Rasísk skilaboð límd á biðskýli Strætó: „Hvet fólk til að tilkynna þau“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. október 2020 22:39 Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó segir Strætó fordæma skilaboðin. VÍSIR „Okkur finnst þetta ljót skilaboð sem vekja óhug,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó um límmiða sem límd hafa verið á biðskýli Strætó. Á límmiðana eru rituð rasísk skilaboð og hefur borið meira á slíkum skilaboðum nú en áður að sögn Guðmundar. Vá hvað þetta er sjúkt og ógeðslegt pic.twitter.com/GaGuZzD2Mb— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) October 18, 2020 „Við fordæmum svona skilaboð með öllu og viljum gera okkar besta til að fjarlægja þau um leið og við komum auga á slíkt,“ sagði Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó. Fjarlægði límmiðana sjálfur Guðmundur segist hafa séð ábendingu um límmiðana á Twitter í dag. Hann var þó í vandræðum með að staðsetja umrætt skýli. „Svo skoðaði ég myndina betur og sá þá byggingu sem ég kannast við. Þegar ég áttaði mig á því að þetta skýli væri á biðstöðinni að Gullinbrú, nálægt heimili mínu þá rölti ég þangað og skóf límmiðana af með lyklunum,“ sagði Guðmundur Heiðar. Svipuð skilaboð birtust á biðskýli Strætó fyrir helgi. Fannst í strætóskýli. Getum við hjálpast að við að spotta þennan viðbjóð og henda honum í ruslið þar sem hann á heima? @straetobs pic.twitter.com/mpSb0Yj3X4— Gunnhildur H. Carr (@gunncarr) October 13, 2020 Hann segir þetta ekki í fyrsta sinn sem Strætó hefur þurft að glíma við svipaðan áróður. „Skilaboðin eru yfirleitt rasísk og fordómafull sem við fordæmum með öllu. Hjá okkur er starfsmaður sem sinnir biðstöðvartöflum og hann fjarlægir skilaboð á borð við þessi þegar ábendingar berast,“ sagði Guðmundur Heiðar. Hvetur fólk til að tilkynna fordómafull skilaboð „Ég veit ekki hvort þessi skilaboð eru á fleiri stöðum en ég hvet fólk til að kroppa þetta af. Þó þarf að gæta varúðar þar sem dæmi eru um það erlendis að búið sé að líma eitthvað beitt undir límmiðana. Því hvet ég fólk til að hafa varann á en fylgjast með umhverfinu og tilkynna slíkt til Strætó,“ sagði Guðmundur Heiðar. Strætó Kynþáttafordómar Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
„Okkur finnst þetta ljót skilaboð sem vekja óhug,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó um límmiða sem límd hafa verið á biðskýli Strætó. Á límmiðana eru rituð rasísk skilaboð og hefur borið meira á slíkum skilaboðum nú en áður að sögn Guðmundar. Vá hvað þetta er sjúkt og ógeðslegt pic.twitter.com/GaGuZzD2Mb— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) October 18, 2020 „Við fordæmum svona skilaboð með öllu og viljum gera okkar besta til að fjarlægja þau um leið og við komum auga á slíkt,“ sagði Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó. Fjarlægði límmiðana sjálfur Guðmundur segist hafa séð ábendingu um límmiðana á Twitter í dag. Hann var þó í vandræðum með að staðsetja umrætt skýli. „Svo skoðaði ég myndina betur og sá þá byggingu sem ég kannast við. Þegar ég áttaði mig á því að þetta skýli væri á biðstöðinni að Gullinbrú, nálægt heimili mínu þá rölti ég þangað og skóf límmiðana af með lyklunum,“ sagði Guðmundur Heiðar. Svipuð skilaboð birtust á biðskýli Strætó fyrir helgi. Fannst í strætóskýli. Getum við hjálpast að við að spotta þennan viðbjóð og henda honum í ruslið þar sem hann á heima? @straetobs pic.twitter.com/mpSb0Yj3X4— Gunnhildur H. Carr (@gunncarr) October 13, 2020 Hann segir þetta ekki í fyrsta sinn sem Strætó hefur þurft að glíma við svipaðan áróður. „Skilaboðin eru yfirleitt rasísk og fordómafull sem við fordæmum með öllu. Hjá okkur er starfsmaður sem sinnir biðstöðvartöflum og hann fjarlægir skilaboð á borð við þessi þegar ábendingar berast,“ sagði Guðmundur Heiðar. Hvetur fólk til að tilkynna fordómafull skilaboð „Ég veit ekki hvort þessi skilaboð eru á fleiri stöðum en ég hvet fólk til að kroppa þetta af. Þó þarf að gæta varúðar þar sem dæmi eru um það erlendis að búið sé að líma eitthvað beitt undir límmiðana. Því hvet ég fólk til að hafa varann á en fylgjast með umhverfinu og tilkynna slíkt til Strætó,“ sagði Guðmundur Heiðar.
Strætó Kynþáttafordómar Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira