Skelfilegt gengi Derby heldur áfram | Sarr ekki í leikmannahópi Watford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2020 20:45 Ben Foster, markvörður Watford, hafði það náðugt en hér sést hann skutla sér á eftir skoti Wayne Rooney í uppbótartíma. Nær komust Derby County ekki í kvöld. Mike Egerton/Getty Images Skelfilegt gengi Derby County heldur áfram en liðið tapaði 0-1 á heimavelli gegn Watford í eina leik kvöldsins í ensku B-deildinni. João Pedro skoraði sigurmark gestanna þegar rúmt korter var til leiksloka á Pride Park í kvöld. Leikurinn fer seint í sögubækurnar fyrir gott skemmtanagildi og var í rauninni hrútleiðinlegur. Það á því vel við að gælunafn heimamanna sé Hrútarnir en liðið hefur byrjað nýtt tímabil vægast sagt skelfilega. Svo illa raunar að Wayne Rooney, fyrirliði liðsins, hefur verið orðaður við þjálfarastöðu liðsins. Hann er hluti af þjálfarateymi félagsins en Philip Cocu er sem stendur við stjórnvölin. Leikur kvöldsins var markalaus og tíðindalítill og kom sigurmark João Pedro eins og þruma úr heiðskíru lofti á 76. mínútu. Derby reyndi hvað þeir gátu að jafna metin en sóknarleikur liðsins var ekki upp á marga fiska. Besta færið fékk áðurnefndur Rooney en aukaspyrna hans fór rétt yfir markið í uppbótartíma. Kemur þetta ef til vill ekki á óvart þar sem félagið lánaði framherjann Jack Marriott til Sheffield Wednesday í dag. Þá er hinn 34 ára gamli Colin Kazim-Richards ekki kominn með leikheimilid. Athygli vakti að Ismaïla Sarr, leikmaður Watford, var ekki í leikmannahópi liðsins í kvöld. Félagaskiptaglugginn í ensku B-deildinni lokaði í kvöld og hefur Sarr verið orðaður við fjölda liða í ensku úrvalsdeildinni. Ekkert hefur þó borist á fréttum þess efnis að félagið hafi selt hann. Ekki enn sem stendur. Leiknum lauk eins og áður sagði með 1-0 sigri Watford og liðið er nú komið upp í 5. sæti deildarinnar með 10 stig eftir fimm leiki. Derby er á sama tíma með aðeins þrjú stig í 20. sæti. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segir af og frá að Rooney taki við Derby Mel Morris, eigandi Derby County sem leikur í ensku B-deildinni í knattspyrnu, hefur þvertekið fyrir þá orðróma að Wayne Rooney gæti við tekið þjálfun liðsins. 15. október 2020 23:00 Rooney gæti tekið við Derby áður en langt um líður Svo gæti farið að Wayne Rooney yrði ráðinn knattspyrnustjóri Derby County. 15. október 2020 07:30 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Sjá meira
Skelfilegt gengi Derby County heldur áfram en liðið tapaði 0-1 á heimavelli gegn Watford í eina leik kvöldsins í ensku B-deildinni. João Pedro skoraði sigurmark gestanna þegar rúmt korter var til leiksloka á Pride Park í kvöld. Leikurinn fer seint í sögubækurnar fyrir gott skemmtanagildi og var í rauninni hrútleiðinlegur. Það á því vel við að gælunafn heimamanna sé Hrútarnir en liðið hefur byrjað nýtt tímabil vægast sagt skelfilega. Svo illa raunar að Wayne Rooney, fyrirliði liðsins, hefur verið orðaður við þjálfarastöðu liðsins. Hann er hluti af þjálfarateymi félagsins en Philip Cocu er sem stendur við stjórnvölin. Leikur kvöldsins var markalaus og tíðindalítill og kom sigurmark João Pedro eins og þruma úr heiðskíru lofti á 76. mínútu. Derby reyndi hvað þeir gátu að jafna metin en sóknarleikur liðsins var ekki upp á marga fiska. Besta færið fékk áðurnefndur Rooney en aukaspyrna hans fór rétt yfir markið í uppbótartíma. Kemur þetta ef til vill ekki á óvart þar sem félagið lánaði framherjann Jack Marriott til Sheffield Wednesday í dag. Þá er hinn 34 ára gamli Colin Kazim-Richards ekki kominn með leikheimilid. Athygli vakti að Ismaïla Sarr, leikmaður Watford, var ekki í leikmannahópi liðsins í kvöld. Félagaskiptaglugginn í ensku B-deildinni lokaði í kvöld og hefur Sarr verið orðaður við fjölda liða í ensku úrvalsdeildinni. Ekkert hefur þó borist á fréttum þess efnis að félagið hafi selt hann. Ekki enn sem stendur. Leiknum lauk eins og áður sagði með 1-0 sigri Watford og liðið er nú komið upp í 5. sæti deildarinnar með 10 stig eftir fimm leiki. Derby er á sama tíma með aðeins þrjú stig í 20. sæti.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segir af og frá að Rooney taki við Derby Mel Morris, eigandi Derby County sem leikur í ensku B-deildinni í knattspyrnu, hefur þvertekið fyrir þá orðróma að Wayne Rooney gæti við tekið þjálfun liðsins. 15. október 2020 23:00 Rooney gæti tekið við Derby áður en langt um líður Svo gæti farið að Wayne Rooney yrði ráðinn knattspyrnustjóri Derby County. 15. október 2020 07:30 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Sjá meira
Segir af og frá að Rooney taki við Derby Mel Morris, eigandi Derby County sem leikur í ensku B-deildinni í knattspyrnu, hefur þvertekið fyrir þá orðróma að Wayne Rooney gæti við tekið þjálfun liðsins. 15. október 2020 23:00
Rooney gæti tekið við Derby áður en langt um líður Svo gæti farið að Wayne Rooney yrði ráðinn knattspyrnustjóri Derby County. 15. október 2020 07:30