MS- félagið skorar á stjórnvöld að leysa mál Margrétar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. október 2020 14:48 Margrét Sigríður Guðmundsdóttir hefur barist fyrir því að komast í húsnæðisúrræði frá því í janúar. Hún er með MS sjúkdóminn og er lömuð á höndum og fótum. Vísir MS-félag Íslands segir að yfirvöldum hafi margítrekað verið bent á aðstæður Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur en hún hefur verið heimilislaus síðan í janúar. Félagið harmar stöðu hennar og telur nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. Í áskorun til stjórnvalda á vef félagsins kemur fram að félagið harmar stöðu Margrétar og telur nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða til að tryggja henni örugga búsetu og viðeigandi stuðning. Vandamálið sé ekki að yfirvöld viti ekki af hennar aðstæðum enda hafi ítrekað verið bent á stöðu Margrétar, þar á meðal af MS-félagi Íslands, og biðlað til heilbrigðisráðherra, ráðuneytisins og Sjúkratrygginga Íslands að leysa málið. Á meðan málið hafi færst á milli ríkisstofnana séu mannréttindi Margrétar fótum troðin svo mánuðum skiptir og virðist hreinlega skorta nægilegan vilja hjá stjórnvöldum til að ganga í málið og leysa það. Við krefjumst tafarlausra aðgerða fyrir Margréti Sigríði. Nóg er komið! Segir í áskorun MS-félagsins. Fréttastofan hefur undanfarið fjallað um mál Margrétar Sigríðar sem er með MS-sjúkdóminn og getur vegna ekki hreyft hendur eða fætur. Hún bjó heima hjá sér þar til í janúar þegar hún þyrfti vegna stuttra veikinda að leggjast á spítala. Þá var tekin ákvörðun án samráð við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. Hún hefur hins vegar ennþá ekki fengið slíka vistun og þurfti að vera á bráðadeild spítalans í sjö mánuði í einangrun og dvelur nú á Droplaugastöðum í bráðabirgðavistun. Þá sagði fyrrverandi eiginmaður hennar frá því í gær að baráttan við sveitarfélag og ríki vegna ástands hennar hefði farið með hjónaband þeirra en hann þurfti að sinna þjónustu við Margréti sem hún átti rétt á frá sveitarfélagi eða ríki, samkvæmt lögum. Fréttastofa leitaði upplýsinga hjá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir hádegi í dag vegna málsins og var tjáð að ráðuneytið myndi svara eftir helgi. Þá var send fyrirspurn á forstjóra Sjúkratrygginga, ennþá hafa ekki borist svör þaðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Baráttan við kerfið kláraði hjónabandið Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið. 17. október 2020 18:31 Kópavogsbær ætlar í samvinnu við ríki að reyna að útvega konunni þjónustu Kópavogsbær hefur sent frá sér tilkynningu vegna málefna konu með MS- taugahrörnunarsjúkdóms sem var synjað um áframhald á heimaþjónustu hjá bænum. Þar kemur fram að bærinn telji óásættanlegt að fólk lendi á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga. Bærinn ætli eftir bestu getu að reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á í samvinnu við ríkið. 17. október 2020 15:11 „Ég á hvergi heima og fer þá bara út á guð og gaddinn“ Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. 16. október 2020 21:00 „Búið að hafna mér milljón sinnum“ Ekki virðist hafa verið farið að lögum um þjónustu við fatlað fólk í máli konu sem segir að sveitarfélag hafi sagt upp heimaþjónustusamningi við sig. Þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. 17. október 2020 13:26 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira
MS-félag Íslands segir að yfirvöldum hafi margítrekað verið bent á aðstæður Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur en hún hefur verið heimilislaus síðan í janúar. Félagið harmar stöðu hennar og telur nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. Í áskorun til stjórnvalda á vef félagsins kemur fram að félagið harmar stöðu Margrétar og telur nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða til að tryggja henni örugga búsetu og viðeigandi stuðning. Vandamálið sé ekki að yfirvöld viti ekki af hennar aðstæðum enda hafi ítrekað verið bent á stöðu Margrétar, þar á meðal af MS-félagi Íslands, og biðlað til heilbrigðisráðherra, ráðuneytisins og Sjúkratrygginga Íslands að leysa málið. Á meðan málið hafi færst á milli ríkisstofnana séu mannréttindi Margrétar fótum troðin svo mánuðum skiptir og virðist hreinlega skorta nægilegan vilja hjá stjórnvöldum til að ganga í málið og leysa það. Við krefjumst tafarlausra aðgerða fyrir Margréti Sigríði. Nóg er komið! Segir í áskorun MS-félagsins. Fréttastofan hefur undanfarið fjallað um mál Margrétar Sigríðar sem er með MS-sjúkdóminn og getur vegna ekki hreyft hendur eða fætur. Hún bjó heima hjá sér þar til í janúar þegar hún þyrfti vegna stuttra veikinda að leggjast á spítala. Þá var tekin ákvörðun án samráð við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. Hún hefur hins vegar ennþá ekki fengið slíka vistun og þurfti að vera á bráðadeild spítalans í sjö mánuði í einangrun og dvelur nú á Droplaugastöðum í bráðabirgðavistun. Þá sagði fyrrverandi eiginmaður hennar frá því í gær að baráttan við sveitarfélag og ríki vegna ástands hennar hefði farið með hjónaband þeirra en hann þurfti að sinna þjónustu við Margréti sem hún átti rétt á frá sveitarfélagi eða ríki, samkvæmt lögum. Fréttastofa leitaði upplýsinga hjá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir hádegi í dag vegna málsins og var tjáð að ráðuneytið myndi svara eftir helgi. Þá var send fyrirspurn á forstjóra Sjúkratrygginga, ennþá hafa ekki borist svör þaðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Baráttan við kerfið kláraði hjónabandið Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið. 17. október 2020 18:31 Kópavogsbær ætlar í samvinnu við ríki að reyna að útvega konunni þjónustu Kópavogsbær hefur sent frá sér tilkynningu vegna málefna konu með MS- taugahrörnunarsjúkdóms sem var synjað um áframhald á heimaþjónustu hjá bænum. Þar kemur fram að bærinn telji óásættanlegt að fólk lendi á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga. Bærinn ætli eftir bestu getu að reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á í samvinnu við ríkið. 17. október 2020 15:11 „Ég á hvergi heima og fer þá bara út á guð og gaddinn“ Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. 16. október 2020 21:00 „Búið að hafna mér milljón sinnum“ Ekki virðist hafa verið farið að lögum um þjónustu við fatlað fólk í máli konu sem segir að sveitarfélag hafi sagt upp heimaþjónustusamningi við sig. Þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. 17. október 2020 13:26 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira
Baráttan við kerfið kláraði hjónabandið Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið. 17. október 2020 18:31
Kópavogsbær ætlar í samvinnu við ríki að reyna að útvega konunni þjónustu Kópavogsbær hefur sent frá sér tilkynningu vegna málefna konu með MS- taugahrörnunarsjúkdóms sem var synjað um áframhald á heimaþjónustu hjá bænum. Þar kemur fram að bærinn telji óásættanlegt að fólk lendi á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga. Bærinn ætli eftir bestu getu að reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á í samvinnu við ríkið. 17. október 2020 15:11
„Ég á hvergi heima og fer þá bara út á guð og gaddinn“ Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. 16. október 2020 21:00
„Búið að hafna mér milljón sinnum“ Ekki virðist hafa verið farið að lögum um þjónustu við fatlað fólk í máli konu sem segir að sveitarfélag hafi sagt upp heimaþjónustusamningi við sig. Þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. 17. október 2020 13:26