„Hika ekki við að fara á móti þessum straumi þó að maður fái mikinn skít fyrir það“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. október 2020 13:29 Frosti hefur starfað í fjölmiðlum í um tuttugu ár. Frosti Logason varð fyrst þekktur í hljómsveitinni Mínus en hann hefur unnið nánast allan sinn starfsferil á fjölmiðlum. Frosti hefur lengi verið þekktur fyrir að taka viðtöl við alls kyns fólk, líka þá sem eru með óvinsælar skoðanir. Hann segist sjá mikla breytingu á samfélaginu á síðustu árum, þar sem fólk með óvinsælar skoðanir er beinlínis úthrópað og reynt að þagga niður í því. Hann ræddi við Sölva Tryggvason í hlaðvarpi hans á dögunum. „Þetta kemur úr félagsvísindadeildum vestrænna háskóla, þaðan koma ákveðnar hugmyndir. Það er gott og gilt að gagnrýna vestrænt samfélag, en það verður að vera skynsamlegt. Þrátt fyrir að vestræn samfélög séu þau sem eru hve best á sig komin og að mannkynið hafi aldrei haft það jafngott í sögunni á að segja okkur að þetta sé allt hræðilegt. Það eru einhvern vegin bannorð að segja jákvæða hluti um vestræn samfélög af því að hópur af „Social Justice Warriors“ hafa alist upp í félagsvísindadeildum við það að alheimskapítalisminn sé svo hræðilegur og vestræn samfélög séu það versta sem hefur komið fyrir mannkynið,“ segir Frosti og heldur áfram. Fólki illa tekið „Þetta er galinn útúrsnúningur. Auðvitað er ömurlegt að það sé til fátækt fólk og að minnihlutahópar verði fyrir aðkasti, en við erum alltaf að verða betri og betri í að bæta hlutina. Sameinuðu Þjóðirnar hafa gefið það út að með sama áframhaldi verði búið að eyða verstu fátækt heims fyrir árið 2030. Það er ekki langt síðan ég var í félagsvísindadeild Háskóla Íslands og ástandið er svona þar, fólki er bara illa tekið ef það er með ákveðnar skoðanir.” Klippa: Hika ekki við að fara á móti þessum straumi þó að maður fái mikinn skít fyrir það Frosti er með sterkar skoðanir á þessu og segir það ekki hlutverk fjölmiðla að stoppa ákveðnar skoðanir. „Eitt af því mest óþolandi sem ég heyri er þegar fólk segir: Hvað eruð þið að gefa þessum aðila platform, þetta er bara einhver brjálæðingur. Auðvitað tekur maður ekki viðtöl við fólk sem er veikt á geði eða eitthvað slíkt, en það er óþolandi þegar fólk með óvinsælar skoðanir er úthrópað á þann hátt að það sé ekki nógu merkilegt til að vera í fjölmiðlum og fjölmiðlar eigi að passa að það komist ekki að. Þetta finnst mér fáránlegur misskilningur á eðli fjölmiðla. Ég hika ekki við að fara á móti þessum straumi þó að maður fái mikinn skít fyrir það. Ég hef áhuga á fólki, hugmyndum og samfélaginu og okkur í Harmageddon finnst ekkert vera óviðkomandi hlustendum okkar. Sérstaklega þegar það eru einhverjar skrýtnar og öðruvísi skoðanir. Samfélagið er svolítið brennt af því að umræðan er mjög einsleit og inni í boxi. Ef þú ert ekki sammála háværum hópi af réttlætisriddörum, þá ertu bara gerður útlægur. Þetta er óþolandi ástand.“ Frosti hefur nær eingöngu unnið við fjölmiðla og það byrjaði snemma. „Þegar ég var 11 eða 12 ára byrjaði ég að bera út DV og selja DV á Garðatorgi og ég man að ég var mjög stoltur af því að vinna hjá þeim. Þegar ég kláraði fjölbraut var ég að vinna við útkeyrslu hjá Fróða við að keyra út tímaritin og fannst það frábært og svo fór ég á X-ið, þar sem ég byrjaði með vikulegan þungarokksþátt. Máni var með hann fyrst, en ég var alltaf að láta hann hafa efni til að spila í þættinum af því að hann hafði ekki hundsvit á þungarokki. En þegar Mínus vann músíktilraunir fékk ég þáttinn og fljótlega varð þetta að fullu starfi á X-inu. En svo fékk ég að vera á Fókus, Popptíví og alls konar fleiru í gegnum tíðina, en X-ið hefur alltaf verið kjarninn.” Enginn að fara bíta þig Í viðtalinu segir hann jafnframt frá því hvernig starfsferillinn hans hófst. „Ég vann á Dominos með námi í fjölbrautaskóla. Ég byrjaði nokkrum vikum fyrir sautján ára afmælisdaginn minn að brjóta saman kassa. Ég man að Tóti sem var þá framkvæmdastjóri, kom að mér og spurði mig: Af hverju ertu svona hræddur. Það er enginn að fara að bíta þig. Þá var ég þarna eins og mús á bak við að brjóta saman kassa. Ég elskaði Bandaríkin svo mikið að mér fannst geggjað að vinna fyrir Dominos þegar þeir voru nýkomnir til Íslands. Daginn sem ég fékk bílprófið mitt var ég í vinnunni og fyrsti aksturinn minn með ökuskírteinið var með pizzu í bílnum í vinnunni fyrir Dominos. Ég var að farast úr stressi. En ég vann þarna í dálítinn tíma og vann mig upp. Fyrst sendill, svo bakari, svo vaktstjóri og svo átti að gera mig að verslunarstjóra þegar ég hætti. En þetta var minn vinnuskóli.” Frosti hefur um árabil haldið úti þættinum Harmageddon ásamt félaga sínum Þorkatli Mána Péturssyni. Þátturinn er þekktur fyrir að hleypa í loftið fólki með óvinsælar skoðanir og ræða málin tæpitungulaust. Í viðtalinu ræða Frosti og Sölvi um mikilvægi þess að stoppa ritskoðun í fjölmiðlum, tímabilið þar sem Frosti var lykilmaður í hljómsveitinni Mínus, mikilvægi þessi að taka ábyrgð í lífinu og margt margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Frosti Logason varð fyrst þekktur í hljómsveitinni Mínus en hann hefur unnið nánast allan sinn starfsferil á fjölmiðlum. Frosti hefur lengi verið þekktur fyrir að taka viðtöl við alls kyns fólk, líka þá sem eru með óvinsælar skoðanir. Hann segist sjá mikla breytingu á samfélaginu á síðustu árum, þar sem fólk með óvinsælar skoðanir er beinlínis úthrópað og reynt að þagga niður í því. Hann ræddi við Sölva Tryggvason í hlaðvarpi hans á dögunum. „Þetta kemur úr félagsvísindadeildum vestrænna háskóla, þaðan koma ákveðnar hugmyndir. Það er gott og gilt að gagnrýna vestrænt samfélag, en það verður að vera skynsamlegt. Þrátt fyrir að vestræn samfélög séu þau sem eru hve best á sig komin og að mannkynið hafi aldrei haft það jafngott í sögunni á að segja okkur að þetta sé allt hræðilegt. Það eru einhvern vegin bannorð að segja jákvæða hluti um vestræn samfélög af því að hópur af „Social Justice Warriors“ hafa alist upp í félagsvísindadeildum við það að alheimskapítalisminn sé svo hræðilegur og vestræn samfélög séu það versta sem hefur komið fyrir mannkynið,“ segir Frosti og heldur áfram. Fólki illa tekið „Þetta er galinn útúrsnúningur. Auðvitað er ömurlegt að það sé til fátækt fólk og að minnihlutahópar verði fyrir aðkasti, en við erum alltaf að verða betri og betri í að bæta hlutina. Sameinuðu Þjóðirnar hafa gefið það út að með sama áframhaldi verði búið að eyða verstu fátækt heims fyrir árið 2030. Það er ekki langt síðan ég var í félagsvísindadeild Háskóla Íslands og ástandið er svona þar, fólki er bara illa tekið ef það er með ákveðnar skoðanir.” Klippa: Hika ekki við að fara á móti þessum straumi þó að maður fái mikinn skít fyrir það Frosti er með sterkar skoðanir á þessu og segir það ekki hlutverk fjölmiðla að stoppa ákveðnar skoðanir. „Eitt af því mest óþolandi sem ég heyri er þegar fólk segir: Hvað eruð þið að gefa þessum aðila platform, þetta er bara einhver brjálæðingur. Auðvitað tekur maður ekki viðtöl við fólk sem er veikt á geði eða eitthvað slíkt, en það er óþolandi þegar fólk með óvinsælar skoðanir er úthrópað á þann hátt að það sé ekki nógu merkilegt til að vera í fjölmiðlum og fjölmiðlar eigi að passa að það komist ekki að. Þetta finnst mér fáránlegur misskilningur á eðli fjölmiðla. Ég hika ekki við að fara á móti þessum straumi þó að maður fái mikinn skít fyrir það. Ég hef áhuga á fólki, hugmyndum og samfélaginu og okkur í Harmageddon finnst ekkert vera óviðkomandi hlustendum okkar. Sérstaklega þegar það eru einhverjar skrýtnar og öðruvísi skoðanir. Samfélagið er svolítið brennt af því að umræðan er mjög einsleit og inni í boxi. Ef þú ert ekki sammála háværum hópi af réttlætisriddörum, þá ertu bara gerður útlægur. Þetta er óþolandi ástand.“ Frosti hefur nær eingöngu unnið við fjölmiðla og það byrjaði snemma. „Þegar ég var 11 eða 12 ára byrjaði ég að bera út DV og selja DV á Garðatorgi og ég man að ég var mjög stoltur af því að vinna hjá þeim. Þegar ég kláraði fjölbraut var ég að vinna við útkeyrslu hjá Fróða við að keyra út tímaritin og fannst það frábært og svo fór ég á X-ið, þar sem ég byrjaði með vikulegan þungarokksþátt. Máni var með hann fyrst, en ég var alltaf að láta hann hafa efni til að spila í þættinum af því að hann hafði ekki hundsvit á þungarokki. En þegar Mínus vann músíktilraunir fékk ég þáttinn og fljótlega varð þetta að fullu starfi á X-inu. En svo fékk ég að vera á Fókus, Popptíví og alls konar fleiru í gegnum tíðina, en X-ið hefur alltaf verið kjarninn.” Enginn að fara bíta þig Í viðtalinu segir hann jafnframt frá því hvernig starfsferillinn hans hófst. „Ég vann á Dominos með námi í fjölbrautaskóla. Ég byrjaði nokkrum vikum fyrir sautján ára afmælisdaginn minn að brjóta saman kassa. Ég man að Tóti sem var þá framkvæmdastjóri, kom að mér og spurði mig: Af hverju ertu svona hræddur. Það er enginn að fara að bíta þig. Þá var ég þarna eins og mús á bak við að brjóta saman kassa. Ég elskaði Bandaríkin svo mikið að mér fannst geggjað að vinna fyrir Dominos þegar þeir voru nýkomnir til Íslands. Daginn sem ég fékk bílprófið mitt var ég í vinnunni og fyrsti aksturinn minn með ökuskírteinið var með pizzu í bílnum í vinnunni fyrir Dominos. Ég var að farast úr stressi. En ég vann þarna í dálítinn tíma og vann mig upp. Fyrst sendill, svo bakari, svo vaktstjóri og svo átti að gera mig að verslunarstjóra þegar ég hætti. En þetta var minn vinnuskóli.” Frosti hefur um árabil haldið úti þættinum Harmageddon ásamt félaga sínum Þorkatli Mána Péturssyni. Þátturinn er þekktur fyrir að hleypa í loftið fólki með óvinsælar skoðanir og ræða málin tæpitungulaust. Í viðtalinu ræða Frosti og Sölvi um mikilvægi þess að stoppa ritskoðun í fjölmiðlum, tímabilið þar sem Frosti var lykilmaður í hljómsveitinni Mínus, mikilvægi þessi að taka ábyrgð í lífinu og margt margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira