Jón hafði sigur í löngu og ströngu vatnsstríði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2020 16:04 Jón Ólafsson getur fagnað sigri, í bili að minnsta kosti. Icelandic Water Holdings hf (IWH), vatnsátöppunarfyrirtæki Jóns Ólafssonar í Ölfusi, ber ekki skaðabótaábyrgð vegna ætlaðs tjóns einkahlutafélagsins iGwater, áður Iceland Glacier Wonders, vegna lögbanns sem lagt var á notkun vörumerkisins Iceland Glacier í lok árs 2013. Þetta er niðurstaða fjölskipaðs Héraðsdóms Suðurlands sem kvað upp dóm sinn í dag.Réði mestu að í ljós kom að iGwater hafði ekki starfsleyfi til sölu og dreifingar á vatni innanlands á þeim tíma sem fyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir skaða. iGwater hefur fjórar vikur til að áfrýja dómnum til Landsréttar. Kröfur úr 1,3 milljarði í 143 milljónir króna iGwater, sem er í eigu hollenska fjárfestisins Otto Spork og rak átöppunarverksmiðju í Vestmannaeyjum, krafðist 143 milljóna króna í miska- og skaðabætur auk dráttarvaxta frá fyrirtæki Jóns. iGwater fór fram á að dómkvaddir matsmenn yrðu fengnir til að meta meint tjón félagsins. Matsmenn, þeirra á meðal Gylfi Magnússon fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, voru fengnir sem matsmenn fyrir dómi. Þeirra mat hafði lítið að segja þegar uppi stóð. Eldra skaðabótamáli iGwater, þar sem krafist var 1,3 milljarða króna í bætur af Icelandic Water Holdings, var vísað frá dómi í febrúar 2016 vegna þess hversu vanreifaður málatilbúnaður iGwater var. Lögbann árið 2013 Forsaga málsins er sú að IWH fékk í nóvember 2013 lögbann á notkun iGwater, þá Iceland Glacier Wonders, á vörumerkinu „Iceland Glacier“. Fyrirtæki Jóns í Ölfusi selur vatnið Icelandic Glacial. Jón sagði í fjölmiðlum í desember 2013 að honum þættu vörumerkin of lík og stóð lögbannið þangað til í október 2014. Rúmu hálfu ári síðar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að iGwater mætti ekki nota vörumerkið Iceland Glacier í firmaheiti sínu en að því væri heimilt að nota það til markaðssetningar. Stjórnendur félagsins fullyrða að lögbannið hafi spillt lánstrausti og viðskiptahagsmunum þann tíma sem lögbannið varði. iGwater þurfti að við lögbannið að fjarlægja af heimasíðu sinni, starfsstöðvum og verslunum, allar vörur, merkingar, auglýsingar og tilkynningar í hvaða formi sem var, þar sem vörumerkið „Iceland Glacier“ kom fyrir, allt gegn framlagningu viðbótartryggingar. Ekki starfsleyfi innanlands á tíma lögbanns Í niðurstöðu fjölskipaðs Héraðsdóms Suðurlands segir að Jón Ólafsson hafi í vörn sinni byggt á því að lögbannið hafi ekki girt fyrir lögmæta starfsemi iGwater, enda hafi iGwater ekki haft starfsleyfi fyrir átöppun, sölu eða dreifingu vatns innanlands. Í yfirmatsbeiðni IWH, fyrirtækis Jóns, er bent á að iGwater hafi einungis haft starfsleyfi til átöppunar kranavatns úr vatnsveitu Vestmannaeyja til útflutnings í plastpokum eða blöðrum sem yrði sent út til kaupenda í 20 feta gámum. Héraðsdómur segir að iGwater hafi ekki brugðist við þessum fullyrðingum og þá hafi ekki verið gerð athugasemd þegar IWH lagði fram starfsleyfi iGwater á dómþingi þann 2. janúar síðastliðinn. Beiðnin ekki of seint fram komin Ekki verði séð að fyrirtæki Jóns hafi haft vitneskju um að starfsleyfi IWH hafi verið með þessum hætti þegar greinargerð var skilað í málinu af hans hálfu. iGwater hafi við munnlegan flutning málsins mótmælt þessu og sagt yfirmatsbeiðnina með upplýsingum um starfsleyfi iGwater of seint fram komna. Héraðsdómur hafnaði því. Taldi Héraðsdómur Suðurlands að fyrirtæki Jóns gæti ekki borið skaðabótaábyrgð vegna ætlaðs tjóns sem hlotist hefði af því að iGwater hefði látið af sölu og dreifingu vatns innanlands sem var í andstöðu við starfsleyfi hans. Var fyrirtæki Jóns því sýknað af kröfum iGwater. Dóminn í heild má lesa hér. Dómsmál Ölfus Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Sjá meira
Icelandic Water Holdings hf (IWH), vatnsátöppunarfyrirtæki Jóns Ólafssonar í Ölfusi, ber ekki skaðabótaábyrgð vegna ætlaðs tjóns einkahlutafélagsins iGwater, áður Iceland Glacier Wonders, vegna lögbanns sem lagt var á notkun vörumerkisins Iceland Glacier í lok árs 2013. Þetta er niðurstaða fjölskipaðs Héraðsdóms Suðurlands sem kvað upp dóm sinn í dag.Réði mestu að í ljós kom að iGwater hafði ekki starfsleyfi til sölu og dreifingar á vatni innanlands á þeim tíma sem fyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir skaða. iGwater hefur fjórar vikur til að áfrýja dómnum til Landsréttar. Kröfur úr 1,3 milljarði í 143 milljónir króna iGwater, sem er í eigu hollenska fjárfestisins Otto Spork og rak átöppunarverksmiðju í Vestmannaeyjum, krafðist 143 milljóna króna í miska- og skaðabætur auk dráttarvaxta frá fyrirtæki Jóns. iGwater fór fram á að dómkvaddir matsmenn yrðu fengnir til að meta meint tjón félagsins. Matsmenn, þeirra á meðal Gylfi Magnússon fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, voru fengnir sem matsmenn fyrir dómi. Þeirra mat hafði lítið að segja þegar uppi stóð. Eldra skaðabótamáli iGwater, þar sem krafist var 1,3 milljarða króna í bætur af Icelandic Water Holdings, var vísað frá dómi í febrúar 2016 vegna þess hversu vanreifaður málatilbúnaður iGwater var. Lögbann árið 2013 Forsaga málsins er sú að IWH fékk í nóvember 2013 lögbann á notkun iGwater, þá Iceland Glacier Wonders, á vörumerkinu „Iceland Glacier“. Fyrirtæki Jóns í Ölfusi selur vatnið Icelandic Glacial. Jón sagði í fjölmiðlum í desember 2013 að honum þættu vörumerkin of lík og stóð lögbannið þangað til í október 2014. Rúmu hálfu ári síðar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að iGwater mætti ekki nota vörumerkið Iceland Glacier í firmaheiti sínu en að því væri heimilt að nota það til markaðssetningar. Stjórnendur félagsins fullyrða að lögbannið hafi spillt lánstrausti og viðskiptahagsmunum þann tíma sem lögbannið varði. iGwater þurfti að við lögbannið að fjarlægja af heimasíðu sinni, starfsstöðvum og verslunum, allar vörur, merkingar, auglýsingar og tilkynningar í hvaða formi sem var, þar sem vörumerkið „Iceland Glacier“ kom fyrir, allt gegn framlagningu viðbótartryggingar. Ekki starfsleyfi innanlands á tíma lögbanns Í niðurstöðu fjölskipaðs Héraðsdóms Suðurlands segir að Jón Ólafsson hafi í vörn sinni byggt á því að lögbannið hafi ekki girt fyrir lögmæta starfsemi iGwater, enda hafi iGwater ekki haft starfsleyfi fyrir átöppun, sölu eða dreifingu vatns innanlands. Í yfirmatsbeiðni IWH, fyrirtækis Jóns, er bent á að iGwater hafi einungis haft starfsleyfi til átöppunar kranavatns úr vatnsveitu Vestmannaeyja til útflutnings í plastpokum eða blöðrum sem yrði sent út til kaupenda í 20 feta gámum. Héraðsdómur segir að iGwater hafi ekki brugðist við þessum fullyrðingum og þá hafi ekki verið gerð athugasemd þegar IWH lagði fram starfsleyfi iGwater á dómþingi þann 2. janúar síðastliðinn. Beiðnin ekki of seint fram komin Ekki verði séð að fyrirtæki Jóns hafi haft vitneskju um að starfsleyfi IWH hafi verið með þessum hætti þegar greinargerð var skilað í málinu af hans hálfu. iGwater hafi við munnlegan flutning málsins mótmælt þessu og sagt yfirmatsbeiðnina með upplýsingum um starfsleyfi iGwater of seint fram komna. Héraðsdómur hafnaði því. Taldi Héraðsdómur Suðurlands að fyrirtæki Jóns gæti ekki borið skaðabótaábyrgð vegna ætlaðs tjóns sem hlotist hefði af því að iGwater hefði látið af sölu og dreifingu vatns innanlands sem var í andstöðu við starfsleyfi hans. Var fyrirtæki Jóns því sýknað af kröfum iGwater. Dóminn í heild má lesa hér.
Dómsmál Ölfus Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Sjá meira