Sir Charles Barkley kemur inn fyrir Tiger Woods í „The Match 3“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2020 16:31 Charles Barkley er ekki þekktur fyrir fallega sveiflu á golfvellinum. Getty/Christian Petersen Tiger Woods mun ekki taka þátt í þriðju útgáfunni af „The Match“ golfeinvíginu en sjónvarpsáhorfendur fá í staðinn að fylgjast með golftöktum körfuboltamannanna Charles Barkley og Steph Curry. Í fyrsta golfeinvíginu þá keppti Tiger Woods á moti Phil Mickelson en í öðru einvíginu þá voru þeir báðir komnir með NFL-goðsögn með sér við hlið. Phil Mickelson var þá í liði með Tom Brady en Tiger Woods keppti með Peyton Manning. Nú er komið að þriðju útgáfunni og það eru forföll í báðum liðum. .@StephenCurry30, Peyton Manning, @PhilMickelson, and Charles Barkley headline golf fundraiser - all to be broadcast for our abundant entertainment. Read more: https://t.co/3UxM1GlbRE pic.twitter.com/QNQHDMHJmi— Sportico (@Sportico) October 15, 2020 Tom Brady er upptekinn við að spila með Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni og Tiger Woods tekur ekki þátt að þessu sinni. Phil Mickelson og Peyton Manning mæta aftur á móti báðir aftur til leiks. Í stað þeirra Brady og Woods eru komnar tvær körfuboltahetjur, þeir Charles Barkley og Steph Curry. Steph Curry er frábær kylfingur eins og hann sýndi á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í fyrra en Barkley er ekki eins frægur fyrir tilþrif á golfvellinum. Það vantar hins vegar ekki áhugann hjá kappanum. Þeir Charles Barkley og Steph Curry hafa báðir verið valdi mikilvægustu leikmenn NBA deildarinnar en á meðan Curry er enn að spila þá harles Barkley löngur hættur og starfar sem sérfræðingur um deildina á TNT sjónvarðstöðinni. Eins og áður mun þetta golfeinvígi safna peningi fyrir góðgerðasamtök. Match 2 safnaði tuttugu milljónum dollara fyrir baráttuna við COVID-19 en það gera um 2,8 milljarða íslenskra króna. Golfeinvígi númer tvö var líka mjög vinsælt sjónvarpsefni síðasta vor en það fór fram á tíma þegar nánast engar íþróttir voru í gangi í heiminum. 5,67 milljónir manns horfðu á keppnina í Bandaríkjunum sem er hæsta áhorf á golfmót í sögu kapalsjónvarpsins í landinu. Golfeinvígið númer þrjú mun hefjast föstudaginn 27. nóvember. Golf NBA Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Tiger Woods mun ekki taka þátt í þriðju útgáfunni af „The Match“ golfeinvíginu en sjónvarpsáhorfendur fá í staðinn að fylgjast með golftöktum körfuboltamannanna Charles Barkley og Steph Curry. Í fyrsta golfeinvíginu þá keppti Tiger Woods á moti Phil Mickelson en í öðru einvíginu þá voru þeir báðir komnir með NFL-goðsögn með sér við hlið. Phil Mickelson var þá í liði með Tom Brady en Tiger Woods keppti með Peyton Manning. Nú er komið að þriðju útgáfunni og það eru forföll í báðum liðum. .@StephenCurry30, Peyton Manning, @PhilMickelson, and Charles Barkley headline golf fundraiser - all to be broadcast for our abundant entertainment. Read more: https://t.co/3UxM1GlbRE pic.twitter.com/QNQHDMHJmi— Sportico (@Sportico) October 15, 2020 Tom Brady er upptekinn við að spila með Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni og Tiger Woods tekur ekki þátt að þessu sinni. Phil Mickelson og Peyton Manning mæta aftur á móti báðir aftur til leiks. Í stað þeirra Brady og Woods eru komnar tvær körfuboltahetjur, þeir Charles Barkley og Steph Curry. Steph Curry er frábær kylfingur eins og hann sýndi á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í fyrra en Barkley er ekki eins frægur fyrir tilþrif á golfvellinum. Það vantar hins vegar ekki áhugann hjá kappanum. Þeir Charles Barkley og Steph Curry hafa báðir verið valdi mikilvægustu leikmenn NBA deildarinnar en á meðan Curry er enn að spila þá harles Barkley löngur hættur og starfar sem sérfræðingur um deildina á TNT sjónvarðstöðinni. Eins og áður mun þetta golfeinvígi safna peningi fyrir góðgerðasamtök. Match 2 safnaði tuttugu milljónum dollara fyrir baráttuna við COVID-19 en það gera um 2,8 milljarða íslenskra króna. Golfeinvígi númer tvö var líka mjög vinsælt sjónvarpsefni síðasta vor en það fór fram á tíma þegar nánast engar íþróttir voru í gangi í heiminum. 5,67 milljónir manns horfðu á keppnina í Bandaríkjunum sem er hæsta áhorf á golfmót í sögu kapalsjónvarpsins í landinu. Golfeinvígið númer þrjú mun hefjast föstudaginn 27. nóvember.
Golf NBA Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira