Kristján Þór þurfi að skýra betur lög um fiskveiðar Atli Ísleifsson skrifar 13. október 2020 13:44 Frá Rifi á Snæfellsnesi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að lög og reglur um fiskveiðar verði betur skýrðar. Er það gert eftir að umboðsmaður tók mál til umfjöllunar sem var til þess að nú sé bent á tiltekin atriði í tengslum við setningu laga og reglna á þessu sviði sem geti leitt til að óskýrt geti verið hver sé gildandi réttur hverju sinni. Á áliti umboðsmanns segir að tilefni þess hafi verið kvörtun útgerðarfélags yfir úrskurði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem hafi staðfest ákvörðun Fiskistofu að áminna það vegna veiða á kúfskel með plógi án þess að hafa til þess leyfi. Hafi útgerðin hins vegar talið að slíkar veiðar til beitu hafi ekki verið háðar leyfi og áminningin því ekki í samræmi við lög. Skýrleiki í lögum Fram kemur að umrætt mál, sem og fleiri á sviði fiskveiða er varða stjórnun þeirra og viðurlög við brotum, hafi orðið umboðsmanni tilefni til að fjalla um hvort lög og stjórnvaldsfyrirmæli á þessu sviði séu haldin meinbugum. „Benti hann á að þar þyrfti að hafa í huga að um væri að ræða lög sem takmörkuðu atvinnufrelsi og gætu verið grundvöllur viðurlaga. Mikilvægt væri að huga að skýrleika við setningu á lögum og stjórnvaldsfyrirmælum og samræmi ákvæða, bæði innan laganna og við önnur lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Ítrekaðar lagabreytingar yfir langt árabil án þess að hugað væri að heildarendurskoðun viðkomandi laga hefði í för með sér að óskýrt gæti verið hvaða reglur væru í gildi hverju sinni. Þá skorti oft skýrar tilvísanir til lagaheimilda í reglugerðum á þessu sviði og því óljóst hver væri lagastoð þeirra. Hvað kvörtun útgerðarfélagsins snerti var það álit umboðsmanns að úrskurður ráðuneytisins hefði ekki byggst á fullnægjandi lagagrundvelli. Beindi umboðsmaður því til þess að taka málið til meðferðar að nýju, kæmi fram ósk þess efnis, og leysa þá úr því í samræmi við þau sjónarmið sem rakin hefðu verið í álitinu. Jafnframt að taka framvegis mið af þeim í störfum sínum auk þess að huga að því hvort og þá hvaða breytingar þyrfti að gera á lögum og reglum á sviði fiskveiða af þessu tilefni,“ segir í álitinu. Umboðsmaður Alþingis Sjávarútvegur Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að lög og reglur um fiskveiðar verði betur skýrðar. Er það gert eftir að umboðsmaður tók mál til umfjöllunar sem var til þess að nú sé bent á tiltekin atriði í tengslum við setningu laga og reglna á þessu sviði sem geti leitt til að óskýrt geti verið hver sé gildandi réttur hverju sinni. Á áliti umboðsmanns segir að tilefni þess hafi verið kvörtun útgerðarfélags yfir úrskurði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem hafi staðfest ákvörðun Fiskistofu að áminna það vegna veiða á kúfskel með plógi án þess að hafa til þess leyfi. Hafi útgerðin hins vegar talið að slíkar veiðar til beitu hafi ekki verið háðar leyfi og áminningin því ekki í samræmi við lög. Skýrleiki í lögum Fram kemur að umrætt mál, sem og fleiri á sviði fiskveiða er varða stjórnun þeirra og viðurlög við brotum, hafi orðið umboðsmanni tilefni til að fjalla um hvort lög og stjórnvaldsfyrirmæli á þessu sviði séu haldin meinbugum. „Benti hann á að þar þyrfti að hafa í huga að um væri að ræða lög sem takmörkuðu atvinnufrelsi og gætu verið grundvöllur viðurlaga. Mikilvægt væri að huga að skýrleika við setningu á lögum og stjórnvaldsfyrirmælum og samræmi ákvæða, bæði innan laganna og við önnur lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Ítrekaðar lagabreytingar yfir langt árabil án þess að hugað væri að heildarendurskoðun viðkomandi laga hefði í för með sér að óskýrt gæti verið hvaða reglur væru í gildi hverju sinni. Þá skorti oft skýrar tilvísanir til lagaheimilda í reglugerðum á þessu sviði og því óljóst hver væri lagastoð þeirra. Hvað kvörtun útgerðarfélagsins snerti var það álit umboðsmanns að úrskurður ráðuneytisins hefði ekki byggst á fullnægjandi lagagrundvelli. Beindi umboðsmaður því til þess að taka málið til meðferðar að nýju, kæmi fram ósk þess efnis, og leysa þá úr því í samræmi við þau sjónarmið sem rakin hefðu verið í álitinu. Jafnframt að taka framvegis mið af þeim í störfum sínum auk þess að huga að því hvort og þá hvaða breytingar þyrfti að gera á lögum og reglum á sviði fiskveiða af þessu tilefni,“ segir í álitinu.
Umboðsmaður Alþingis Sjávarútvegur Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira