Tók upp samfarir í heimildarleysi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2020 10:19 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum. Vísir/Vilhelm Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotið gegn blygðunarsemi konu aðfaranótt laugardagsins 29. desember 2018 á heimili hans. Sýndi hann af sér lostugt athæfi með því að taka upp myndbönd og myndir af þeim að stunda kynmök án hennar vitneskju. Með því særði hann blygðunarkennd hennar. Aðilum bar að mestu saman um málsatvik. Þau þekktust, hittust á skemmtistað og fóru svo heim til hans þar sem þau hlustuðu á tónlist. Í framhaldinu stunduðu þau kynmök með samþykki beggja aðila. Á meðan samförum stóð tók konan eftir því að karlmaðurinn var að taka upp myndband eða taka myndir af henni á iPhone-síma sinn. Hún hefði ekki gefið leyfi fyrir slíkri upptöku og sagði honum að hætta því og eyða myndunum. Sagði hún karlmanninum svo að eyða myndunum og tilkynnti honum að hún ætlaði á neyðarmóttökuna sem hún gerði. Karlmaðurinn bar því við að hann hefði stjórnað tónlistinni með símanum sínum og svo farið að taka myndir og stutt myndbönd í kæruleysi. Fljótlega hefði konan gert athugasemd og greinilegt að henni líkaði það illa. Hann hefði strax hætt, eytt myndunum og myndböndum fyrir framan hana. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að nokkuð óskýrt sé hjá karlmanninum hvað hafi orðið til þess að myndirnar væru teknar. Framburður konunnar hefði hins vegar verið stöðugur, hjá lögreglu og svo fyrir dómi. Var niðurstaðan byggð á trúverðugum framburði hennar. Taldi dómurinn sannað að karlmaðurinn hefði gerst sekur um þau brot sem hann var ákærður fyrir. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess annars vegar að karlmaðurinn hefði ekki áður hlotið dóm. En einnig til þess að karlmaðurinn hefði valdið konunni vanlíðan, sem var stutt með vottorði sálfræðings, og brugðist trausti sem hún bar til hans. Miskabætur voru ákvarðaðar 200 þúsund krónur auk þess sem hann þarf að greiða allan sakarkostnað, um tvær milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Sjá meira
Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotið gegn blygðunarsemi konu aðfaranótt laugardagsins 29. desember 2018 á heimili hans. Sýndi hann af sér lostugt athæfi með því að taka upp myndbönd og myndir af þeim að stunda kynmök án hennar vitneskju. Með því særði hann blygðunarkennd hennar. Aðilum bar að mestu saman um málsatvik. Þau þekktust, hittust á skemmtistað og fóru svo heim til hans þar sem þau hlustuðu á tónlist. Í framhaldinu stunduðu þau kynmök með samþykki beggja aðila. Á meðan samförum stóð tók konan eftir því að karlmaðurinn var að taka upp myndband eða taka myndir af henni á iPhone-síma sinn. Hún hefði ekki gefið leyfi fyrir slíkri upptöku og sagði honum að hætta því og eyða myndunum. Sagði hún karlmanninum svo að eyða myndunum og tilkynnti honum að hún ætlaði á neyðarmóttökuna sem hún gerði. Karlmaðurinn bar því við að hann hefði stjórnað tónlistinni með símanum sínum og svo farið að taka myndir og stutt myndbönd í kæruleysi. Fljótlega hefði konan gert athugasemd og greinilegt að henni líkaði það illa. Hann hefði strax hætt, eytt myndunum og myndböndum fyrir framan hana. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að nokkuð óskýrt sé hjá karlmanninum hvað hafi orðið til þess að myndirnar væru teknar. Framburður konunnar hefði hins vegar verið stöðugur, hjá lögreglu og svo fyrir dómi. Var niðurstaðan byggð á trúverðugum framburði hennar. Taldi dómurinn sannað að karlmaðurinn hefði gerst sekur um þau brot sem hann var ákærður fyrir. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess annars vegar að karlmaðurinn hefði ekki áður hlotið dóm. En einnig til þess að karlmaðurinn hefði valdið konunni vanlíðan, sem var stutt með vottorði sálfræðings, og brugðist trausti sem hún bar til hans. Miskabætur voru ákvarðaðar 200 þúsund krónur auk þess sem hann þarf að greiða allan sakarkostnað, um tvær milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Sjá meira