Vara við grímum sem „veita litla sem enga vörn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2020 10:19 Umræddar grímur merktar fyrirtækinu 3M Chile S.A. Neytendastofa Neytendastofa varar við notkun á grímum sem merktar eru fyrirtækinu 3M Chile S.A. Grímurnar veita litla sem enga vörn. Þá óskar Neytendastofa eftir ábendingum um dreifingaraðila vörunnar eða verslanir sem selja hana. Grímunotkun hefur færst verulega í aukana hér á landi síðustu mánuði vegna faraldurs kórónuveiru. Þá er landsmönnum nú skylt að bera grímur við ýmis tækifæri þegar ekki er unnt að viðhalda fjarlægðarmörkum, að því er fram kemur í reglugerð heilbrigðisráðherra frá því í byrjun mánaðar. Fram kemur í tilkynningu frá Neytendastofu um málið að henni hafi borist kassi af grímum merktum fyrirtækinu 3M Chile S.A. til skoðunar, auk nokkurra ábendinga um grímurnar. Í tilkynningu segir að grímurnar séu gerðar úr tveimur gegnsæjum lögum sem „sía lítið sem ekkert“. „Neytendastofa varar neytendur við notkun grímnanna þar sem þær veita litla sem enga vörn. Stofnunin biður einnig neytendur sem hafa upplýsingar um sölustaði eða dreifingaraðila grímnanna að senda inn ábendingu á vefsíðu stofnunarinnar,“ segir í tilkynningu. Neytendastofa hefur enn sem komið er hvorki upplýsingar um dreifingaraðila vörunnar hér á landi eða eða í hvaða verslunum þær er seldar. Neytendastofa hefur á síðustu mánuðum skoðað margar tegundir af grímum. Fram kemur í tilkynningu að dreifingaraðilar hafi í flestum tilfellum brugðist vel við ábendingum stofnunarinnar og ýmist tekið þær af markaði eða lagfært villandi upplýsingar á pakkningum. Neytendastofa bendir bæði neytendum og dreifingaraðilum á að til eru þrjár tegundir af grímum, tvær gerðir eru CE-merktar, svokallaðar sjúkrahúsgrímur og PPE-grímur eða „persónuhlíf“. „Ef þessar grímur eru seldar neytendum þá verða þær að vera CE-merktar en merkið segir til um að vörurnar uppfylli lágmarkskröfur um öryggi,“ segir í tilkynningu Neytendastofu. Þriðja tegundin fór á markað á þessu ári sem svar við skorti á grímum, svokallaðar „samfélagsgrímur“. Þær segir Neytendastofa ekki veita sömu vörn og CE-merktar grímur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Neytendastofa varar við notkun á grímum sem merktar eru fyrirtækinu 3M Chile S.A. Grímurnar veita litla sem enga vörn. Þá óskar Neytendastofa eftir ábendingum um dreifingaraðila vörunnar eða verslanir sem selja hana. Grímunotkun hefur færst verulega í aukana hér á landi síðustu mánuði vegna faraldurs kórónuveiru. Þá er landsmönnum nú skylt að bera grímur við ýmis tækifæri þegar ekki er unnt að viðhalda fjarlægðarmörkum, að því er fram kemur í reglugerð heilbrigðisráðherra frá því í byrjun mánaðar. Fram kemur í tilkynningu frá Neytendastofu um málið að henni hafi borist kassi af grímum merktum fyrirtækinu 3M Chile S.A. til skoðunar, auk nokkurra ábendinga um grímurnar. Í tilkynningu segir að grímurnar séu gerðar úr tveimur gegnsæjum lögum sem „sía lítið sem ekkert“. „Neytendastofa varar neytendur við notkun grímnanna þar sem þær veita litla sem enga vörn. Stofnunin biður einnig neytendur sem hafa upplýsingar um sölustaði eða dreifingaraðila grímnanna að senda inn ábendingu á vefsíðu stofnunarinnar,“ segir í tilkynningu. Neytendastofa hefur enn sem komið er hvorki upplýsingar um dreifingaraðila vörunnar hér á landi eða eða í hvaða verslunum þær er seldar. Neytendastofa hefur á síðustu mánuðum skoðað margar tegundir af grímum. Fram kemur í tilkynningu að dreifingaraðilar hafi í flestum tilfellum brugðist vel við ábendingum stofnunarinnar og ýmist tekið þær af markaði eða lagfært villandi upplýsingar á pakkningum. Neytendastofa bendir bæði neytendum og dreifingaraðilum á að til eru þrjár tegundir af grímum, tvær gerðir eru CE-merktar, svokallaðar sjúkrahúsgrímur og PPE-grímur eða „persónuhlíf“. „Ef þessar grímur eru seldar neytendum þá verða þær að vera CE-merktar en merkið segir til um að vörurnar uppfylli lágmarkskröfur um öryggi,“ segir í tilkynningu Neytendastofu. Þriðja tegundin fór á markað á þessu ári sem svar við skorti á grímum, svokallaðar „samfélagsgrímur“. Þær segir Neytendastofa ekki veita sömu vörn og CE-merktar grímur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira