„Ég á hvergi heima og fer þá bara út á guð og gaddinn“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. október 2020 21:00 Margrét Sigríður Guðmundsdóttir fyrrverandi hágreiðslukona hefur ekki í nein húsnæði að venda eftir að dvöl á Droplaugastöðum lýkur. Vísir/ArnarHalldórs Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. Margrét Sigríður Guðmundsdóttir er 57 ára gömul. Hún greindist með taugasjúkdóminn MS árið 2012 og er í dag búin að missa allan mátt í höndum og fótum og þarf að reiða sig á umönnun annarra. Þangað til í janúar bjó hún á heimili sínu ásamt þáverandi eiginmanni og syni og fékk heimaþjónustu frá Kópavogsbæ. Þá veiktist hún og þurfti að leggjast inn á spítala, þegar hún var orðin frísk í lok janúar segir hún að tekin hafi verið ákvörðun án samráðs við hana af sveitarfélaginu og fleirum. „Skilaboð Kópavogsbæjar voru að ekki væri hægt að veita mér áframhaldandi heimaþjónustu og að ég gæti ekki flutt aftur á heimili mitt og mannsins míns. Eftir þennan fund var mér tjáð að ég þyrfti flytja inn á hjúkrunarheimili þar sem ég væri orðin of mikið viðfangsefni og í raun of erfitt verkefni fyrir heimaþjónustu. Ekki væri hægt að bjóða starfsfólki upp á að þjónusta mig allan sólarhringinn,“ segir Margrét. Hún er afar ósátt við þessa afgreiðslu. „Þetta var í raun og veru bara ákveðið fyrir mig, ég varð bara að kyngja þessu. Svo lokast ég náttúrulega bara inni á spítalanum í Covid. Það er verið að sækja um hér og þar á þessum Hrafnistuheimilum en svarið sem kemur er bara alltaf nei og nei, það er höfnun alls staðar,“ segir Margrét. Hún fékk loks vilyrði fyrir að komast í nýtt húsnæði á vegum Hrafnistu en þá kom í ljós að það vantaði fjármagn fyrir þjónustunni við hana. Margrét var því til júlíloka á bráðadeild Landspítalans og lengstum í einangrun vegna Covid-19. Ég var náttúrulega í einangrun í þessu herbergi og þetta er náttúrulega dýrasta úrræði sem til er að liggja þarna sem frískur sjúklingur,“ segir Margrét. Í ágúst komst hún loks í hvíldarinnlögn á Droplaugastaði en henni lýkur eftir mánuð. „Ég á hvergi heima og fer þá bara út á Guð og gaddinn ég veit ekki hvert, kannski leggst ég út á Klambratúni, segir Margrét og kímir. Helst vildi Margrét búa í eigin íbúð og fá þjónustu frá bænum en segir að það sé ekki í boði hjá Kópavogsbæ. „Ég hélt að þetta ár yrði svo dásamlegt en ég labba endalaust á veggi. Ég upplifi eins og öllum sé sama um mig, ég er bara einhver afgangshlutur. Ég er ekkert ein í þessu það er fullt af fólki í minni stöðu,“ segir Margrét að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. Margrét Sigríður Guðmundsdóttir er 57 ára gömul. Hún greindist með taugasjúkdóminn MS árið 2012 og er í dag búin að missa allan mátt í höndum og fótum og þarf að reiða sig á umönnun annarra. Þangað til í janúar bjó hún á heimili sínu ásamt þáverandi eiginmanni og syni og fékk heimaþjónustu frá Kópavogsbæ. Þá veiktist hún og þurfti að leggjast inn á spítala, þegar hún var orðin frísk í lok janúar segir hún að tekin hafi verið ákvörðun án samráðs við hana af sveitarfélaginu og fleirum. „Skilaboð Kópavogsbæjar voru að ekki væri hægt að veita mér áframhaldandi heimaþjónustu og að ég gæti ekki flutt aftur á heimili mitt og mannsins míns. Eftir þennan fund var mér tjáð að ég þyrfti flytja inn á hjúkrunarheimili þar sem ég væri orðin of mikið viðfangsefni og í raun of erfitt verkefni fyrir heimaþjónustu. Ekki væri hægt að bjóða starfsfólki upp á að þjónusta mig allan sólarhringinn,“ segir Margrét. Hún er afar ósátt við þessa afgreiðslu. „Þetta var í raun og veru bara ákveðið fyrir mig, ég varð bara að kyngja þessu. Svo lokast ég náttúrulega bara inni á spítalanum í Covid. Það er verið að sækja um hér og þar á þessum Hrafnistuheimilum en svarið sem kemur er bara alltaf nei og nei, það er höfnun alls staðar,“ segir Margrét. Hún fékk loks vilyrði fyrir að komast í nýtt húsnæði á vegum Hrafnistu en þá kom í ljós að það vantaði fjármagn fyrir þjónustunni við hana. Margrét var því til júlíloka á bráðadeild Landspítalans og lengstum í einangrun vegna Covid-19. Ég var náttúrulega í einangrun í þessu herbergi og þetta er náttúrulega dýrasta úrræði sem til er að liggja þarna sem frískur sjúklingur,“ segir Margrét. Í ágúst komst hún loks í hvíldarinnlögn á Droplaugastaði en henni lýkur eftir mánuð. „Ég á hvergi heima og fer þá bara út á Guð og gaddinn ég veit ekki hvert, kannski leggst ég út á Klambratúni, segir Margrét og kímir. Helst vildi Margrét búa í eigin íbúð og fá þjónustu frá bænum en segir að það sé ekki í boði hjá Kópavogsbæ. „Ég hélt að þetta ár yrði svo dásamlegt en ég labba endalaust á veggi. Ég upplifi eins og öllum sé sama um mig, ég er bara einhver afgangshlutur. Ég er ekkert ein í þessu það er fullt af fólki í minni stöðu,“ segir Margrét að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira