Skelfilegt gengi Derby heldur áfram | Sarr ekki í leikmannahópi Watford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2020 20:45 Ben Foster, markvörður Watford, hafði það náðugt en hér sést hann skutla sér á eftir skoti Wayne Rooney í uppbótartíma. Nær komust Derby County ekki í kvöld. Mike Egerton/Getty Images Skelfilegt gengi Derby County heldur áfram en liðið tapaði 0-1 á heimavelli gegn Watford í eina leik kvöldsins í ensku B-deildinni. João Pedro skoraði sigurmark gestanna þegar rúmt korter var til leiksloka á Pride Park í kvöld. Leikurinn fer seint í sögubækurnar fyrir gott skemmtanagildi og var í rauninni hrútleiðinlegur. Það á því vel við að gælunafn heimamanna sé Hrútarnir en liðið hefur byrjað nýtt tímabil vægast sagt skelfilega. Svo illa raunar að Wayne Rooney, fyrirliði liðsins, hefur verið orðaður við þjálfarastöðu liðsins. Hann er hluti af þjálfarateymi félagsins en Philip Cocu er sem stendur við stjórnvölin. Leikur kvöldsins var markalaus og tíðindalítill og kom sigurmark João Pedro eins og þruma úr heiðskíru lofti á 76. mínútu. Derby reyndi hvað þeir gátu að jafna metin en sóknarleikur liðsins var ekki upp á marga fiska. Besta færið fékk áðurnefndur Rooney en aukaspyrna hans fór rétt yfir markið í uppbótartíma. Kemur þetta ef til vill ekki á óvart þar sem félagið lánaði framherjann Jack Marriott til Sheffield Wednesday í dag. Þá er hinn 34 ára gamli Colin Kazim-Richards ekki kominn með leikheimilid. Athygli vakti að Ismaïla Sarr, leikmaður Watford, var ekki í leikmannahópi liðsins í kvöld. Félagaskiptaglugginn í ensku B-deildinni lokaði í kvöld og hefur Sarr verið orðaður við fjölda liða í ensku úrvalsdeildinni. Ekkert hefur þó borist á fréttum þess efnis að félagið hafi selt hann. Ekki enn sem stendur. Leiknum lauk eins og áður sagði með 1-0 sigri Watford og liðið er nú komið upp í 5. sæti deildarinnar með 10 stig eftir fimm leiki. Derby er á sama tíma með aðeins þrjú stig í 20. sæti. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segir af og frá að Rooney taki við Derby Mel Morris, eigandi Derby County sem leikur í ensku B-deildinni í knattspyrnu, hefur þvertekið fyrir þá orðróma að Wayne Rooney gæti við tekið þjálfun liðsins. 15. október 2020 23:00 Rooney gæti tekið við Derby áður en langt um líður Svo gæti farið að Wayne Rooney yrði ráðinn knattspyrnustjóri Derby County. 15. október 2020 07:30 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Skelfilegt gengi Derby County heldur áfram en liðið tapaði 0-1 á heimavelli gegn Watford í eina leik kvöldsins í ensku B-deildinni. João Pedro skoraði sigurmark gestanna þegar rúmt korter var til leiksloka á Pride Park í kvöld. Leikurinn fer seint í sögubækurnar fyrir gott skemmtanagildi og var í rauninni hrútleiðinlegur. Það á því vel við að gælunafn heimamanna sé Hrútarnir en liðið hefur byrjað nýtt tímabil vægast sagt skelfilega. Svo illa raunar að Wayne Rooney, fyrirliði liðsins, hefur verið orðaður við þjálfarastöðu liðsins. Hann er hluti af þjálfarateymi félagsins en Philip Cocu er sem stendur við stjórnvölin. Leikur kvöldsins var markalaus og tíðindalítill og kom sigurmark João Pedro eins og þruma úr heiðskíru lofti á 76. mínútu. Derby reyndi hvað þeir gátu að jafna metin en sóknarleikur liðsins var ekki upp á marga fiska. Besta færið fékk áðurnefndur Rooney en aukaspyrna hans fór rétt yfir markið í uppbótartíma. Kemur þetta ef til vill ekki á óvart þar sem félagið lánaði framherjann Jack Marriott til Sheffield Wednesday í dag. Þá er hinn 34 ára gamli Colin Kazim-Richards ekki kominn með leikheimilid. Athygli vakti að Ismaïla Sarr, leikmaður Watford, var ekki í leikmannahópi liðsins í kvöld. Félagaskiptaglugginn í ensku B-deildinni lokaði í kvöld og hefur Sarr verið orðaður við fjölda liða í ensku úrvalsdeildinni. Ekkert hefur þó borist á fréttum þess efnis að félagið hafi selt hann. Ekki enn sem stendur. Leiknum lauk eins og áður sagði með 1-0 sigri Watford og liðið er nú komið upp í 5. sæti deildarinnar með 10 stig eftir fimm leiki. Derby er á sama tíma með aðeins þrjú stig í 20. sæti.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segir af og frá að Rooney taki við Derby Mel Morris, eigandi Derby County sem leikur í ensku B-deildinni í knattspyrnu, hefur þvertekið fyrir þá orðróma að Wayne Rooney gæti við tekið þjálfun liðsins. 15. október 2020 23:00 Rooney gæti tekið við Derby áður en langt um líður Svo gæti farið að Wayne Rooney yrði ráðinn knattspyrnustjóri Derby County. 15. október 2020 07:30 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Segir af og frá að Rooney taki við Derby Mel Morris, eigandi Derby County sem leikur í ensku B-deildinni í knattspyrnu, hefur þvertekið fyrir þá orðróma að Wayne Rooney gæti við tekið þjálfun liðsins. 15. október 2020 23:00
Rooney gæti tekið við Derby áður en langt um líður Svo gæti farið að Wayne Rooney yrði ráðinn knattspyrnustjóri Derby County. 15. október 2020 07:30