„Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. október 2020 11:32 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis um kórónuveirufaraldurinn í dag. Þórólfur kvaðst ætla að skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag um áframhaldandi aðgerðir eftir 19. október. „Ég ætla ekki að fara í smáatriðum í hverjar tillögur mínar eru en get þó sagt að ég tel á þessari stundu ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir þar sem faraldurinn er ekki farinn að minnka. En það sem við reynum að gera núna er að skýra ýmis tilmæli og hafa þau skýrari en þau voru kannski,“ sagði Þórólfur. Venja okkur við að veiran mun vera með okkur næstu mánuði Þá sagði hann að allir þyrftu að vera undir það búnir að það muni taka nokkurn tíma að ráða að niðurlögum þeirrar bylgju sem nú er í gangi. „Og jafnvel þó að okkur takist að sveigja kúrvuna niður þá held ég að við þurfum líka að fara að hugsa um það og venja okkur við að veiran mun sennilega vera með okkur í samfélaginu næstu mánuði eða þar til við fáum gott og öruggt bóluefni. Engu að síður þá vona ég svo sannarlega að okkur takist að uppræta veiruna eins og okkur tókst síðastliðinn vetur en ég tel að vonir til þess séu minni en voru þá,“ sagði Þórólfur. Áfram þyrftum við öll á allri okkar árvekni að halda til að lifa með veirunni auk þess að hafa sem minnst íþyngjandi aðgerðir í gangi á hverjum tíma sem muni duga til þess að halda henni í skefjum. Þá minnti hann einnig á og ítrekaði mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna; að þvo og spritta hendur vel, gæta að fjarlægðarmörkum, passa sig í fjölmenni og nota grímur þar sem það á við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis um kórónuveirufaraldurinn í dag. Þórólfur kvaðst ætla að skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag um áframhaldandi aðgerðir eftir 19. október. „Ég ætla ekki að fara í smáatriðum í hverjar tillögur mínar eru en get þó sagt að ég tel á þessari stundu ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir þar sem faraldurinn er ekki farinn að minnka. En það sem við reynum að gera núna er að skýra ýmis tilmæli og hafa þau skýrari en þau voru kannski,“ sagði Þórólfur. Venja okkur við að veiran mun vera með okkur næstu mánuði Þá sagði hann að allir þyrftu að vera undir það búnir að það muni taka nokkurn tíma að ráða að niðurlögum þeirrar bylgju sem nú er í gangi. „Og jafnvel þó að okkur takist að sveigja kúrvuna niður þá held ég að við þurfum líka að fara að hugsa um það og venja okkur við að veiran mun sennilega vera með okkur í samfélaginu næstu mánuði eða þar til við fáum gott og öruggt bóluefni. Engu að síður þá vona ég svo sannarlega að okkur takist að uppræta veiruna eins og okkur tókst síðastliðinn vetur en ég tel að vonir til þess séu minni en voru þá,“ sagði Þórólfur. Áfram þyrftum við öll á allri okkar árvekni að halda til að lifa með veirunni auk þess að hafa sem minnst íþyngjandi aðgerðir í gangi á hverjum tíma sem muni duga til þess að halda henni í skefjum. Þá minnti hann einnig á og ítrekaði mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna; að þvo og spritta hendur vel, gæta að fjarlægðarmörkum, passa sig í fjölmenni og nota grímur þar sem það á við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Sjá meira