Evrópusambandið hyggst beita Rússland þvingunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2020 17:47 Eitrað var fyrir Alexei Navalní í ágúst síðastliðnum. EPA Utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins eru sagðir styðja tillögu Frakklands og Þýskalands um að beita Rússland viðskiptaþvingunum vegna eitrunar Alexeis Navalní, helsta stjórnarandstæðings rússneskra yfirvalda. Navalní hefur haldið því fram að rússnesk yfirvöld hafi fyrirskipað að eitrað skyldi fyrir honum. Frakkar og Þjóðverjar lögðu fram tillögu þess efnis á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja Evrópusambandsins í Lúxemborg í dag. Rök sem færð voru fyrir tillögunni voru meðal annars þau að yfirvöld í Moskvu hafi útskýrt það með fullnægjandi hætti hvers vegna taugaeitrið Novichok hafi verið í umferð. Rannsókn þýskra stjórnvalda á eitrinu sem Navalní var byrlað leiddi í ljós að eitrið væri sovéska taugaeitrið Novichok, sem hefur verið ólöglegt í áraraðir. Efnavopnastofnunin, OPCW, hefur einnig haldið því fram að um Novichok hafi verið að ræða í eitrun Navalní. Eitrunin litin alvarlegum augum af Evrópusambandinu Samkvæmt frétt Reuters bendir hraðinn, sem tillagan hefur verið afgreidd á, til þess að ríki Vestur-Evrópu séu farin að líta aðgerðir Rússlands alvarlegri augum og ætli að fara í harðari aðgerðir gegn Rússlandi. Til að mynda tók það heilt ár fyrir Evrópusambandið að samþykkja viðskiptaþvinganir á hendur Rússum eftir taugaeitursárás á rússneska njósnarann Sergei Skripal og dóttur hans Júlí á Bretlandi árið 2018. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í samtali við fréttamenn þegar hann mætti á fund utanríkisráðherranna fyrr í dag að ekki væri hægt að láta eitrun Navalní gleymast án afleiðinga. „Frakkland og Þýskaland leggja til að ákveðnir einstaklingar sem vakið hafa athygli í þessu máli verði beittir þvingunum,“ sagði Maas. Heimildamenn Reuters segja að mikil samstaða sé meðal utanríkisráðherra aðildarríkjanna 27 um að frysta eigur og setja ferðabann á nokkra hátt setta starfsmenn rússnesku leyniþjónustunnar. Yfirvöld í Moskvu hafa neitað allri aðild að eitrun Navalní. Rússneski þingmaðurinn Vladimir Dzhabarov sagði í dag að Rússland gæti svarað Evrópusambandinu í sömu mynt. Hann ítrekaði einnig skilaboð rússneskra yfirvalda, að engar haldbærar sannanir væru fyrir því að rússnesk yfirvöld bæru ábyrgð á byrluninni. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26 Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30 Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins eru sagðir styðja tillögu Frakklands og Þýskalands um að beita Rússland viðskiptaþvingunum vegna eitrunar Alexeis Navalní, helsta stjórnarandstæðings rússneskra yfirvalda. Navalní hefur haldið því fram að rússnesk yfirvöld hafi fyrirskipað að eitrað skyldi fyrir honum. Frakkar og Þjóðverjar lögðu fram tillögu þess efnis á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja Evrópusambandsins í Lúxemborg í dag. Rök sem færð voru fyrir tillögunni voru meðal annars þau að yfirvöld í Moskvu hafi útskýrt það með fullnægjandi hætti hvers vegna taugaeitrið Novichok hafi verið í umferð. Rannsókn þýskra stjórnvalda á eitrinu sem Navalní var byrlað leiddi í ljós að eitrið væri sovéska taugaeitrið Novichok, sem hefur verið ólöglegt í áraraðir. Efnavopnastofnunin, OPCW, hefur einnig haldið því fram að um Novichok hafi verið að ræða í eitrun Navalní. Eitrunin litin alvarlegum augum af Evrópusambandinu Samkvæmt frétt Reuters bendir hraðinn, sem tillagan hefur verið afgreidd á, til þess að ríki Vestur-Evrópu séu farin að líta aðgerðir Rússlands alvarlegri augum og ætli að fara í harðari aðgerðir gegn Rússlandi. Til að mynda tók það heilt ár fyrir Evrópusambandið að samþykkja viðskiptaþvinganir á hendur Rússum eftir taugaeitursárás á rússneska njósnarann Sergei Skripal og dóttur hans Júlí á Bretlandi árið 2018. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í samtali við fréttamenn þegar hann mætti á fund utanríkisráðherranna fyrr í dag að ekki væri hægt að láta eitrun Navalní gleymast án afleiðinga. „Frakkland og Þýskaland leggja til að ákveðnir einstaklingar sem vakið hafa athygli í þessu máli verði beittir þvingunum,“ sagði Maas. Heimildamenn Reuters segja að mikil samstaða sé meðal utanríkisráðherra aðildarríkjanna 27 um að frysta eigur og setja ferðabann á nokkra hátt setta starfsmenn rússnesku leyniþjónustunnar. Yfirvöld í Moskvu hafa neitað allri aðild að eitrun Navalní. Rússneski þingmaðurinn Vladimir Dzhabarov sagði í dag að Rússland gæti svarað Evrópusambandinu í sömu mynt. Hann ítrekaði einnig skilaboð rússneskra yfirvalda, að engar haldbærar sannanir væru fyrir því að rússnesk yfirvöld bæru ábyrgð á byrluninni.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26 Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30 Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26
Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30
Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39