Um nefndarstörf á Alþingi Ari Trausti Guðmundsson skrifar 11. október 2020 15:01 Mikilvægt er að almenningur fái sem gleggsta og réttasta mynd af starfsháttum Alþingis. Það hefur áhrif á traust. Flestir þingmenn, aðrir en ráðherrar, sitja í tveimur af átta fastanefndum þingsins en að auki í alþjóðanefndum og sérnefndum. Þingmenn geta verið áheyrnarfulltrúar án tillöguréttar. Þetta eru ekki sérlaunuð störf nema hvað formenn og varaformenn fá álag sem er sýnilegt á vefsíðu Alþingis. Nefndarritarar skrá komu nefndarmanna á boðaða fastanefndarfundi. Þeir eru haldnir tvisvar í viku fyrir hverja fastanefnd (jafnan að morgni dags) og svo eru fyrirfram ákveðnir dagar þar sem fastanefndarfundir eru meginverkefni allan daginn. Aðrir nefndarfundir hafa ýmsa fundartíðni. Skráning er ýmist miðuð við komu manna á fundarstað eða þegar formaður eða varaformaður setur fund. Hún er opin á vefsíðu þingsins. Stundum tefjast fundir af því að beðið er stund eftir formanni eða jafnvel líka öðrum hvorum varaformanninum til þess unnt sé að setja fund. Yfirleitt boða þingmenn fjarvist og margir láta einnig vita af seinkomu. Aðstæður þingmanna eru misjafnar hvað varðar ferðafjarlægð á vinnustað og aðstæður á leiðinni. Þeim þingmönnum sem búa í nágrannasveitarfélögum, t.d. víða á Suðurnesjum, í Mosfellsbæ eða á Akranesi (um það bil tugur á þessum stöðum) seinkar iðulega á leiðum sínum í morgunumferðinni. Þingmenn fjær utan af landi, t.d. úr Borgarnesi, af Vestfjörðum, úr Fjallabyggð eða að norðaustan, gjarnan komandi úr helgarferð heim til sín, geta lent í töfum. Alkunna er að flugferðum er alloft aflýst á vetuna. Fámennir þingflokkar glíma auk þess við þann vanda að manna nefndir og iðulega verða árekstrar milli nefndarfunda. Þingmenn verða þá að velja á milli þeirra. Ég minnist hér ekki á (mér ókunnar) einkaaðstæður hvers og eins enda breytir þá engu hver er vinnustaður eða verkefni. Þegar unnið er úr mætingarskráningu til dundurs og pælt í útkomunni, hvað þá dregnar einhverjar ályktanir, verður að taka tillit til þess sem ég hef hér minnst á. Ef það er ekki gert getur áhugafólk um starfshætti þingsins hrapað að ályktunum sem eru annað hvort hálfsögð saga eða engin saga. Oftast, tel ég, er til eðlileg skýring á fjarvistum, seinkomum eða öðrum vandræðum. Ekki er útilokað að einhverjir þingmannanna slái viljandi slöku við nefndarstörfin og geti þá sjálfir skýrt frá sínum hug til þeirra. Höfundur er þingmaður VG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Alþingi Tengdar fréttir „Þetta mál er á milli 180% og 190% þvættingur“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir útreikninga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem hefur fylgst með mætingu þingmanna í nefndarstörf. 11. október 2020 13:15 Ásmundur samtals fjórtán klukkustundum of seinn á nefndarfundi Björn Leví Gunnarsson fylgist grannt með mætingum þingmanna á nefndarfundi. 11. október 2020 09:00 Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að almenningur fái sem gleggsta og réttasta mynd af starfsháttum Alþingis. Það hefur áhrif á traust. Flestir þingmenn, aðrir en ráðherrar, sitja í tveimur af átta fastanefndum þingsins en að auki í alþjóðanefndum og sérnefndum. Þingmenn geta verið áheyrnarfulltrúar án tillöguréttar. Þetta eru ekki sérlaunuð störf nema hvað formenn og varaformenn fá álag sem er sýnilegt á vefsíðu Alþingis. Nefndarritarar skrá komu nefndarmanna á boðaða fastanefndarfundi. Þeir eru haldnir tvisvar í viku fyrir hverja fastanefnd (jafnan að morgni dags) og svo eru fyrirfram ákveðnir dagar þar sem fastanefndarfundir eru meginverkefni allan daginn. Aðrir nefndarfundir hafa ýmsa fundartíðni. Skráning er ýmist miðuð við komu manna á fundarstað eða þegar formaður eða varaformaður setur fund. Hún er opin á vefsíðu þingsins. Stundum tefjast fundir af því að beðið er stund eftir formanni eða jafnvel líka öðrum hvorum varaformanninum til þess unnt sé að setja fund. Yfirleitt boða þingmenn fjarvist og margir láta einnig vita af seinkomu. Aðstæður þingmanna eru misjafnar hvað varðar ferðafjarlægð á vinnustað og aðstæður á leiðinni. Þeim þingmönnum sem búa í nágrannasveitarfélögum, t.d. víða á Suðurnesjum, í Mosfellsbæ eða á Akranesi (um það bil tugur á þessum stöðum) seinkar iðulega á leiðum sínum í morgunumferðinni. Þingmenn fjær utan af landi, t.d. úr Borgarnesi, af Vestfjörðum, úr Fjallabyggð eða að norðaustan, gjarnan komandi úr helgarferð heim til sín, geta lent í töfum. Alkunna er að flugferðum er alloft aflýst á vetuna. Fámennir þingflokkar glíma auk þess við þann vanda að manna nefndir og iðulega verða árekstrar milli nefndarfunda. Þingmenn verða þá að velja á milli þeirra. Ég minnist hér ekki á (mér ókunnar) einkaaðstæður hvers og eins enda breytir þá engu hver er vinnustaður eða verkefni. Þegar unnið er úr mætingarskráningu til dundurs og pælt í útkomunni, hvað þá dregnar einhverjar ályktanir, verður að taka tillit til þess sem ég hef hér minnst á. Ef það er ekki gert getur áhugafólk um starfshætti þingsins hrapað að ályktunum sem eru annað hvort hálfsögð saga eða engin saga. Oftast, tel ég, er til eðlileg skýring á fjarvistum, seinkomum eða öðrum vandræðum. Ekki er útilokað að einhverjir þingmannanna slái viljandi slöku við nefndarstörfin og geti þá sjálfir skýrt frá sínum hug til þeirra. Höfundur er þingmaður VG
„Þetta mál er á milli 180% og 190% þvættingur“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir útreikninga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem hefur fylgst með mætingu þingmanna í nefndarstörf. 11. október 2020 13:15
Ásmundur samtals fjórtán klukkustundum of seinn á nefndarfundi Björn Leví Gunnarsson fylgist grannt með mætingum þingmanna á nefndarfundi. 11. október 2020 09:00
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun