Ósáttir við væntanlegar þvinganir vegna eitrunar Navalní Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2020 10:49 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. AP/Utanríkisráðuneyti Rússlands Verði Rússar beittir viðskiptaþvingunum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní, munu þeir svara fyrir sig. Þetta sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í morgun. Tilefni ummæla hans er að forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa ákveðið að styðja áætlun frá Frakklandi og Þýskalandi um að beita Rússa viðskiptaþvingunum vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins. Sex aðilar frá Rússlandi munu verða beittir þvingunum. Þær þvinganir eru sagðar felast í því að eignir þeirra í Evrópu verða frystar og þeim verður meinað að ferðast til aðildarríkja ESB næsta árið. Samkvæmt frétt DW stenur til að ákveða nákvæmari hliðar þvingananna á næstu dögum. Tillögur Frakka og Þjóðverja snúa að aðilum sem sagðir bera ábyrgð á eitrun Navalnís, sem er brot á alþjóðalögum þar sem Novichok er skilgreint sem gereyðingarvopn. Gripið var til sambærilegra aðgerða í kjölfar eitrunar Sergeis Skripal og dóttur hans. Sjá einnig: Evrópusambandið hyggst beita Rússland þvingunum Navalní veiktist hastarlega í flugvél í Rússlandi 20. ágúst. Hann féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Sérfræðingar í Þýskalandi segja að honum hafi verið byrlað novichok, taugeitur sem var þróað í Sovétríkjunum. Vísindamenn í Svíþjóð og Frakklandi komust að sömu niðurstöðu sem vísindamenn Efnavopnastofnunarinnar hafa einnig staðfest. Navalní hefur áður sagst sannfærður um að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi staðið að baki því að eitrað var fyrir honum. Ríkisstjórn Pútíns hafnar þó alfarið þessum ásökunum og hafa jafnvel lagt til að Navalní hafi eitrað fyrir sér sjálfur með því markmiði að fá athygli. Rússland Evrópusambandið Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30 Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39 Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43 Navalní útskrifaður af sjúkrahúsi Læknar telja víst að Navalní geti náð fullum bata, þó að enn sé ekki hægt að segja til um langtímaáhrif svo „mikillar eitrunar“. 23. september 2020 07:36 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Versta fjöldaskotárás sem hefur gerst í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Sjá meira
Verði Rússar beittir viðskiptaþvingunum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní, munu þeir svara fyrir sig. Þetta sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í morgun. Tilefni ummæla hans er að forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa ákveðið að styðja áætlun frá Frakklandi og Þýskalandi um að beita Rússa viðskiptaþvingunum vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins. Sex aðilar frá Rússlandi munu verða beittir þvingunum. Þær þvinganir eru sagðar felast í því að eignir þeirra í Evrópu verða frystar og þeim verður meinað að ferðast til aðildarríkja ESB næsta árið. Samkvæmt frétt DW stenur til að ákveða nákvæmari hliðar þvingananna á næstu dögum. Tillögur Frakka og Þjóðverja snúa að aðilum sem sagðir bera ábyrgð á eitrun Navalnís, sem er brot á alþjóðalögum þar sem Novichok er skilgreint sem gereyðingarvopn. Gripið var til sambærilegra aðgerða í kjölfar eitrunar Sergeis Skripal og dóttur hans. Sjá einnig: Evrópusambandið hyggst beita Rússland þvingunum Navalní veiktist hastarlega í flugvél í Rússlandi 20. ágúst. Hann féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Sérfræðingar í Þýskalandi segja að honum hafi verið byrlað novichok, taugeitur sem var þróað í Sovétríkjunum. Vísindamenn í Svíþjóð og Frakklandi komust að sömu niðurstöðu sem vísindamenn Efnavopnastofnunarinnar hafa einnig staðfest. Navalní hefur áður sagst sannfærður um að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi staðið að baki því að eitrað var fyrir honum. Ríkisstjórn Pútíns hafnar þó alfarið þessum ásökunum og hafa jafnvel lagt til að Navalní hafi eitrað fyrir sér sjálfur með því markmiði að fá athygli.
Rússland Evrópusambandið Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30 Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39 Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43 Navalní útskrifaður af sjúkrahúsi Læknar telja víst að Navalní geti náð fullum bata, þó að enn sé ekki hægt að segja til um langtímaáhrif svo „mikillar eitrunar“. 23. september 2020 07:36 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Versta fjöldaskotárás sem hefur gerst í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Sjá meira
Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30
Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39
Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43
Navalní útskrifaður af sjúkrahúsi Læknar telja víst að Navalní geti náð fullum bata, þó að enn sé ekki hægt að segja til um langtímaáhrif svo „mikillar eitrunar“. 23. september 2020 07:36