Það var var glatt á hjalla og mikil stemmning þetta föstudagskvöldið í þættinum Í kvöld er gigg. Gestir þáttarins að þessu sinni voru engir aðrir en stórsöngvararnir og gleðitríóið þeir Matti Matt, Magni Ásgeirs og Jónsi í svörtum fötum.

Á milli brandara og hlátraskalla skiptust þeir félagar spila sín uppáhalds lög. Það er óhætt að segja að mikil stemmning hafi verið í salnum og greinilegt að hér voru vanir menn á ferð.
Hér fyrir neðan má sjá Magna flytja lag sem á svo sannarlega vel við á þessum tímum, lagið Heroes eftir David Bowie.