Áslaug Arna safnar sögum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2020 22:12 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur boðað breytingar á lögum um mannanöfn. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun á morgun mæla fyrir frumvarpi hennar um mannanöfn sem hefur það að markmiði að rýmka þau lög sem gilda um mannanöfn frá núgildandi lögum. Áslaug segist safna sögum frá þeim sem eru ósáttir með núverandi kerfi. Frá þessu greinir Áslaug Arna á Twitter þar sem hún tíundar helstu breytingarnar sem hið nýja frumvarp boðar. „Frelsi til að bera það nafn sem þú kýst, að taka upp nýtt ættarnafn og engin hámörk á fjölda nafna,“ skrifar hún. Á morgun mæli ég fyrir nýju frumvarpi um mannanöfn. Frelsi til að bera það nafn sem þú kýst, að taka upp nýtt ættarnafn og engin hámörk á fjölda nafna. Mannanafnanefnd lögð niður. Ég er að safna sögum frá fólki sem hefur verið ósatt við núverandi kerfi. Endilega sendið á mig 📩— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) October 11, 2020 Þá hvetur hún notendur Twitter sem kunna að vera ósáttir við núverandi kerfi til þess að senda inn sögur sem því tengjast. Mannanafnalög hafa ítrekað komið til álita á Alþingi, síðast í fyrir um ári síðan eftir að Vísir birti viðtal við systurnar Ingibjörgu Sædísi og Eydísi Rán í október í fyrra. Þær ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og höfðu ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja ekki kenna sig við hann lengur heldur taka upp ættarnafn, en mega það ekki, samkvæmt núgildandi kerfi. Ingibjörg Snædís er ein af þeim sem svarar tísti Áslaugar Örnu þar sem hún vísar í viðtalið á Vísi, og segir Ingibjörg að ráðherranum sé velkomið að nota sögu þeirra systra sem þar kemur fram. „Ég hef notað sögu ykkar oft til að útskýra fyrir fólki sem vill engu eða litlu breyta um mikilvægi þessara breytinga fyrir fólk. Takk!“ svarar Áslaug Arna. Ég hef notað sögu ykkar oft til að útskýra fyrir fólki sem vill engu eða litlu breyta um mikilvægi þessara breytinga fyrir fólk. Takk!— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) October 11, 2020 Mannanafnanefnd verður lögð niður ef frumvarpið nær fram að ganga. Með frumvarpinu verður aukið stórlega það frelsi fólks til að taka upp það nafn sem það kýs. Í frumvarpinu er þó farin ákveðin millileið til að tryggja að nafn verði ekki barni til ama Telji einhver nafn vera barni til ama mun Þjóðskrá Íslands taka við tilkynningum um slík mál og leita álits umboðsmanns barna á því. „Ég tel að réttur fólks til að velja sitt eigið nafn sé ríkari en réttur ríkisins til að hamla. Þetta er mikilvægt skref til að auka frelsi fólks,“ sagði Áslaug Arna í samtali við fréttastofu á dögunum. Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Mannanafnanefnd lögð niður í nýju frumvarpi Áslaugar Mannanafnanefnd verður lögð niður ef nýtt frumvarp dómsmálaráðherra verður að lögum. 2. október 2020 14:49 Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun á morgun mæla fyrir frumvarpi hennar um mannanöfn sem hefur það að markmiði að rýmka þau lög sem gilda um mannanöfn frá núgildandi lögum. Áslaug segist safna sögum frá þeim sem eru ósáttir með núverandi kerfi. Frá þessu greinir Áslaug Arna á Twitter þar sem hún tíundar helstu breytingarnar sem hið nýja frumvarp boðar. „Frelsi til að bera það nafn sem þú kýst, að taka upp nýtt ættarnafn og engin hámörk á fjölda nafna,“ skrifar hún. Á morgun mæli ég fyrir nýju frumvarpi um mannanöfn. Frelsi til að bera það nafn sem þú kýst, að taka upp nýtt ættarnafn og engin hámörk á fjölda nafna. Mannanafnanefnd lögð niður. Ég er að safna sögum frá fólki sem hefur verið ósatt við núverandi kerfi. Endilega sendið á mig 📩— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) October 11, 2020 Þá hvetur hún notendur Twitter sem kunna að vera ósáttir við núverandi kerfi til þess að senda inn sögur sem því tengjast. Mannanafnalög hafa ítrekað komið til álita á Alþingi, síðast í fyrir um ári síðan eftir að Vísir birti viðtal við systurnar Ingibjörgu Sædísi og Eydísi Rán í október í fyrra. Þær ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og höfðu ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja ekki kenna sig við hann lengur heldur taka upp ættarnafn, en mega það ekki, samkvæmt núgildandi kerfi. Ingibjörg Snædís er ein af þeim sem svarar tísti Áslaugar Örnu þar sem hún vísar í viðtalið á Vísi, og segir Ingibjörg að ráðherranum sé velkomið að nota sögu þeirra systra sem þar kemur fram. „Ég hef notað sögu ykkar oft til að útskýra fyrir fólki sem vill engu eða litlu breyta um mikilvægi þessara breytinga fyrir fólk. Takk!“ svarar Áslaug Arna. Ég hef notað sögu ykkar oft til að útskýra fyrir fólki sem vill engu eða litlu breyta um mikilvægi þessara breytinga fyrir fólk. Takk!— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) October 11, 2020 Mannanafnanefnd verður lögð niður ef frumvarpið nær fram að ganga. Með frumvarpinu verður aukið stórlega það frelsi fólks til að taka upp það nafn sem það kýs. Í frumvarpinu er þó farin ákveðin millileið til að tryggja að nafn verði ekki barni til ama Telji einhver nafn vera barni til ama mun Þjóðskrá Íslands taka við tilkynningum um slík mál og leita álits umboðsmanns barna á því. „Ég tel að réttur fólks til að velja sitt eigið nafn sé ríkari en réttur ríkisins til að hamla. Þetta er mikilvægt skref til að auka frelsi fólks,“ sagði Áslaug Arna í samtali við fréttastofu á dögunum.
Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Mannanafnanefnd lögð niður í nýju frumvarpi Áslaugar Mannanafnanefnd verður lögð niður ef nýtt frumvarp dómsmálaráðherra verður að lögum. 2. október 2020 14:49 Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Mannanafnanefnd lögð niður í nýju frumvarpi Áslaugar Mannanafnanefnd verður lögð niður ef nýtt frumvarp dómsmálaráðherra verður að lögum. 2. október 2020 14:49
Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30