Baráttan við kerfið kláraði hjónabandið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. október 2020 18:31 Margrét og Þórir þegar allt lék í lyndi. Vísir Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið. Við sögðum í gær frá Margréti tveggja barna móður með taugasjúkdóminn MS . Eftir að hún þurfti að leggjast inná spítala í janúar sagði Kópavogsbær upp heimaþjónustu við hana og ákveðið var án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. Hún er nú níu mánuðum síðar ennþá heimilislaus og dvelur í bráðabirgðavistun á Droplaugastöðum sem lýkur eftir mánuð. Þórir Ingi Friðriksson fyrrverandi eiginmaður hennar segir baráttuna við kerfið skelfilega. „Þetta er skelfilegt að leggja á fólk þetta er rosa löng barátta og kerfið er ekki að hjálpa. Hún hélt t.d.í maí að hún hefði fengið inná nýtt hjúkrunarheimili hjá Hrafnistu en svo kom í ljós að Hrafnista vildi fá meira fyrir umönnunina því hún þarf meira en eitt stöðugildi með sér. Það var því farið fram á að fá meiri pening frá ríkinu. Heilbrigðisráðherra setti þetta í nefnd og það var ákveðið að fá Sjúkratryggingar í málið og það ferli er enn í gangi nú þremur mánuðum síðar,“ segir Þórir. Hann segir að erfiðleikarnir hafi farið með hjónabandið. „Þetta er búið að vera mjög erfitt ár fyrir okkur, það lék allt í lyndi í fyrra og þar til hún fór inná spítalann. Þetta er bara búið að klára okkar samband af því við höfum ekki fengið nógu mikla þjónustu. Þá frá Kópavogsbæ en við kölluðum eftir meiri þjónustu þaðan eftir því sem hún hefur veikst meira en fengum ekki og það hefur bitnað á mér að þjónusta hana. Kópavogsbær kom aðeins inní þetta en alls ekki nóg. Það er ekkert auðvelt að vera í fullri vinnu og vera í hjúkrunarstörfum líka.Það þolir enginn svona ástand í mörg ár. Ég gafst bara upp, ég hef ekki endalaust þol. Þetta er alveg búið að klára okkar hjónaband,“ segir Þórir. Í lögum kemur fram að þjónusta við fatlað fólk skuli miða að því að fólkið fái nauðsynlegan stuðning til að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og skapa því skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Kópavogsbæ og í tilkynningu í dag þaðan kemur fram að bærinn muni í samvinnu við ríkið reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Tengdar fréttir Kópavogsbær ætlar í samvinnu við ríki að reyna að útvega konunni þjónustu Kópavogsbær hefur sent frá sér tilkynningu vegna málefna konu með MS- taugahrörnunarsjúkdóms sem var synjað um áframhald á heimaþjónustu hjá bænum. Þar kemur fram að bærinn telji óásættanlegt að fólk lendi á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga. Bærinn ætli eftir bestu getu að reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á í samvinnu við ríkið. 17. október 2020 15:11 „Búið að hafna mér milljón sinnum“ Ekki virðist hafa verið farið að lögum um þjónustu við fatlað fólk í máli konu sem segir að sveitarfélag hafi sagt upp heimaþjónustusamningi við sig. Þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. 17. október 2020 13:26 „Ég á hvergi heima og fer þá bara út á guð og gaddinn“ Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. 16. október 2020 21:00 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið. Við sögðum í gær frá Margréti tveggja barna móður með taugasjúkdóminn MS . Eftir að hún þurfti að leggjast inná spítala í janúar sagði Kópavogsbær upp heimaþjónustu við hana og ákveðið var án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. Hún er nú níu mánuðum síðar ennþá heimilislaus og dvelur í bráðabirgðavistun á Droplaugastöðum sem lýkur eftir mánuð. Þórir Ingi Friðriksson fyrrverandi eiginmaður hennar segir baráttuna við kerfið skelfilega. „Þetta er skelfilegt að leggja á fólk þetta er rosa löng barátta og kerfið er ekki að hjálpa. Hún hélt t.d.í maí að hún hefði fengið inná nýtt hjúkrunarheimili hjá Hrafnistu en svo kom í ljós að Hrafnista vildi fá meira fyrir umönnunina því hún þarf meira en eitt stöðugildi með sér. Það var því farið fram á að fá meiri pening frá ríkinu. Heilbrigðisráðherra setti þetta í nefnd og það var ákveðið að fá Sjúkratryggingar í málið og það ferli er enn í gangi nú þremur mánuðum síðar,“ segir Þórir. Hann segir að erfiðleikarnir hafi farið með hjónabandið. „Þetta er búið að vera mjög erfitt ár fyrir okkur, það lék allt í lyndi í fyrra og þar til hún fór inná spítalann. Þetta er bara búið að klára okkar samband af því við höfum ekki fengið nógu mikla þjónustu. Þá frá Kópavogsbæ en við kölluðum eftir meiri þjónustu þaðan eftir því sem hún hefur veikst meira en fengum ekki og það hefur bitnað á mér að þjónusta hana. Kópavogsbær kom aðeins inní þetta en alls ekki nóg. Það er ekkert auðvelt að vera í fullri vinnu og vera í hjúkrunarstörfum líka.Það þolir enginn svona ástand í mörg ár. Ég gafst bara upp, ég hef ekki endalaust þol. Þetta er alveg búið að klára okkar hjónaband,“ segir Þórir. Í lögum kemur fram að þjónusta við fatlað fólk skuli miða að því að fólkið fái nauðsynlegan stuðning til að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og skapa því skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Kópavogsbæ og í tilkynningu í dag þaðan kemur fram að bærinn muni í samvinnu við ríkið reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Tengdar fréttir Kópavogsbær ætlar í samvinnu við ríki að reyna að útvega konunni þjónustu Kópavogsbær hefur sent frá sér tilkynningu vegna málefna konu með MS- taugahrörnunarsjúkdóms sem var synjað um áframhald á heimaþjónustu hjá bænum. Þar kemur fram að bærinn telji óásættanlegt að fólk lendi á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga. Bærinn ætli eftir bestu getu að reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á í samvinnu við ríkið. 17. október 2020 15:11 „Búið að hafna mér milljón sinnum“ Ekki virðist hafa verið farið að lögum um þjónustu við fatlað fólk í máli konu sem segir að sveitarfélag hafi sagt upp heimaþjónustusamningi við sig. Þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. 17. október 2020 13:26 „Ég á hvergi heima og fer þá bara út á guð og gaddinn“ Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. 16. október 2020 21:00 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Kópavogsbær ætlar í samvinnu við ríki að reyna að útvega konunni þjónustu Kópavogsbær hefur sent frá sér tilkynningu vegna málefna konu með MS- taugahrörnunarsjúkdóms sem var synjað um áframhald á heimaþjónustu hjá bænum. Þar kemur fram að bærinn telji óásættanlegt að fólk lendi á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga. Bærinn ætli eftir bestu getu að reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á í samvinnu við ríkið. 17. október 2020 15:11
„Búið að hafna mér milljón sinnum“ Ekki virðist hafa verið farið að lögum um þjónustu við fatlað fólk í máli konu sem segir að sveitarfélag hafi sagt upp heimaþjónustusamningi við sig. Þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. 17. október 2020 13:26
„Ég á hvergi heima og fer þá bara út á guð og gaddinn“ Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. 16. október 2020 21:00