ekki í fyrsta sinn sem Strætó hefur þurft að glíma við svipaðan áróður. „Skilaboðin eru yfirleitt rasísk og fordómafull sem við fordæmum með öllu. Hjá okkur er starfsmaður sem sinnir biðstöðvartöflum og hann fjarlægir skilaboð á borð við þessi þegar ábendingar berast,“ sagði Guðmundur Heiðar. Hvetur fólk til að tilkynna fordómafull skilaboð „Ég veit ekki hvort þessi skilaboð eru á fleiri stöðum en ég hvet fólk til að kroppa þetta af. Þó þarf að gæta varúðar þar sem dæmi eru um það erlendis að búið sé að líma eitthvað beitt undir límmiðana. Því hvet ég fólk til að hafa varann á en fylgjast með umhverfinu og tilkynna slíkt til Strætó,“ sagði Guðmundur Heiðar.
Strætó Kynþáttafordómar Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira