„Færum geðið inn í ljósið“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. október 2020 11:39 Grímur Atlason er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann vill forgangsraða geðrækt á öllum sviðum lífsins. Grípa þurfi inn í líf fólks mun fyrr. Geðhjálp, í samstarfi við Píetasamtökin, hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun á vefsíðunni www.39.is. Skorað er á stjórnvöld og samfélagið allt að setja geðheilsu í forgang. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir brýnt að færa geðið inn í ljósið og setja geðrækt í fyrsta sætið. Átakið kallast 39 en talan vísar til þess fjölda sem féll fyrir eigin hendi árið 2019. Grímur Atlason er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. „Átakinu er í fyrsta lagi ætlað að afhelga töluna, ef ég get komist svo að orði, af því talan hefur verið svo mikið tabú og feimnismál á Íslandi. Fólk deyr. Það fellur fyrir eigin hendi á Íslandi og hefur gert um árabil og í rauninni svo lengi sem við höfum verið hér á jörðinni. Það aðgreinir okkur frá öðrum.“ Geðhjálp vill líka varpa ljósi á orsakaþætti geðheilbrigðis og grípa inn í líf fólks mun fyrr. „Við þurfum að setja fókusinn á geðheilbrigðismál frá fæðingu og út allt lífið. Við erum mjög föst sem samfélag í að hugsa um hvernig við getum leyst málin þegar vandinn er orðinn mjög mikill. Við viljum setja fókusinn á það hvernig við getum komið í veg fyrir að vandinn verði mikill.“ Grímur segir að nú á kórónuveirutímum upplifi langflestir kvíða, einsemd og depurð vegna veirunnar skæðu og sóttvarnaráðstafana. Fólk með geðrænar áskoranir upplifi slíkt nánast daglega í venjulegu árferði. Því þurfi að nýta augnablikið og forgangsraða geðhjálp og geðrækt á öllum sviðum. „Hættum að láta geðið vera í skugganum af því við skiljum það ekki eða áttum okkur ekki á því. Færum geðið inn í ljósið og leyfum því að vera því við erum öll með geð og svo erum við öll með geðheilsu. Geðheilsan er líklega mikilvægasti þátturinn í því hvernig við erum sem manneskjur og þess vegna er svo mikilvægt að setja hana fremst; geðrækt í skólum - geðrækt í lífinu,“ segir Grímur. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þá er einnig hægt að leita til Píeta-samtakanna allan sólarhringinn í síma 552-2218 Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Geðhjálp, í samstarfi við Píetasamtökin, hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun á vefsíðunni www.39.is. Skorað er á stjórnvöld og samfélagið allt að setja geðheilsu í forgang. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir brýnt að færa geðið inn í ljósið og setja geðrækt í fyrsta sætið. Átakið kallast 39 en talan vísar til þess fjölda sem féll fyrir eigin hendi árið 2019. Grímur Atlason er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. „Átakinu er í fyrsta lagi ætlað að afhelga töluna, ef ég get komist svo að orði, af því talan hefur verið svo mikið tabú og feimnismál á Íslandi. Fólk deyr. Það fellur fyrir eigin hendi á Íslandi og hefur gert um árabil og í rauninni svo lengi sem við höfum verið hér á jörðinni. Það aðgreinir okkur frá öðrum.“ Geðhjálp vill líka varpa ljósi á orsakaþætti geðheilbrigðis og grípa inn í líf fólks mun fyrr. „Við þurfum að setja fókusinn á geðheilbrigðismál frá fæðingu og út allt lífið. Við erum mjög föst sem samfélag í að hugsa um hvernig við getum leyst málin þegar vandinn er orðinn mjög mikill. Við viljum setja fókusinn á það hvernig við getum komið í veg fyrir að vandinn verði mikill.“ Grímur segir að nú á kórónuveirutímum upplifi langflestir kvíða, einsemd og depurð vegna veirunnar skæðu og sóttvarnaráðstafana. Fólk með geðrænar áskoranir upplifi slíkt nánast daglega í venjulegu árferði. Því þurfi að nýta augnablikið og forgangsraða geðhjálp og geðrækt á öllum sviðum. „Hættum að láta geðið vera í skugganum af því við skiljum það ekki eða áttum okkur ekki á því. Færum geðið inn í ljósið og leyfum því að vera því við erum öll með geð og svo erum við öll með geðheilsu. Geðheilsan er líklega mikilvægasti þátturinn í því hvernig við erum sem manneskjur og þess vegna er svo mikilvægt að setja hana fremst; geðrækt í skólum - geðrækt í lífinu,“ segir Grímur. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þá er einnig hægt að leita til Píeta-samtakanna allan sólarhringinn í síma 552-2218
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira