Rannsaka hrottalegt morð á kennara sem hryðjuverk Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2020 20:20 Lögreglumenn á vettvangi árásarinnar í úthverfinu norðvestur af París. AP/Michel Euler Franska lögreglan rannsakar nú morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. Maður vopnaður stórum hníf er sagður hafa ráðist á kennarann og afhöfðað hann nærri skóla í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar, um klukkan 17:00 að staðartíma í dag. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi og hafði í hótunum við lögreglumenn sem reyndu að handsama hann. Skutu lögreglumennirnir þá manninn sem lést af sárum sínum skömmu síðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Saksóknarar sem rannsaka hryðjuverk stýra nú rannsókn málsins og lögreglu hefur beðið fólk um að halda sig fjarri vettvangi. AP-fréttastofan segir að fórnarlambið hafi verið sögukennari sem ræddi við framhaldsskólanemendur sínar um skopmyndir af Múhammeð spámanni fyrir tíu dögum. Honum hefði borist hótanir og foreldri nemanda hafði kvartað undan honum. Lögregla telur þó ekki að árásarmaðurinn hafi átt barn í skólanum. Reuters-fréttastofan hefur eftir frönsku sjónvarpsstöðinni BFM TV að árásarmaðurinn hafi verið átján ára gamall og fæddur í Moskvu í Rússlandi. Réttarhöld standa nú yfir í París yfir samverkamönnum hryðjuverkamanna sem myrtu tólf manns á ritstjórnarskrifstofum skopblaðsins Charlie Hebdo árið 2015. Blaðið hafði birt skopmyndir af Múhammeð spámanni. Fyrir þremur vikum réðst pakistanskur maður á karl og konu og særði þau fyrir utan húsið þar sem skrifstofurnar voru áður til húsa. Frakkland Trúmál Tengdar fréttir Árásarmaðurinn sagður hafa verið á eftir starfsmönnum Charlie Hebdo Ungur maður sem er talinn hafa sært tvennt með kjötöxi utan við fyrri skrifstofur skopritsins Charlie Hebdo í París í gær segir lögreglu að skotmark hans hafi verið starfsmenn blaðsins. 26. september 2020 14:34 Sjö handteknir vegna stunguárásanna í París Lögreglan í París hefur handtekið sjö manns í tengslum við stunguárásir nærri fyrri skrifstofum skopritsins Charlie Hebdo í gær. Tvennt var sært í árásunum sem eru rannsakaðar sem hryðjuverk 26. september 2020 09:03 Maður vopnaður hnífi réðst á fólk í París Lögreglan í París handtók karlmann sem er talinn hafa sært fólk með hnífi nærri fyrri skrifstofu skopdagblaðsins Charlie Hebdo í dag. Árásin er rannsökuð sem hryðjuverk. 25. september 2020 11:08 Réttað fyrir fjórtán vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo Réttarhöld hófust í morgun í máli fjórtán manna sem ákærðir eru fyrir aðkomu að hryðjuverkaárásinni þar sem sautján manns voru drepnir á skrifstofum tímaritsins Charlie Hebdo og í matvöruverslun gyðinga í frönsku höfuðborginni París í janúar 2015. 2. september 2020 12:32 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Franska lögreglan rannsakar nú morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. Maður vopnaður stórum hníf er sagður hafa ráðist á kennarann og afhöfðað hann nærri skóla í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar, um klukkan 17:00 að staðartíma í dag. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi og hafði í hótunum við lögreglumenn sem reyndu að handsama hann. Skutu lögreglumennirnir þá manninn sem lést af sárum sínum skömmu síðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Saksóknarar sem rannsaka hryðjuverk stýra nú rannsókn málsins og lögreglu hefur beðið fólk um að halda sig fjarri vettvangi. AP-fréttastofan segir að fórnarlambið hafi verið sögukennari sem ræddi við framhaldsskólanemendur sínar um skopmyndir af Múhammeð spámanni fyrir tíu dögum. Honum hefði borist hótanir og foreldri nemanda hafði kvartað undan honum. Lögregla telur þó ekki að árásarmaðurinn hafi átt barn í skólanum. Reuters-fréttastofan hefur eftir frönsku sjónvarpsstöðinni BFM TV að árásarmaðurinn hafi verið átján ára gamall og fæddur í Moskvu í Rússlandi. Réttarhöld standa nú yfir í París yfir samverkamönnum hryðjuverkamanna sem myrtu tólf manns á ritstjórnarskrifstofum skopblaðsins Charlie Hebdo árið 2015. Blaðið hafði birt skopmyndir af Múhammeð spámanni. Fyrir þremur vikum réðst pakistanskur maður á karl og konu og særði þau fyrir utan húsið þar sem skrifstofurnar voru áður til húsa.
Frakkland Trúmál Tengdar fréttir Árásarmaðurinn sagður hafa verið á eftir starfsmönnum Charlie Hebdo Ungur maður sem er talinn hafa sært tvennt með kjötöxi utan við fyrri skrifstofur skopritsins Charlie Hebdo í París í gær segir lögreglu að skotmark hans hafi verið starfsmenn blaðsins. 26. september 2020 14:34 Sjö handteknir vegna stunguárásanna í París Lögreglan í París hefur handtekið sjö manns í tengslum við stunguárásir nærri fyrri skrifstofum skopritsins Charlie Hebdo í gær. Tvennt var sært í árásunum sem eru rannsakaðar sem hryðjuverk 26. september 2020 09:03 Maður vopnaður hnífi réðst á fólk í París Lögreglan í París handtók karlmann sem er talinn hafa sært fólk með hnífi nærri fyrri skrifstofu skopdagblaðsins Charlie Hebdo í dag. Árásin er rannsökuð sem hryðjuverk. 25. september 2020 11:08 Réttað fyrir fjórtán vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo Réttarhöld hófust í morgun í máli fjórtán manna sem ákærðir eru fyrir aðkomu að hryðjuverkaárásinni þar sem sautján manns voru drepnir á skrifstofum tímaritsins Charlie Hebdo og í matvöruverslun gyðinga í frönsku höfuðborginni París í janúar 2015. 2. september 2020 12:32 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Árásarmaðurinn sagður hafa verið á eftir starfsmönnum Charlie Hebdo Ungur maður sem er talinn hafa sært tvennt með kjötöxi utan við fyrri skrifstofur skopritsins Charlie Hebdo í París í gær segir lögreglu að skotmark hans hafi verið starfsmenn blaðsins. 26. september 2020 14:34
Sjö handteknir vegna stunguárásanna í París Lögreglan í París hefur handtekið sjö manns í tengslum við stunguárásir nærri fyrri skrifstofum skopritsins Charlie Hebdo í gær. Tvennt var sært í árásunum sem eru rannsakaðar sem hryðjuverk 26. september 2020 09:03
Maður vopnaður hnífi réðst á fólk í París Lögreglan í París handtók karlmann sem er talinn hafa sært fólk með hnífi nærri fyrri skrifstofu skopdagblaðsins Charlie Hebdo í dag. Árásin er rannsökuð sem hryðjuverk. 25. september 2020 11:08
Réttað fyrir fjórtán vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo Réttarhöld hófust í morgun í máli fjórtán manna sem ákærðir eru fyrir aðkomu að hryðjuverkaárásinni þar sem sautján manns voru drepnir á skrifstofum tímaritsins Charlie Hebdo og í matvöruverslun gyðinga í frönsku höfuðborginni París í janúar 2015. 2. september 2020 12:32