Segja ákvörðun ráðuneytisins ógna öryggi veiðimanna og auka álag á rjúpnastofninn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. október 2020 16:12 Vísir/Vilhelm Skotveiðifélag Íslands, SKOTVÍS, mótmælir ákvörðun stjórnvalda um að gera engar breytingar á veiðitíma rjúpu í ár. Félagið telur fulla ástæðu til að ráðuneytið endurskoði ákvörðun sína og segir ráðuneytið beita sýndarmennsku og sýni félaginu lítilsvirðingu. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið birti fyrirkomulag rjúpnaveiða 2020 á föstudaginn. Veiðitímabilið verður frá 1.-30. nóvember sem er það sama og í fyrra. Heimilt verður að veiða fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags, en veiðibann er í gildi á miðvikudögum og fimmtudögum. Ítrekað er í tilkynningu ráðuneytisins að sölubann á rjúpum verði áfram í gildi og veiðimenn hvattir til að gæta hófsemi í veiðum. Síðan í byrjun september hefur SKOTVÍS óskað eftir samráðsfundi með Umhverfisstofnun vegna rjúpnaveiða í haust að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Félagið vísar í ályktun sinni til mats á veiðiþoli rjúpnastofnsins frá Náttúrufræðistofnun Íslands þar sem segi meðal annars að verulega hafi dregið úr veiði frá árinu 2005 og að bein afföll vegna veiða hafi lækkað. „Athyglisvert er að fjöldi leyfilegra veiðidaga sýnir engin tengsl við veiðidánartölu rjúpunnar,“ segir í matinu sem vísað er til í ályktuninni. Ráðgjöfin auki álag á rjúpnastofninn Þá vísar SKOTVÍS einnig til tillagna Umhverfisstofnunar til umhverfisráðuneytisins um að það sé mat stofnunarinnar að fleiri veiðidagar hafi „jákvæð áhrif á öryggi veiðimanna sem og áhrif veiða á streitu hjá rjúpu þar sem að færri veiðimenn eru á veiðislóð á hverjum veiðidegi.“ Í ályktun sinni gefur SKOTVÍS í skyn að stjórnvöld hafi ekki byggt ráðgjöf sína á bestu fáanlegu gögnum. „Fækkun leyfilegra veiðidaga úr 69 í 22 er því ekki lengur veiðistjórnunaraðgerð. Aðgerðin hefur neikvæð áhrif á öryggi veiðimanna og eykur álag á rjúpnastofninn,“ segir meðal annars í ályktuninni þar sem samskipti félagsins við Umhverfisstofnun og ráðuneytið eru rakin. „Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um samráðsfund var hann aldrei haldin. Það er annkannalegt fyrir stofnun sem hefur SAMSTARF sem eitt af þremur opinberum gildum sínum. Loks fékk SKOTVÍS fund með starfsmönnum Umhverfisráðuneytis og kom félagið á framfæri þeim sjónarmiðum um mikilvægi samráðs áður en endanleg ákvörðun yrði tekin. Í kjölfarið sendi Skotvís Umhverfisstofnun og ráðuneytinu bréf þar sem sjónarmið félagsins voru áréttuð og ítrekuð beiðni um samráð. Skömmu eftir að þeim fundi lauk, sendi ráðuneytið hins vegar frá sér fréttatilkynningu um fyrirkomulag rjúpnaveiði. Það er því ljóst að fundurinn var aðeins haldinn til að friða félagið,“ segir ennfremur í ályktuninni. Rjúpa Skotveiði Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Skotveiðifélag Íslands, SKOTVÍS, mótmælir ákvörðun stjórnvalda um að gera engar breytingar á veiðitíma rjúpu í ár. Félagið telur fulla ástæðu til að ráðuneytið endurskoði ákvörðun sína og segir ráðuneytið beita sýndarmennsku og sýni félaginu lítilsvirðingu. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið birti fyrirkomulag rjúpnaveiða 2020 á föstudaginn. Veiðitímabilið verður frá 1.-30. nóvember sem er það sama og í fyrra. Heimilt verður að veiða fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags, en veiðibann er í gildi á miðvikudögum og fimmtudögum. Ítrekað er í tilkynningu ráðuneytisins að sölubann á rjúpum verði áfram í gildi og veiðimenn hvattir til að gæta hófsemi í veiðum. Síðan í byrjun september hefur SKOTVÍS óskað eftir samráðsfundi með Umhverfisstofnun vegna rjúpnaveiða í haust að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Félagið vísar í ályktun sinni til mats á veiðiþoli rjúpnastofnsins frá Náttúrufræðistofnun Íslands þar sem segi meðal annars að verulega hafi dregið úr veiði frá árinu 2005 og að bein afföll vegna veiða hafi lækkað. „Athyglisvert er að fjöldi leyfilegra veiðidaga sýnir engin tengsl við veiðidánartölu rjúpunnar,“ segir í matinu sem vísað er til í ályktuninni. Ráðgjöfin auki álag á rjúpnastofninn Þá vísar SKOTVÍS einnig til tillagna Umhverfisstofnunar til umhverfisráðuneytisins um að það sé mat stofnunarinnar að fleiri veiðidagar hafi „jákvæð áhrif á öryggi veiðimanna sem og áhrif veiða á streitu hjá rjúpu þar sem að færri veiðimenn eru á veiðislóð á hverjum veiðidegi.“ Í ályktun sinni gefur SKOTVÍS í skyn að stjórnvöld hafi ekki byggt ráðgjöf sína á bestu fáanlegu gögnum. „Fækkun leyfilegra veiðidaga úr 69 í 22 er því ekki lengur veiðistjórnunaraðgerð. Aðgerðin hefur neikvæð áhrif á öryggi veiðimanna og eykur álag á rjúpnastofninn,“ segir meðal annars í ályktuninni þar sem samskipti félagsins við Umhverfisstofnun og ráðuneytið eru rakin. „Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um samráðsfund var hann aldrei haldin. Það er annkannalegt fyrir stofnun sem hefur SAMSTARF sem eitt af þremur opinberum gildum sínum. Loks fékk SKOTVÍS fund með starfsmönnum Umhverfisráðuneytis og kom félagið á framfæri þeim sjónarmiðum um mikilvægi samráðs áður en endanleg ákvörðun yrði tekin. Í kjölfarið sendi Skotvís Umhverfisstofnun og ráðuneytinu bréf þar sem sjónarmið félagsins voru áréttuð og ítrekuð beiðni um samráð. Skömmu eftir að þeim fundi lauk, sendi ráðuneytið hins vegar frá sér fréttatilkynningu um fyrirkomulag rjúpnaveiði. Það er því ljóst að fundurinn var aðeins haldinn til að friða félagið,“ segir ennfremur í ályktuninni.
Rjúpa Skotveiði Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira