Segir hugmyndir um að segja upp tollasamningi ESB afleitar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. október 2020 12:39 Til vinstri er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Til hægri er Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra. Vísir Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að uppsögn tollasamninga myndi færa matvörumarkaðinn áratugi aftur í tímann. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra fjallaði um landbúnað í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Tekur hann tollasamninga ESB sérstaklega fyrir og segir það sína skoðun og til skoðunar innan ríkisstjórnarinnar að það eigi að segja þessum ESB tollasamningi upp. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að með þessu virðist ráðherrann ætla að snúa klukkunni til baka um nokkra áratugi hvað varðar viðskiptafrelsi og samkeppni á matvörumarkaði. Minnir á að Sigurður Ingi gerði tollasamninginn „Það er líka mjög merkilegt að maðurinn sem gerði sjálfur tollasamninginn við Evrópusambandið og lét hafa eftir sér að það væri mikið hagsmunamál bæði fyrir íslenska neytendur og íslenskan landbúnað, að hann sé búinn að snúa blaðinu rækilega við og sé farinn að reyna að yfirbjóða Miðflokkinn í afturhaldi og verndarstefnu,“ sagði Ólafur Stephensen. Slæmar fréttir fyrir neytendur Verði tollasamningnum sagt upp geti Íslendingar kvatt gott úrval af evrópskum vörum á hagstæðu verði. „Það gríðarlega mikla úrval af t.d. evrópskum ostum sem við höfum séð í búðum undanfarin ár á hagstæðu verði. Það væntanlega hverfur eða verður að minnsta kosti miklu dýrara og fólk hefur síður efni á að kaupa þær vörur.“ Þá segir hann að innflutt kjöt sem hefur verið fáanlegt í búðum á hagstæðu verði, hverfi. „Væntanlega hækkar líka um leið verð á innlendu framleiðslunni af því það er bara viðurkennt hagfræðilögmál að þegar tekið er fyrir erlenda samkeppni með verndarstefnu þá geta innlendir framleiðendur óáreittir hækka verðið og það virðist vera það sem fyrir ráðherranum vakir,“ sagði Ólafur. Þá segist hann ekki vera viss um að samkeppnisyfirvöld leggi blessun sína yfir þessar hugmyndir. „Ég á alveg eftir að sjá að samkeppnisyfirvöld taki vel í þessar hugmyndir og ég á líka eftir að sjá að samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn, að minnsta kosti þeir sem tala um samkeppni og viðskiptafrelsi taki vel í þetta,“ sagði Ólafur. „Þetta eru eldgamlar hugmyndir sem myndu færa viðskiptaumhveri í kringum matvörumarkaðinn áratugi aftur í tímann.“ „Íslenskt best í heimi?“ „Salmonellusýkingar hér á landi eru mun fleiri en t.d. í Danmörku þar sem lang mest af innflutnum kjúklingi kemur. Menn geta ekki lengur leyft sér að segja að allt sem íslenskt er sé svo ofsalega gott en allt sem útlenskt er sé svo vont. Þetta er áratuga gamall málflutningur sem ég held að allir hljóti að sjá í gegnum og gengur þvert á almannahagsmuni,“ sagði Ólafur. Þá þurfi að muna að stutt er í kosningar. „Það er alveg augljóst að Framsóknarflokkurinn er þarna að reyna að krækja í eitthvað af fylgi Miðflokksins. Ég get ekki séð annan tilgang með þessu útspili,“ sagði Ólafur. Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Mest lesið Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að uppsögn tollasamninga myndi færa matvörumarkaðinn áratugi aftur í tímann. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra fjallaði um landbúnað í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Tekur hann tollasamninga ESB sérstaklega fyrir og segir það sína skoðun og til skoðunar innan ríkisstjórnarinnar að það eigi að segja þessum ESB tollasamningi upp. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að með þessu virðist ráðherrann ætla að snúa klukkunni til baka um nokkra áratugi hvað varðar viðskiptafrelsi og samkeppni á matvörumarkaði. Minnir á að Sigurður Ingi gerði tollasamninginn „Það er líka mjög merkilegt að maðurinn sem gerði sjálfur tollasamninginn við Evrópusambandið og lét hafa eftir sér að það væri mikið hagsmunamál bæði fyrir íslenska neytendur og íslenskan landbúnað, að hann sé búinn að snúa blaðinu rækilega við og sé farinn að reyna að yfirbjóða Miðflokkinn í afturhaldi og verndarstefnu,“ sagði Ólafur Stephensen. Slæmar fréttir fyrir neytendur Verði tollasamningnum sagt upp geti Íslendingar kvatt gott úrval af evrópskum vörum á hagstæðu verði. „Það gríðarlega mikla úrval af t.d. evrópskum ostum sem við höfum séð í búðum undanfarin ár á hagstæðu verði. Það væntanlega hverfur eða verður að minnsta kosti miklu dýrara og fólk hefur síður efni á að kaupa þær vörur.“ Þá segir hann að innflutt kjöt sem hefur verið fáanlegt í búðum á hagstæðu verði, hverfi. „Væntanlega hækkar líka um leið verð á innlendu framleiðslunni af því það er bara viðurkennt hagfræðilögmál að þegar tekið er fyrir erlenda samkeppni með verndarstefnu þá geta innlendir framleiðendur óáreittir hækka verðið og það virðist vera það sem fyrir ráðherranum vakir,“ sagði Ólafur. Þá segist hann ekki vera viss um að samkeppnisyfirvöld leggi blessun sína yfir þessar hugmyndir. „Ég á alveg eftir að sjá að samkeppnisyfirvöld taki vel í þessar hugmyndir og ég á líka eftir að sjá að samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn, að minnsta kosti þeir sem tala um samkeppni og viðskiptafrelsi taki vel í þetta,“ sagði Ólafur. „Þetta eru eldgamlar hugmyndir sem myndu færa viðskiptaumhveri í kringum matvörumarkaðinn áratugi aftur í tímann.“ „Íslenskt best í heimi?“ „Salmonellusýkingar hér á landi eru mun fleiri en t.d. í Danmörku þar sem lang mest af innflutnum kjúklingi kemur. Menn geta ekki lengur leyft sér að segja að allt sem íslenskt er sé svo ofsalega gott en allt sem útlenskt er sé svo vont. Þetta er áratuga gamall málflutningur sem ég held að allir hljóti að sjá í gegnum og gengur þvert á almannahagsmuni,“ sagði Ólafur. Þá þurfi að muna að stutt er í kosningar. „Það er alveg augljóst að Framsóknarflokkurinn er þarna að reyna að krækja í eitthvað af fylgi Miðflokksins. Ég get ekki séð annan tilgang með þessu útspili,“ sagði Ólafur.
Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Mest lesið Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Sjá meira