Rannsaka hrottalegt morð á kennara sem hryðjuverk Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2020 20:20 Lögreglumenn á vettvangi árásarinnar í úthverfinu norðvestur af París. AP/Michel Euler Franska lögreglan rannsakar nú morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. Maður vopnaður stórum hníf er sagður hafa ráðist á kennarann og afhöfðað hann nærri skóla í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar, um klukkan 17:00 að staðartíma í dag. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi og hafði í hótunum við lögreglumenn sem reyndu að handsama hann. Skutu lögreglumennirnir þá manninn sem lést af sárum sínum skömmu síðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Saksóknarar sem rannsaka hryðjuverk stýra nú rannsókn málsins og lögreglu hefur beðið fólk um að halda sig fjarri vettvangi. AP-fréttastofan segir að fórnarlambið hafi verið sögukennari sem ræddi við framhaldsskólanemendur sínar um skopmyndir af Múhammeð spámanni fyrir tíu dögum. Honum hefði borist hótanir og foreldri nemanda hafði kvartað undan honum. Lögregla telur þó ekki að árásarmaðurinn hafi átt barn í skólanum. Reuters-fréttastofan hefur eftir frönsku sjónvarpsstöðinni BFM TV að árásarmaðurinn hafi verið átján ára gamall og fæddur í Moskvu í Rússlandi. Réttarhöld standa nú yfir í París yfir samverkamönnum hryðjuverkamanna sem myrtu tólf manns á ritstjórnarskrifstofum skopblaðsins Charlie Hebdo árið 2015. Blaðið hafði birt skopmyndir af Múhammeð spámanni. Fyrir þremur vikum réðst pakistanskur maður á karl og konu og særði þau fyrir utan húsið þar sem skrifstofurnar voru áður til húsa. Frakkland Trúmál Tengdar fréttir Árásarmaðurinn sagður hafa verið á eftir starfsmönnum Charlie Hebdo Ungur maður sem er talinn hafa sært tvennt með kjötöxi utan við fyrri skrifstofur skopritsins Charlie Hebdo í París í gær segir lögreglu að skotmark hans hafi verið starfsmenn blaðsins. 26. september 2020 14:34 Sjö handteknir vegna stunguárásanna í París Lögreglan í París hefur handtekið sjö manns í tengslum við stunguárásir nærri fyrri skrifstofum skopritsins Charlie Hebdo í gær. Tvennt var sært í árásunum sem eru rannsakaðar sem hryðjuverk 26. september 2020 09:03 Maður vopnaður hnífi réðst á fólk í París Lögreglan í París handtók karlmann sem er talinn hafa sært fólk með hnífi nærri fyrri skrifstofu skopdagblaðsins Charlie Hebdo í dag. Árásin er rannsökuð sem hryðjuverk. 25. september 2020 11:08 Réttað fyrir fjórtán vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo Réttarhöld hófust í morgun í máli fjórtán manna sem ákærðir eru fyrir aðkomu að hryðjuverkaárásinni þar sem sautján manns voru drepnir á skrifstofum tímaritsins Charlie Hebdo og í matvöruverslun gyðinga í frönsku höfuðborginni París í janúar 2015. 2. september 2020 12:32 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Franska lögreglan rannsakar nú morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. Maður vopnaður stórum hníf er sagður hafa ráðist á kennarann og afhöfðað hann nærri skóla í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar, um klukkan 17:00 að staðartíma í dag. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi og hafði í hótunum við lögreglumenn sem reyndu að handsama hann. Skutu lögreglumennirnir þá manninn sem lést af sárum sínum skömmu síðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Saksóknarar sem rannsaka hryðjuverk stýra nú rannsókn málsins og lögreglu hefur beðið fólk um að halda sig fjarri vettvangi. AP-fréttastofan segir að fórnarlambið hafi verið sögukennari sem ræddi við framhaldsskólanemendur sínar um skopmyndir af Múhammeð spámanni fyrir tíu dögum. Honum hefði borist hótanir og foreldri nemanda hafði kvartað undan honum. Lögregla telur þó ekki að árásarmaðurinn hafi átt barn í skólanum. Reuters-fréttastofan hefur eftir frönsku sjónvarpsstöðinni BFM TV að árásarmaðurinn hafi verið átján ára gamall og fæddur í Moskvu í Rússlandi. Réttarhöld standa nú yfir í París yfir samverkamönnum hryðjuverkamanna sem myrtu tólf manns á ritstjórnarskrifstofum skopblaðsins Charlie Hebdo árið 2015. Blaðið hafði birt skopmyndir af Múhammeð spámanni. Fyrir þremur vikum réðst pakistanskur maður á karl og konu og særði þau fyrir utan húsið þar sem skrifstofurnar voru áður til húsa.
Frakkland Trúmál Tengdar fréttir Árásarmaðurinn sagður hafa verið á eftir starfsmönnum Charlie Hebdo Ungur maður sem er talinn hafa sært tvennt með kjötöxi utan við fyrri skrifstofur skopritsins Charlie Hebdo í París í gær segir lögreglu að skotmark hans hafi verið starfsmenn blaðsins. 26. september 2020 14:34 Sjö handteknir vegna stunguárásanna í París Lögreglan í París hefur handtekið sjö manns í tengslum við stunguárásir nærri fyrri skrifstofum skopritsins Charlie Hebdo í gær. Tvennt var sært í árásunum sem eru rannsakaðar sem hryðjuverk 26. september 2020 09:03 Maður vopnaður hnífi réðst á fólk í París Lögreglan í París handtók karlmann sem er talinn hafa sært fólk með hnífi nærri fyrri skrifstofu skopdagblaðsins Charlie Hebdo í dag. Árásin er rannsökuð sem hryðjuverk. 25. september 2020 11:08 Réttað fyrir fjórtán vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo Réttarhöld hófust í morgun í máli fjórtán manna sem ákærðir eru fyrir aðkomu að hryðjuverkaárásinni þar sem sautján manns voru drepnir á skrifstofum tímaritsins Charlie Hebdo og í matvöruverslun gyðinga í frönsku höfuðborginni París í janúar 2015. 2. september 2020 12:32 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Árásarmaðurinn sagður hafa verið á eftir starfsmönnum Charlie Hebdo Ungur maður sem er talinn hafa sært tvennt með kjötöxi utan við fyrri skrifstofur skopritsins Charlie Hebdo í París í gær segir lögreglu að skotmark hans hafi verið starfsmenn blaðsins. 26. september 2020 14:34
Sjö handteknir vegna stunguárásanna í París Lögreglan í París hefur handtekið sjö manns í tengslum við stunguárásir nærri fyrri skrifstofum skopritsins Charlie Hebdo í gær. Tvennt var sært í árásunum sem eru rannsakaðar sem hryðjuverk 26. september 2020 09:03
Maður vopnaður hnífi réðst á fólk í París Lögreglan í París handtók karlmann sem er talinn hafa sært fólk með hnífi nærri fyrri skrifstofu skopdagblaðsins Charlie Hebdo í dag. Árásin er rannsökuð sem hryðjuverk. 25. september 2020 11:08
Réttað fyrir fjórtán vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo Réttarhöld hófust í morgun í máli fjórtán manna sem ákærðir eru fyrir aðkomu að hryðjuverkaárásinni þar sem sautján manns voru drepnir á skrifstofum tímaritsins Charlie Hebdo og í matvöruverslun gyðinga í frönsku höfuðborginni París í janúar 2015. 2. september 2020 12:32
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent