Verslun víða blómleg í draugalegum miðbæ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. október 2020 18:31 Samkvæmt könnun Rannsóknarseturs verslunarinnar voru 57 laus rými í miðbænum í júní og 43 á sama tíma fyrir ári. Samkvæmt upplýsingum frá Kringlunni og Smáralind eru afar fá laus rými þar og verslun hefur gengið vel síðustu mánuði. Kaupmenn í miðbænum segja skýringuna á þessum mun vera að margar ferðamannaverslanir hafi lokað. Guðrún Jóhannesdóttir einn af eigendum Kokku segir söluna hafa aukist mikið síðustu mánuði.Vísir/Egill „Þær verslanir sem hafa átt erfitt uppdráttar eru lundabúðirnar og það má kannski alveg leiða að því líkum að það hafi verið orðin ofmetun á þeim markaði áður en kófið hófst,“ segir Guðrún Jóhannesdóttir enn af eigendum Kokku á Laugavegi. Kaupmenn finna breytingar á kauphegðun fólks. „Kúnninn er búinn að stúdera okkur á netinu til að athuga hvað skal kaupa, og kemur því inn í ákveðnum erindagjörðum og fer svo beint út,“ segir Karl Jóhann Jóhannsson einn af eigendum Aurum í Bankastræti. Guðrún eigandi Kokku er á sama máli. Hún segir að sala bæði í verslun og á vefnum hafi aukist mikið. Karl Jóhann Jóhannsson einn af eigendum Aurum segir netsöluna hafa aukist mikið.Vísir „Það hefur orðið tuga prósenta aukning á sölu í versluninni okkar það sem af er ári. Þá var sexföldun í mars á netsölu og tíföldun í apríl. Við höfum selt meira á netinu nú en allt árið í fyrra og söluhæstu mánuðirnir eru eftir,“ segir Guðrún. „Það hefur orðið samdráttur í búðinni en salan á vefnum hefur margfaldast,“ segir Karl Jóhann í Aurum. Rammagerðin hefur verið afar vinsæl meðal ferðamanna og hefur verslunarfólk þar fundið vel fyrir samdrætti. „Við erum ekki einu sinni að skoða þær tölur lengur út af ástandinu. Við erum bara einblína á hvernig við getum siglt í gegnum þetta tímabil og hvað er hægt að gera til að halda starfseminni gangandi,“ segir Fjalar Ólafsson innkaupastjóri Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg. Fjalar Ólafsson innkaupastjóri Rammagerðarinnar segir áherslu lagða á að sigla gegnum kófið.Vísir/Egill En hvað skyldi seljast best? „Við erum öll heima og höfum það kósý og þá viljum við eiga ullarteppi og þau hafa selst vel,“ segir Fjalar í Rammagerðinni. Það hefur verið mjög mikið að gera hjá okkur í giftingahringjum og greinilegt að fólk er ekki að láta ástandið stoppa sig, segir Jóhann í Aurum. . Hér hefur verið ótrúlegur vöxtur í öllu sem tengist súrdeigsbakstri,“ segir Guðrún í Kokku. Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Samkvæmt könnun Rannsóknarseturs verslunarinnar voru 57 laus rými í miðbænum í júní og 43 á sama tíma fyrir ári. Samkvæmt upplýsingum frá Kringlunni og Smáralind eru afar fá laus rými þar og verslun hefur gengið vel síðustu mánuði. Kaupmenn í miðbænum segja skýringuna á þessum mun vera að margar ferðamannaverslanir hafi lokað. Guðrún Jóhannesdóttir einn af eigendum Kokku segir söluna hafa aukist mikið síðustu mánuði.Vísir/Egill „Þær verslanir sem hafa átt erfitt uppdráttar eru lundabúðirnar og það má kannski alveg leiða að því líkum að það hafi verið orðin ofmetun á þeim markaði áður en kófið hófst,“ segir Guðrún Jóhannesdóttir enn af eigendum Kokku á Laugavegi. Kaupmenn finna breytingar á kauphegðun fólks. „Kúnninn er búinn að stúdera okkur á netinu til að athuga hvað skal kaupa, og kemur því inn í ákveðnum erindagjörðum og fer svo beint út,“ segir Karl Jóhann Jóhannsson einn af eigendum Aurum í Bankastræti. Guðrún eigandi Kokku er á sama máli. Hún segir að sala bæði í verslun og á vefnum hafi aukist mikið. Karl Jóhann Jóhannsson einn af eigendum Aurum segir netsöluna hafa aukist mikið.Vísir „Það hefur orðið tuga prósenta aukning á sölu í versluninni okkar það sem af er ári. Þá var sexföldun í mars á netsölu og tíföldun í apríl. Við höfum selt meira á netinu nú en allt árið í fyrra og söluhæstu mánuðirnir eru eftir,“ segir Guðrún. „Það hefur orðið samdráttur í búðinni en salan á vefnum hefur margfaldast,“ segir Karl Jóhann í Aurum. Rammagerðin hefur verið afar vinsæl meðal ferðamanna og hefur verslunarfólk þar fundið vel fyrir samdrætti. „Við erum ekki einu sinni að skoða þær tölur lengur út af ástandinu. Við erum bara einblína á hvernig við getum siglt í gegnum þetta tímabil og hvað er hægt að gera til að halda starfseminni gangandi,“ segir Fjalar Ólafsson innkaupastjóri Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg. Fjalar Ólafsson innkaupastjóri Rammagerðarinnar segir áherslu lagða á að sigla gegnum kófið.Vísir/Egill En hvað skyldi seljast best? „Við erum öll heima og höfum það kósý og þá viljum við eiga ullarteppi og þau hafa selst vel,“ segir Fjalar í Rammagerðinni. Það hefur verið mjög mikið að gera hjá okkur í giftingahringjum og greinilegt að fólk er ekki að láta ástandið stoppa sig, segir Jóhann í Aurum. . Hér hefur verið ótrúlegur vöxtur í öllu sem tengist súrdeigsbakstri,“ segir Guðrún í Kokku.
Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira